Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Stúlkurnar af Laugalandi segja Ásmund Einar hunsa sig

Kon­ur sem lýst hafa því að hafa ver­ið beitt­ar of­beldi á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi hafa ekki feng­ið svar við tölvu­pósti sem var send­ur Ásmundi Ein­ari Daða­syni fé­lags­mála­ráð­herra fyr­ir átján dög­um síð­an „Það átti greini­lega aldrei að fara fram nein al­vöru rann­sókn,“ seg­ir Gígja Skúla­dótt­ir.

Stúlkurnar af Laugalandi segja Ásmund Einar hunsa sig
Ósáttar við viðbragðsleysi ráðherra Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra hefur ekki svarað beiðni kvennanna sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu sem rekið var í Varpholti og Laugalandi um fund. Beiðnin var send Ásmundi og aðstoðarkonu hans 25. mars síðastliðinn.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur ekki svarað beiðni kvenna sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Laugalandi um fund vegna áhyggna þeirra af aðgerðaleysi við rannsókn á rekstri heimilisins. Beiðnina sendu konurnar Ásmundi og aðstoðarkonu hans 25. mars síðastliðinn. Síðan eru liðnir átján dagar og þar af átta virkir dagar. Konurnar segjast upplifa að verið sé að þagga málið niður.

Níu konur hafa nú stigið fram í Stundinni og lýst því að þær hafi verið beittar andlegu og líkamlegu ofbeldi meðan þær voru vistaðar á meðferðarheimlinu Laugalandi, áður Varpholti, á árunum 1997 til 2007. Stundin hefur jafnframt sýnt fram á með gögnum að barnaverndaryfirvöldum var ítrekað gert viðvart um að eitthvað væri ekki í lagi í starfseminni undir stjórn Ingjalds Arnþórssonar, sem konurnar bera að hafi verið sá sem helst beitti ofbeldinu.

Telja meðferð málsins í engu samræmi við loforð ráðherra

25. mars síðastliðinn sendi Gígja Skúladóttir fyrir hönd kvennanna tölvupóst á Ásmund þar sem óskað var eftir fundi með ráðherra. „Tilefnið er seinagangur og aðgerðarleysi (hugsanlega áhugaleysi) Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un­ar félags­þjón­ustu og barna­vernd­ar,“ segir í póstinum.

Tölvupósturinn var sendur ráðherra í kjölfarið á frétt Stundarinnar 25. mars, þar sem fram kom að rannsókn á því hvort stúlkur hefði hefðu ver­ið beitt­ar illri með­ferð og of­beldi á með­ferð­ar­heim­il­inu væri enn á und­ir­bún­ings­stigi hjá Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un fé­lags­þjón­ustu og barna­vernd­ar, sem var falið að framkvæma rannsóknina. Í sömu frétt kom fram að rannsókn á málinu væri ekki í forgangi hjá stofnuninni, vinna ætti hana meðfram daglegum verkefnum og langt væri í niðurstöður hennar.

„Við fáum þá óþægilegu tilfinningu að það að málið hafi verið sent til þessarar nefndar hafi verið leið til að þagga það niður, að sussa okkur niður“
Gígja Skúladóttir

„Við konurnar sem vorum beittar ofbeldi á meðferðarheimilinu sjáum ekki betur en að meðferð málsins sé ekki í neinu samræmi við þau loforð sem að þú gafst okkur og gerum kröfum um að betur verði gert. Við teljum að hið opinbera skuldi okkur svo mikið,“ segir í tölvupóstinum sem konurnar hafa enn ekki fengið svar við.  

 „Við fáum þá óþægilegu tilfinningu að það að málið hafi verið sent til þessarar nefndar hafi verið leið til að þagga það niður, að sussa okkur niður,“ segir Gígja í samtali við Stundina. „Það er ljóst af svörum sem komið hafa frá nefndinni að rannsóknin er ekki í neinum forgangi innan hennar. Það var ekki ráðinn inn auka mannskapur og það var ekki sett á fót sérstakt teymi innan nefndarinnar til að sinna rannsókninni. Við vitum, af reynslu af sambærilegum málum af rannsóknum á unglingaheimilum, að slíkar rannsóknir eru mjög umfangsmiklar. Það segir sig því svolítið sjálft að það átti aldrei að fara af stað með neina alvöru rannsókn. Mér líður þannig núna, sérstaklega eftir að við fengum ekkert svar frá Ásmundi. Það hefði verið í það minnsta hægt að svara okkur með því að tölvupósturinn væri móttekinn.“

Vonbrigðin mikil

Gígja lýsir því að konurnar hafi upplifað allt annað viðmót í fyrir þá tvo fundi sem þær áttu með Ásmundi Einari um miðjan febrúar, í aðdraganda þess að ríkisstjórnin samþykkti að rannsaka skyldi hvort konurnar sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu hefðu sætt þar illri meðferð, andlegu eða líkamlegu ofbeldi. „Þá var okkar erindum svarað á innan við klukkutíma eða um það bil. Ásmundur lofaði okkur því líka á fundunum, að fyrra bragði, að við mættum alltaf hafa samband við hann og óska eftir fundi með honum. Miðað við það loforð hefði maður að lágmarki búist við því að tölvupóstum yrði svarað.“

Samkvæmt Gígju hefur ekki verið haft samband við neina kvennanna af hálfu Gæða- og eftirlitsstofnunar síðan. „Það er algjör þögn. Við vitum ekki hverjir koma að rannsókninni, við vitum ekki tímarammann og við vitum ekki hvað verður gert við upplýsingarnar eða niðurstöðurnar. Við vitum í raun ekki neitt nema nafnið á nefndinni.

Þetta er langt frá því sem við vonuðumst til og áttum von á eftir fund okkar með ráðherra. Við vorum í skýjunum eftir þessa fundi með honum, okkur leið eins og loksins væri einhver að hlusta á okkur og taka mark á okkur, eftir áralanga þögn. Eftir að tilkynningum og gögnum hafði verið sópað undir teppið og vitnisburður um ofbeldið á meðferðarheimlinu hafði alltaf verið þaggaður niður, þá var þetta okkar uppreisn æra. Það er því ótrúlegt bakslag fyrir okkur að fá ekki einu sinni svör við tölvupóstum. Okkur finnst eðlilegt að það sé brugðist mjög hart við og þess vegna eru vonbrigðin svona mikil.“

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Laugaland/Varpholt

Vilja fá allt ofbeldið viðurkennt
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt of­beld­ið við­ur­kennt

Kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi eru ósátt­ar við þá nið­ur­stöðu að ekki séu vís­bend­ing­ar um að þar hafi ver­ið beitt al­var­legu eða kerf­is­bundnu lík­am­legu of­beldi. Vitn­is­burð­ur á þriðja tug kvenna um að svo hafi ver­ið sé að engu hafð­ur í skýrslu um rekst­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins.
Stelpurnar af Laugalandi skila skömminni
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stelp­urn­ar af Laugalandi skila skömm­inni

65 börn voru vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu í Varp­holti og á Laugalandi á ár­un­um 1997 til 2007. Þar voru þau beitt kerf­is­bundnu and­legu of­beldi auk þess sem fjöldi þeirra lýs­ir því að hafa ver­ið beitt lík­am­legu of­beldi. Sex­tán kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu stíga nú fram og skila skömm­inni þang­að sem hún á heima, til for­stöðu­hjóna heim­il­is­ins á þess­um tíma, starfs­fólks og barna­vernd­ar­yf­ir­valda sem brugð­ust þeim.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár