„Hver slær svona máli upp á forsíðu með svona fyrirsögn vitandi það að heimildir eru mjög veikar?“ spyr Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sem var sakaður um lögbrot á forsíðu Fréttablaðsins í vikunni, án þess að heimildir stæðu undir því.
Ragnar Þór hefur í gegnum tíðina verið gagnrýninn á Helga Magnússon, núverandi eiganda Fréttablaðsins og fyrrverandi formann stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Gagnrýni Ragnars Þórs hefur meðal annars beinst að því sértæka atriði að Helgi hafi sem einkafjárfestir átt hagsmuna að gæta í sömu fyrirtækjum og Lífeyrissjóður verslunarmanna fjárfesti í þegar hann leiddi stjórn lífeyrissjóðsins. Þá hefur hann einnig gagnrýnt einstaka fjárfestingar Lífeyrissjóðs verslunarmanna í stjórnarformannstíð Helga, eins og til dæmis í kísilverksmiðju Silicor Materials sem til stóð að risi í Hvalfirði.
Þessi gagnrýni Ragnars er hluti af þeirri almennu gagnrýni hans að fjárfestingar lífeyrissjóðanna stjórnist of mikið af mögulegum einkahagsmunum fjárfesta og atvinnurekenda, eins og Helga, en ekki af hagsmunum sjóðsfélaga …
Athugasemdir