Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Pólitískur rappari sagður samviskufangi á Spáni

Rapp­ar­inn Pablo Hasél hef­ur óvænt klof­ið rík­is­stjórn Spán­ar. Óeirð­ar­lög­regla hef­ur síð­ustu vik­ur átt í nær dag­leg­um bar­dög­um við stuðn­ings­menn hans á göt­um Barcelona og annarra borga í Katalón­íu. Deilt er um stöðu mál­frels­is í land­inu en Hasél sit­ur nú í fang­elsi fyr­ir að bölva kon­ungs­fjöl­skyld­unni og upp­hefja ólög­leg hryðju­verka­sam­tök.

Pólitískur rappari sagður samviskufangi á Spáni
Handtakan Handtaka Pablos Hasél hefur valdið klofningi og skjálftum á Spáni í máli sem klýfur landsmenn: Viðhorfið til sjálfstæðis héraða og konungsfjölskyldunnar. Aðgerðir gegn honum hafa ýft upp misklíð. Mynd: J. Martin / AFP

Hasél er rúmlega þrítugur og kemur af göfugum ættum í Katalóníu en tók sér snemma listamannsnafn eftir uppreisnargjarnri persónu í arabískri skáldsögu sem hann las. Föðurafi hans var mikils metinn liðsforingi á tímum fasistastjórnar Francos og sá meðal annars um að berja niður uppreisnarsveitir vinstrimanna á eftirstríðsárunum. Sjálfur segist Hasél alltaf hafa haft meiri samúð með þeirra málstað en þeim sem afi hans barðist fyrir. 

Í textum sínum fjallar rapparinn á afar gagnrýninn hátt um sögu og stjórnmál Spánar; hann vill meina að þjóðin hafi aldrei gert upp voðaverk fasistastjórnarinnar og enn eimi eftir af viðhorfum Francos hjá núverandi valdhöfum og ekki síst konungsfjölskyldunni. Þá er málstaður katalónskra aðskilnaðarsinna honum hugleikinn í textagerð en það hefur ítrekað komið honum í kast við lögin.  

Skæruliðasamtökin ETA hafa komið miklu óorði á málstað aðskilnaðarsinna í hugum margra Spánverja, ekki síst utan Katalóníu. Þau bera ábyrgð á hryðjuverkaárásum sem hafa kostað meira en …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár