Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Helgi segir að sé valdaöflum ógnað þá sé brugðist við af hörku

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur VR og Helgi Gunn­laugs­son, pró­fess­or við fé­lags­fræði­deild Há­skóla Ís­lands, eru gest­ir Stóru mál­anna þessa vik­una. Í þætt­in­um ræða þeir það of­beldi sem get­ur fylgt póli­tískri um­ræðu, hvort sem í net­heimi eða raun­heimi.

Í Stóru málunum þessa vikuna verður rætt það ofbeldi sem getur fylgt pólitískri umræðu, hvort sem í netheimi eða raunheimi. Bjartmar og Valur fengu til sín þá Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR og Helga Gunnlaugsson, afbrotafræðing og prófessor við félagsfræðideild Háskóla Íslands, til að ræða málið. Mikil umræða skapaðist, þegar skotið var bíl Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra Reykjavíkurborgar, um þá hörðu pólitísku umræðu sem á sér stað í íslensku samfélagi. 

Helgi Gunnlaugsson segir að sé valdaöflum í samfélaginu ógnað, þá sé iðulega brugðist við að hörku. Sú harka geti bæði verið dulin og opin. Hörkunni sé beitt jafnt gegn einstaklingur eða hópum sem ögra þeim sem hafa völdin. 

„Það sem Ragnar er að koma inn á varðandi valdaöflin í samfélaginu og ef þeim er ógnað á einhvern hátt þá er iðulega brugðist við af hörku. Það getur verið dulið, það getur líka verið opið. Þetta höfum við séð á öllum tímum og þetta er ein myndin af því. Þegar það koma fram einstaklingar, jafnvel hópar sem, sem eru að einhverju leiti að ögra eða ógna valdaöflunum þá er farið af stað. Það getur verið ófrægingarherferð eða eitthvað annað. Það þarf að taka þessa umræðu í samfélaginu okkar þar sem hún birtist með margvíslegum hætti.“

Helgi segir að umræðan á Íslandi sé almennt kurteis en að inn á milli gangi menn of langt.

„Það er alltaf inn á milli þar sem menn ganga dálítið langt og verða hatursfullir. Það getur verið hættulegt þegar það fer á vettvang, þá taka margir þessu alvarlega, eins og einstaklingar sem geta verið viðkvæmir. Kannski erum við að sjá dæmi um það í dag að einhverju leiti, að menn fari að framkvæma einhverjar hótanir. En ég held að umræðan almennt sé hófstillt, en það eru tilbrigði sem magnast upp við ákveðnar þjóðfélagslegar kringumstæður, eins og hrunið eða Covid, eða einhver áföll sem samfélagið verður fyrir, þá verður þetta oft árásargjarnara og þá vakna upp ákveðnir einstaklingar, sem eru jafnvel illir, með hótanir og fleira. Þetta er tengt með einhverjum hætti, en ekki alltaf beint.“  

Þáttinn í heild sinni má sjá hér að ofan. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
2
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
3
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.
Bráðafjölskylda á vaktinni
6
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
3
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár