Landeigandi segir að Ragnar hafi ekki lagt nein net

Lög­regl­an á Suð­ur­landi stað­fest­ir að Ragn­ar sé hvorki ger­andi né vitni í mál­inu.

Landeigandi segir að Ragnar hafi ekki lagt nein net
Vill fá afsökunarbeiðni Ragnar vill að Fréttablaðið dragi fréttina til baka og biðji sig afsökunar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Á forsíðu Fréttablaðsins í morgun var haldið því fram að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi tekið þátt í veiðiþjófnaði í ánni Holtsá með því að leggja net í ána. Þá kemur einnig fram í fréttinni að þrír menn hafi verið kærðir til lögreglu og að Ragnar sé einn af þeim.

Stundin hefur undir höndum tölvupóst frá lögreglunni á Suðurlandi þar sem hún staðfestir að Ragnar sé hvorki skráður sem sakborningur né sem vitni í málinu.

„Samkvæmt gögnum málsins, er varðar meintan veiðiþjófnað og/eða ólöglega netaveiði í Holtsá, þá get ég staðfest, Ragnar Þór, að þú ert hvorki skráður sem sakborningur né vitni í tengslum við þetta mál,“ segir í tölvupóstinum sem R. Brynja Sverrisdóttir, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi sendi frá sér vegna málsins.

Landeigandi staðfestir að Ragnar hafi ekki tekið þátt að leggja netin

Stundin hafði samband við eiginmann landeigandans í Holt 1, Gunnar Guðmundsson, en hann er einn af þeim sem stóð að umræddri netalagningu. Segir hann að Ragnar Þór hafi ekki komið nálægt lagningu netanna. „Hann kom ekki nálægt þessu, hann kom þarna daginn eftir að við vorum búnir að leggja netin.“

„Þetta eru mjög furðuleg vinnubrögð hjá Fréttablaðinu“
Ragnar Þór Ingólfsson

Ragnar Þór segir í samtali við Stundina að hann hafi verið gestkomandi á svæðinu en harðneitar fyrir það að hafa tekið þátt í að leggja netin. „Það er alveg á hreinu að ég kom ekki nálægt þessari netalagningu. Þetta staðfestir ekki bara landeigandinn, heldur einnig lögreglan sem tók málið til rannsóknar. Þetta eru mjög furðuleg vinnubrögð hjá Fréttablaðinu.“

Krefst þess að fréttin verði dregin til baka og Ragnar beðinn afsökunar

Lögmaður Ragnars Þórs sendi Torgi ehf., útgefanda Fréttablaðsins, bréf þar sem krafist er að fréttin verði dregin til baka og Ragnar Þór verði beðinn afsökunar á fréttaflutningnum. Í bréfinu er farið yfir forsíðufrétt Fréttablaðsins og gerðar athugasemdir við hana. Meðal annars er bent á að upplýsingar lögreglu hafi verið til staðar um málið. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár