Hasél er rúmlega þrítugur og kemur af göfugum ættum í Katalóníu en tók sér snemma listamannsnafn eftir uppreisnargjarnri persónu í arabískri skáldsögu sem hann las. Föðurafi hans var mikils metinn liðsforingi á tímum fasistastjórnar Francos og sá meðal annars um að berja niður uppreisnarsveitir vinstrimanna á eftirstríðsárunum. Sjálfur segist Hasél alltaf hafa haft meiri samúð með þeirra málstað en þeim sem afi hans barðist fyrir.
Í textum sínum fjallar rapparinn á afar gagnrýninn hátt um sögu og stjórnmál Spánar; hann vill meina að þjóðin hafi aldrei gert upp voðaverk fasistastjórnarinnar og enn eimi eftir af viðhorfum Francos hjá núverandi valdhöfum og ekki síst konungsfjölskyldunni. Þá er málstaður katalónskra aðskilnaðarsinna honum hugleikinn í textagerð en það hefur ítrekað komið honum í kast við lögin.
Skæruliðasamtökin ETA hafa komið miklu óorði á málstað aðskilnaðarsinna í hugum margra Spánverja, ekki síst utan Katalóníu. Þau bera ábyrgð á hryðjuverkaárásum sem hafa kostað meira en …
Athugasemdir