Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Vilja að Ásmundur Einar skipi rannsóknarnefnd um starfsemi Laugalands

Ell­efu nafn­greind­ar kon­ur sem lýsa of­beldi sem þær urðu fyr­ir á Laugalandi hafa skrif­að Ásmundi Ein­ari Daða­syni fé­lags­mála­ráð­herra bréf þar sem þær fara fram á rann­sókn á starf­sem­inni á Laugalandi. „Það hefði ver­ið hægt að koma í veg fyr­ir of­beld­ið sem við­gekkst á Laugalandi“.

Vilja að Ásmundur Einar skipi rannsóknarnefnd um starfsemi Laugalands
Vilja að rannsóknarnefnd verði skipuð „Við upplifum að á okkur hafi ekki verið hlustað og stígum því fram í dag í þeirri von að nú verði starfsemin rannsökuð, mistök verði viðurkennd og við beðnar afsökunar,“ segir í bréfi kvennana til félagsmálaráðherra.

Ellefu konur sem dvöldu á Laugalandi á árunum 1997 til 2007 hafa sent Ásmundi Einari Daðasyni félagsmálaráðherra bréf þar sem þær óska eftir því að hann skipi rannsóknarnefnd til að kanna starfsemi Laugalands í tíð Ingjalds Arnþórssonar sem forstöðumanns. Ásmundur hefur svarað konunum og boðið þeim að funda með hópnum bráðlega.

Í síðasta tölublaði Stundarinnar stigu sex konur fram og lýstu upplifun sinni af harðræði og ofbeldi, andlegu og líkamlegu, sem þær segja Ingjald hafa beitt þær meðan þær voru vistaðar á meðferðarheimilinu Laugalandi, áður Varpholti. Gögn sýna að Barnaverndarstofu fékk tilkynningu um illa meðferð á stúlku sem þar dvaldi fyrst árið 2000.

„Könnuðust þau við að hafa heyrt flest af því sem þar kom fram“
Úr minnisblaði umboðsmanns barna

Árið 2001 kvörtuðu fleiri stúlkur til umboðsmanns barna, sem brást við með því að boða þrjár stúlknanna á sinn fund þar sem þær lýstu dvöl sinni og meðferðinni á Laugalandi. Umboðsmaður fundaði í kjölfarið með forstöðumanni Stuðla og fleiri starfsmönnum þar sem farið var yfir ábendingarnar. segir í minnisblaði umboðsmanns barna um fundinn. Í sama minnisblaði segir að ábendingar um Laugaland hafi borist úr fleiri áttum, frá stúlkum sem þar hafi dvalið og einnig frá foreldrum nokkurra stúlkna. Niðurstaða fundarins var að haft yrði samband við Barnaverndarstofu og eitthvað yrði gert varðandi ástandið á Laugalandi.

Í maí árið 2002 sendi umboðsmaður barna Barnaverndarstofu erindi þar sem farið var fram á að kannað yrði hvað hæft væri í ábendingum um að rekstraraðilar Laugalands hefðu brotið gegn barnaverndarlögum og gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Barnaverndarstofa svaraði erindinu tveimur mánuðum síðar og vísaði þar til þess að tvær kannanir hefðu verið gerðar meðal þeirra stúlkna sem dvöldu á Laugalandi, um líðan þeirra þar. Báðar þær kannanir sem vísað var til voru gerðar áður en erindi umboðsmanns barna var sent. Ekki hafa komið fram gögn um að annað hafi verið aðhafst og hélt Ingjaldur rekstri Laugalands áfram ótruflað til ársins 2007.

Ráðherra hyggst funda með konunum

Konurnar ellefu sem skrifa undir bréfið til Ásmundar Einars koma fram fyrir hönd fyrrverandi skjólstæðinga Laugalands en tiltekið er að konurnar séu fleiri, sem kjósa nafnleynd að sinni. Þær skýra út í bréfinu að þær hafi lýst andlegu og líkamlegu ofbeldi sem þær upplifðu á Laugalandi, tilraunum sínum til að upplýsa Barnaverndarstofu þar um, en án árangurs, ekki hafi verið brugðist við kvörtunum þeirra.

„Það er eindregin ósk okkar að rannsóknarnefnd verði stofnuð og starfsemi Laugalands fram til 2007 verði ítarlega könnuð“
Úr bréfi kvennanna til félagsmálaráðherra

„Það er eindregin ósk okkar að rannsóknarnefnd verði stofnuð og starfsemi Laugalands fram til 2007 verði ítarlega könnuð, svo fram komi hvað þar átti sér stað, hvernig það viðgekkst og hvað fór úrskeiðis þegar kvartanir bárust og kallað á eftirlit.

Miðað við þau gögn sem við höfum fengið, t.d. frá umboðsmanni barna, ber ekki á öðru en að málið hafi ekki verið athugað á sínum tíma. Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir ofbeldið sem viðgekkst á Laugalandi en þess í stað var ekki brugðist við og fleiri skjólstæðingar sendir þangað sem síðar upplifðu það sama. Við upplifum að á okkur hafi ekki verið hlustað og stígum því fram í dag í þeirri von að nú verði starfsemin rannsökuð, mistök verði viðurkennd og við beðnar afsökunar,“ segir í bréfi kvennana. Þá óska þær eftir því að fá fund með ráðherra.

Í morgun fengu konurnar svar frá aðstoðarmanni Ásmundar Einars þess efnis að hann vildi gjarnan hitta þær bráðlega og hlusta á þeirra sjónarmið. Áður hafði staðið til að Ásmundur fundaði með einni konu sem var vistuð á Laugalandi en í ljósi beiðni kvennana ellefu þá leggur ráðherra til að funda með öllum þeim konum sem það vilja á hópfundi.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Varnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt ofbeldið viðurkennt
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt of­beld­ið við­ur­kennt

Kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi eru ósátt­ar við þá nið­ur­stöðu að ekki séu vís­bend­ing­ar um að þar hafi ver­ið beitt al­var­legu eða kerf­is­bundnu lík­am­legu of­beldi. Vitn­is­burð­ur á þriðja tug kvenna um að svo hafi ver­ið sé að engu hafð­ur í skýrslu um rekst­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins.
Stelpurnar af Laugalandi skila skömminni
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stelp­urn­ar af Laugalandi skila skömm­inni

65 börn voru vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu í Varp­holti og á Laugalandi á ár­un­um 1997 til 2007. Þar voru þau beitt kerf­is­bundnu and­legu of­beldi auk þess sem fjöldi þeirra lýs­ir því að hafa ver­ið beitt lík­am­legu of­beldi. Sex­tán kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu stíga nú fram og skila skömm­inni þang­að sem hún á heima, til for­stöðu­hjóna heim­il­is­ins á þess­um tíma, starfs­fólks og barna­vernd­ar­yf­ir­valda sem brugð­ust þeim.
Skýrslan um Laugaland: Stúlkurnar voru beittar kerfisbundnu og alvarlegu andlegu ofbeldi
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Skýrsl­an um Lauga­land: Stúlk­urn­ar voru beitt­ar kerf­is­bundnu og al­var­legu and­legu of­beldi

Nið­ur­staða skýrslu Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un­ar vel­ferð­ar­mála slær því föstu að stúlk­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu hafi ver­ið beitt­ar and­legu of­beldi. Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem rætt var við lýsti því að hafa ver­ið beitt­ar lík­am­legu of­beldi og fjöldi til við­bót­ar stað­festi að hafa orð­ið vitni að slíku. Barna­vernd­ar­stofa brást hlut­verki sínu.
„Þetta er áframhaldandi ofbeldi“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

„Þetta er áfram­hald­andi of­beldi“

Kona sem vist­uð var á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og ber að hafa ver­ið beitt of­beldi af Ingj­aldi Arn­þórs­syni, for­stöðu­manni þar, seg­ir vinnu­brögð nefnd­ar sem rann­saka á heim­il­ið fyr­ir neð­an all­ar hell­ur. Aldrei hafi ver­ið haft sam­band við hana til að upp­lýsa um gang mála eða kanna líð­an henn­ar. „Mér finnst að það hefði átt að út­vega okk­ur sál­fræði­þjón­ustu,“ seg­ir Anna María Ing­veld­ur Lar­sen. Hún hef­ur misst alla trú á rann­sókn­inni.

Mest lesið

„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
1
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
2
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
3
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
5
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
6
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
8
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
9
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár