Tíu ára sonur minn sagði einu sinni við mig að ef hann gæti myndi hann ferðast aftur í tímann og drepa Adolf Hitler. Sonur minn veit hvað Hitler gerði. Hann skilur að ef Hitler hefði verið drepinn áður en hann kom seinni heimsstyrjöldinni af stað, sem leiddi til dauða tugmilljóna og iðnaðarmorða þýska ríkisins á sex milljón gyðingum, þá hefði það komið í veg fyrir miklu stærri hörmungar en dauði Hitlers hefði verið.
Í nýrri bók sinni, Stríð og kliði, spyr rithöfundurinn Sverrir Norland spurninga sem tengjast þessu umræðuefni – illvirkjum Hitlers – þegar hann veltir fyrir sér stærsta vandamáli samtímans: loftslagsvánni og útrýmingu dýrategunda heimsins vegna mengunar mannsins og spillingar hans á náttúrunni.
Sverrir vísar í þýska heimspekinginn Theodor Adorno sem spurði þeirrar spurningar um miðja síðustu öld hvernig eiginlega væri hægt að yrkja ljóð eftir útrýmingarbúðirnar í Auschwitz. Hann spyr svo sjálfur hvernig hægt sé að semja …
Athugasemdir