Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) gættu ekki að kröfum persónuverndarlaga gagnvart grunnskólabörnum sem tóku þátt í spurningaleik um fjármálalæsi á vegum samtakanna. Með notkun samfélagsmiðilsins Facebook við skráningu í leikinn stuðluðu samtökin að vinnslu persónuupplýsinga um ólögráða börn.
Þetta kemur fram í leiðbeiningum til SFF sem Persónuvernd hefur birt. Stofnuninni barst ábending um að við Fjármálaleika 2021, spurningakeppni á vegum SFF fyrir börn í 10. bekk sem fór fram 3. til 12. mars, færi fram vinnsla persónuupplýsinga barna í gegnum auðkenningarþjónustu Facebook.
SFF brást við ábendingum Persónuverndar og fjarlægði tengingu við Facebook af vefsíðunni. „Hins vegar er ljóst, samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir, að umrætt fyrirkomulag hefur verið viðhaft í fyrri fjármálaleikum samtakanna og gerir Persónuvernd alvarlegar athugasemdir við að samtök, sem koma fram fyrir hönd fjármálafyrirtækja landsins, hafi ekki hugað að grundvallarkröfu persónuverndarlaga hvað varðar gagnsæi og fræðslu til hinna skráðu, sem í mörgum tilvikum eru börn,“ segir í leiðbeiningum …
Athugasemdir