Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Helgi segir að sé valdaöflum ógnað þá sé brugðist við af hörku

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur VR og Helgi Gunn­laugs­son, pró­fess­or við fé­lags­fræði­deild Há­skóla Ís­lands, eru gest­ir Stóru mál­anna þessa vik­una. Í þætt­in­um ræða þeir það of­beldi sem get­ur fylgt póli­tískri um­ræðu, hvort sem í net­heimi eða raun­heimi.

Í Stóru málunum þessa vikuna verður rætt það ofbeldi sem getur fylgt pólitískri umræðu, hvort sem í netheimi eða raunheimi. Bjartmar og Valur fengu til sín þá Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR og Helga Gunnlaugsson, afbrotafræðing og prófessor við félagsfræðideild Háskóla Íslands, til að ræða málið. Mikil umræða skapaðist, þegar skotið var bíl Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra Reykjavíkurborgar, um þá hörðu pólitísku umræðu sem á sér stað í íslensku samfélagi. 

Helgi Gunnlaugsson segir að sé valdaöflum í samfélaginu ógnað, þá sé iðulega brugðist við að hörku. Sú harka geti bæði verið dulin og opin. Hörkunni sé beitt jafnt gegn einstaklingur eða hópum sem ögra þeim sem hafa völdin. 

„Það sem Ragnar er að koma inn á varðandi valdaöflin í samfélaginu og ef þeim er ógnað á einhvern hátt þá er iðulega brugðist við af hörku. Það getur verið dulið, það getur líka verið opið. Þetta höfum við séð á öllum tímum og þetta er ein myndin af því. Þegar það koma fram einstaklingar, jafnvel hópar sem, sem eru að einhverju leiti að ögra eða ógna valdaöflunum þá er farið af stað. Það getur verið ófrægingarherferð eða eitthvað annað. Það þarf að taka þessa umræðu í samfélaginu okkar þar sem hún birtist með margvíslegum hætti.“

Helgi segir að umræðan á Íslandi sé almennt kurteis en að inn á milli gangi menn of langt.

„Það er alltaf inn á milli þar sem menn ganga dálítið langt og verða hatursfullir. Það getur verið hættulegt þegar það fer á vettvang, þá taka margir þessu alvarlega, eins og einstaklingar sem geta verið viðkvæmir. Kannski erum við að sjá dæmi um það í dag að einhverju leiti, að menn fari að framkvæma einhverjar hótanir. En ég held að umræðan almennt sé hófstillt, en það eru tilbrigði sem magnast upp við ákveðnar þjóðfélagslegar kringumstæður, eins og hrunið eða Covid, eða einhver áföll sem samfélagið verður fyrir, þá verður þetta oft árásargjarnara og þá vakna upp ákveðnir einstaklingar, sem eru jafnvel illir, með hótanir og fleira. Þetta er tengt með einhverjum hætti, en ekki alltaf beint.“  

Þáttinn í heild sinni má sjá hér að ofan. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.
Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
3
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var krabbamein í sýninu?
3
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
4
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár