Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fjármálafyrirtæki huguðu ekki að persónuvernd barna

Per­sónu­vernd ger­ir al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við að Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja hafi ekki mætt kröf­um per­sónu­vernd­ar vegna spurn­inga­keppn­inn­ar sem grunn­skóla­börn taka þátt í.

Fjármálafyrirtæki huguðu ekki að persónuvernd barna
Fjármálalæsi Persónuvernd gerir alvarlegar athugasemdir við framkvæmd skráningar í Fjármálaleika undanfarin ár. Mynd: Shutterstock

Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) gættu ekki að kröfum persónuverndarlaga gagnvart grunnskólabörnum sem tóku þátt í spurningaleik um fjármálalæsi á vegum samtakanna. Með notkun samfélagsmiðilsins Facebook við skráningu í leikinn stuðluðu samtökin að vinnslu persónuupplýsinga um ólögráða börn.

Þetta kemur fram í leiðbeiningum til SFF sem Persónuvernd hefur birt. Stofnuninni barst ábending um að við Fjármálaleika 2021, spurningakeppni á vegum SFF fyrir börn í 10. bekk sem fór fram 3. til 12. mars, færi fram vinnsla persónuupplýsinga barna í gegnum auðkenningarþjónustu Facebook.

SFF brást við ábendingum Persónuverndar og fjarlægði tengingu við Facebook af vefsíðunni. „Hins vegar er ljóst, samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir, að umrætt fyrirkomulag hefur verið viðhaft í fyrri fjármálaleikum samtakanna og gerir Persónuvernd alvarlegar athugasemdir við að samtök, sem koma fram fyrir hönd fjármálafyrirtækja landsins, hafi ekki hugað að grundvallarkröfu persónuverndarlaga hvað varðar gagnsæi og fræðslu til hinna skráðu, sem í mörgum tilvikum eru börn,“ segir í leiðbeiningum …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár