Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að „ef“ fyrirtæki Samherja hafi greitt „óeðlilegar greiðslur“ í Namibíu þá séu þær alfarið á ábyrgð Jóhannesar Stefánssonar, sem var framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu á árunum 2012 til 2016: „Hafi greiðslur átt sér stað sem eru ólögmætar þá voru þær á ábyrgð Jóhannesar Stefánssonar“. Þetta kemur fram í viðtali við Þorstein Má í Fréttablaðnu í dag.
Þorsteinn Már er ekki spurður að þeirri spurningu í viðtalinu hvernig Jóhannes á að hafa geta borið ábyrgð á greiðslum frá félögum Samherja í Namibíu og annars staðar, meðal annars á Kýpur, sem héldu áfram í þrjú ár eftir að hann hætti hjá fyrirtækinu í Namibíu. Fjölþættar heimildir um þessar greiðslur hafa legið fyrir um þessar greiðslur í rúmt ár.
Heimildir …
Athugasemdir