Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ragnari Þór hefur verið ítrekað hótað: „Það voru dagsettar aftökur á mig persónulega“

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur VR og Helgi Gunn­laugs­son, pró­fess­or við fé­lags­fræði­deild Há­skóla Ís­lands, eru gest­ir Stóru mál­anna þessa vik­una. Í þætt­in­um ræða þeir það of­beldi sem get­ur fylgt póli­tískri um­ræðu, hvort sem í net­heimi eða raun­heimi.

Í Stóru málunum þessa vikuna verður rætt það ofbeldi sem getur fylgt pólitískri umræðu, hvort sem í netheimi eða raunheimi. Bjartmar og Valur fengu til sín þá Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR og Helga Gunnlaugsson, afbrotafræðing og prófessor við félagsfræðideild Háskóla Íslands, til að ræða málið. Mikil umræða skapaðist, þegar skotið var bíl Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra Reykjavíkurborgar, um þá hörðu pólitísku umræðu sem á sér stað í íslensku samfélagi. 

Ragnar Þór segir að honum hafi verið ítrekað hótað, bæði í bréfum, tölvupósti og símtölum. Í eitt skiptið fékk hann sent til sín bréf þar sem honum voru sendar nákvæmar dagsetningar hvenær ætti að taka hann af lífi.

„Það ofbeldi sem kom inn á okkar heimili og þær hótanir, voru mjög alvarlegar. Það var mjög vanstilltur einstaklingur sem við ályktuðum svo að hann væri að taka út úr mjög harðri orðræðu sem hefði átt sér stað í aðdraganda lífskjarasamninganna. Hann notaði orð í bréfum, sem komu úr umræðunni, sem hann kom með á heimilið okkar. Ég get sagt ykkur það að það voru dagsettar aftökur á mig persónulega í bréfinu sem við fengum. Fyrst var þetta póstlagt, en síðar var einstaklingurinn farinn að koma með þau í eigin persónu að heimilinu mínu, þá létum við fagaðila í málið. Þetta var mjög veikur einstaklingur og lögreglan tók á þessu og hann fær væntanlega viðeigandi hjálp og aðstoð.“

Þáttinn í heild sinni má sjá hér að ofan. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár