„Þegar ég kom fyrst í bæinn var ég svo ringluð. Það var mikið menningarsjokk. Mér fannst of margir bílar á götunum og of margt fólk alls staðar. Í Höfn þekkti maður alla og það var stutt að fara allt í bænum. Ég geri mér enn ekki grein fyrir ferðatímanum á milli staða og ég mæti stundum óvart of seint. Ég var sautján ára þegar ég tók bílprófið, en ég keyrði ekki í gegnum umferðarljós eða hringtorg fyrr en ég var tuttugu og þriggja. Það voru engin umferðarljós eða hringtorg á Höfn og ég var svo hrædd við umferðina í Reykjavík.
Mér finnst alltaf jafn fyndið hvernig fólk í Reykjavík talar um hverfi og skóla; hann fór í MH, hún fór í Versló ... Það gefur til kynna að það sé einhver merking á bakvið það, en ég veit aldrei hvað það þýðir. Höfn er bara eitt hverfi og einn skóli. …
Athugasemdir