Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ragnar Þór segir Fréttablaðið í herferð vegna verkalýðsbaráttu og gagnrýni á eigandann

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formað­ur VR, var gest­kom­andi á bæ á Suð­ur­landi þar sem ætt­ingj­ar hans höfðu lagt net í sjó­birt­ingsá á Suð­ur­landi. Hann seg­ir að um­fjöll­un Frétta­blaðs­ins um mál­ið und­ir­striki þá her­ferð sem blað­ið er í. Helgi Magnús­son, fjár­fest­ir og eig­andi Frétta­blaðs­ins**, vill ekki svara spurn­ing­um um mál­ið.

Ragnar Þór segir Fréttablaðið í herferð vegna verkalýðsbaráttu og gagnrýni á eigandann
Talar um herferð gegn verkalýðshreyfingunni Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir Fréttablaðið vera í herferð gegn verkalýðshreyfingunni. Hann sést hér með Sólveigu Jónsdóttur, formanni Eflingar, sem Fréttablaðið hefur einnig oftsinnis fjallað um. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Hver slær svona máli upp á forsíðu með svona fyrirsögn vitandi það að heimildir eru mjög veikar?“ spyr Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sem var sakaður um lögbrot á forsíðu Fréttablaðsins í vikunni, án þess að heimildir stæðu undir því. 

Ragnar Þór hefur í gegnum tíðina verið gagnrýninn á Helga Magnússon, núverandi eiganda Fréttablaðsins og fyrrverandi formann stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Gagnrýni Ragnars Þórs hefur meðal annars beinst að því sértæka atriði að Helgi hafi sem einkafjárfestir átt hagsmuna að gæta í sömu fyrirtækjum og Lífeyrissjóður verslunarmanna fjárfesti í þegar hann leiddi stjórn lífeyrissjóðsins. Þá hefur hann einnig gagnrýnt einstaka fjárfestingar Lífeyrissjóðs verslunarmanna í stjórnarformannstíð Helga, eins og til dæmis í kísilverksmiðju Silicor Materials sem til stóð að risi í Hvalfirði.

Þessi gagnrýni Ragnars er hluti af þeirri almennu gagnrýni hans að fjárfestingar lífeyrissjóðanna stjórnist of mikið af mögulegum  einkahagsmunum fjárfesta og atvinnurekenda, eins og Helga, en ekki af hagsmunum sjóðsfélaga …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár