Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Barnaverndarstofa fer yfir mál kvennana sem dvöldu á Laugalandi

Heiða Björg Pálma­dótt­ir, for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu, seg­ir að far­ið verði yf­ir mál­efni með­ferð­ar­heim­il­is­ins að Laugalandi, áð­ur í Varp­holti, hjá stofn­un­inni í ljósi um­fjöll­un­ar Stund­ar­inn­ar um meint harð­ræði og of­beldi gegn stúlk­um sem þar voru vist­að­ar á ár­un­um 1997 til 2007. Heiða Björg seg­ir einnig að hún sé boð­in og bú­in að funda með þeim kon­um sem lýst hafa of­beld­inu sem þær hafi orð­ið fyr­ir á heim­il­inu, standi vilji þeirra til þess.

Barnaverndarstofa fer yfir mál kvennana sem dvöldu á Laugalandi
Er tilbúin að funda með konunum Heiða Björg segir að hún sé boðin og búin að hitta konurnar, standi vilji þeirra til þess. Mynd: Heiða Helgadóttir

Eins og greint er frá í nýju tölublaði Stundarinnar lýsir fjöldi kvenna því að þær hafi sætt andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu Ingjaldar Arnþórssonar, forstöðumanns meðferðarheimilisins í Varpholti og síðar að Laugalandi, meðan þær dvöldu þar. Barnaverndarstofa fékk þegar árið 2000 ábendingar um að ekki væri allt sem skyldi í rekstri meðferðarheimilisins og árið 2001 barst umboðsmanni barna fjöldi ábendinga um ofbeldi og ofríki Ingjalds. Barnaverndarstofa sá ekki tilefni til að hafast að í málinu og Ingjaldur stýrði meðferðarheimilinu að Laugalandi áfram til ársins 2007.

Í grein í DV árið 2007 lýsti Bragi Guðbrandsson, þáverandi forstjóri Barnaverndarstofu, því yfir að Ingjaldur nyti fulls trausts. Tilefnið voru skrif blaðsins um bæði einkahagi Ingjalds en einnig ásakanir um harðræði á meðferðarheimilinu. Í greininni segir Bragi Barnaverndarstofu fordæma umfjöllunina, hún sé rakalaus og byggð á ósannindum. Barnaverndarstofa hafi kannað sannleiksgildi staðhæfinga um líkamlegt ofbeldi að Laugalandi og „vísar þeim á bug sem rakalausum“

„Ég vil byrja á því að hrósa þessum konum sem þarna stíga fram“

Heiða Björg Pálmadóttir, núverandi forstjóri Barnaverndarstofu, segir að Barnaverndarstofa muni fara yfir þau gögn sem séu til hjá stofnuninni um rekstur meðferðarheimilisins í tíð Ingjaldar sem forstöðumanns. „Ég vil byrja á því að hrósa þessum konum sem þarna stíga fram, af því ég veit að það er erfitt að stíga fram og segja frá svona reynslu. Umræða um svona mál er gríðarlega mikilvæg þannig að það er mikilvægt skref sem þær hafa stigið.“

29 prósent lýstu ofbeldi af hálfu starfsmanna

Árið 2012 var gefin út rannsóknarskýrsla sem unnin var fyrir Barnaverndarstofu á afdrifum barna sem höfðu dvalið á meðferðarheimilum Barnaverndarstofu á árunum 2000 til 2007. Í henni kemur meðal annars fram, í niðurstöðukafla, að yfirleitt hafi lítið ofbeldi verið inni á meðferðarheimilum og sumt ofbeldi sem ungmenni sögðust hafa orðið fyrir afhendi starfsmanns „var talið hluti af því að stoppa ósæskilega hegðun barns.“ Í þeim tilfellum sem greint var frá ofbeldi var það bundið við ákveðin heimili.

Í skýrslunni kemur fram að 14 prósent allra barna sem dvöldu á meðferðarheimlum kváðust hafa orðið fyrir ofbeldi, andlegu eða líkamlegu, af hálfu starfsmanns eða starfsmanna. Hlutfallið er enn hærra, 29 prósent, meðal barna sem dvöldu á langtímameðferðarheimilum Barnaverndarstofu, líkt og á Laugalandi. Mjög mismunandi var þó eftir því á hvaða meðferðarheimili börnin dvöldu hvort þau greindu frá ofbeldi af hálfu starfsmanns en í skýrslunni eru þær breytur ekki sundurliðaðar að fullu. Þó er nefnt að hlutfallið hafi verið á bilinu 13 til 50 prósent á þeim heimilum sem um ræðir og var Laugaland eitt þeirra. Þá kemur einnig fram að 29 prósent þeirra barna sem kváðust hafa orðið fyrir ofbeldi sögðu engum frá því á meðan að þau voru á meðferðarheimilinu.

Heiða Björg segir að sú skýrsla hafi síðan verið notuð til að bæta meðferðarstarf Barnaverndarstofu. „Ákveðið hlutfall lýsti einhvers konar vanvirðandi meðferð, illri meðferð og ofbeldi. Það voru settar fram tillögur í þessari skýrslu um hvernig ætti að gera betur og hún hefur verið notuð til að bæta starfsemi meðferðarheimila og gera betur. Þetta voru allt rekstraraðilar sem voru hættir þegar skýrslan kom út þannig að það var svo sem ekki tilefni til beinna viðbragða gegn rekstraraðilum. En vegna þess hversu hátt hlutfall fólks lýsti einhvers konar óæskilegri hegðun þá fengu allir þeir sem gafst kostur að taka þátt í rannsókninni bréf þar sem þeim var boðið að koma í viðtal hjá sérfræðingi sem Barnaverndarstofa réði til verksins, til að lýsa sinni upplifun. Þessi viðtöl fóru fram og hafa verið notuð til að bæta meðferðarstarf.“

Ekki gerð frekari rannsókn á starfsemi meðferðarheimilanna

Gaf þessi skýrsla ekki tilefni til þess að Barnaverndarstofu hæfi rannsókn á starfsemi neinna þessara meðferðarheimila?

„Við þurfum að horfa á að þessi skýrsla var fyrst og fremst notuð til að bæta meðferðarstarfsemi til framtíðar, tilgangurinn var að læra af reynslunni og gera betur. Svo held ég að af því að allir þeir rekstraraðilar sem skýrslan laut að höfðu hætt rekstri hafi þetta ekki gefið tilefni til neinnar beinnar eftirfylgni. Ég geri ráð fyrir að við hefðu ráðist í rannsóknir á starfseminni ef einhverjir viðkomandi rekstraraðilar hefðu ennþá verið starfandi.“

Var það þá ekki svo að slíkar upplýsingar kæmu fram í frásögnum þessara barna að ástæða væri talin til að kanna sérstaklega hvort þau hefðu orðið fyrir ofbeldi eða harðræði á meðan á dvölinni stóð?

„Ég get eiginlega ekki svarað þessari spurningu vegna þess að ég stjórnaði ekki þessari stofnun þá. Að minnsta kosti töldum við ástæðu til að fá þessar frásagnir fram. Við höfum verið að bregðast miklu harðar við á seinni árum þegar upp koma mál sem kalla á skoðun. Þegar við horfum á síðastliðin tíu ár hafa öðru hvoru komið upp mál sem hafa ekki þótt í lagi. Þá hefur verið tekið mjög fast á þeim, þau afgreidd og stundum hefur það leitt til lokunar meðferðarheimila.“

Nú þegar þessar frásagnir kvennanna sem dvöldu á Laugalandi eru komnar fram í dagsljósið, ásamt ýmsum öðrum gögnum. Hvaða skref mun, eða á, Barnaverndarstofa að stíga í því samhengi?

„Ég er nú talsmanneskja þess að fólk rannsaki ekki sjálft sig. Það kemur fram hjá ykkur að félagsmálaráðherra ætli sér að skoða hvað eigi að gera í málinu. Ráðuneytið er samkvæmt lögum okkar eftirlitsaðili. Við munum fagna einhvers konar skoðun á málunum, gögnunum, ég held að það sé alltaf af hinu góða.“

Finnst þér ástæða til þess að bjóða þessum konum til fundar við þig, til að ræða við þær um þeirra upplifun?

„Að sjálfsögðu værum við tilbúin í það, ef að vilji væri fyrir hendi til þess. Við skorumst ekki undan því, það er alveg ljóst.“

Vill ekki fullyrða um hvort mistök hafi verið gerð

Telur þú að forveri þinn í starfi, eða Barnaverndarstofa, hafi gert mistök í þessu máli?

„Ég ætla ekkert að fullyrða um það en við munum náttúrulega skoða hvort viðbrögðin voru eðlileg og læra af því sem hægt er að læra af.“

„Að sjálfsögðu finnst mér eðlilegt að þegar að svona umfjöllun kemur fram þá fari maður yfir þau gögn sem eru til“

Þið munuð sem sagt fara yfir þessi mál og skoða þau gögn sem til eru hjá stofnuninni um rekstur þessa meðferðarheimilis, í Varplandi og á Laugalandi?

„Já, að sjálfsögðu finnst mér eðlilegt að þegar að svona umfjöllun kemur fram þá fari maður yfir þau gögn sem eru til og reyni að draga einhvern lærdóm af því. Það verður að líta til þess að þetta er töluvert gamalt. Við vitum að það hefur mjög margt breyst í meðferðarmálum síðan þetta var, sem betur fer, og líka í mannréttindum barna. Við verðum að líta á það þannig að við séum sem betur fer að horfa á gamlan raunveruleika en ekki stöðuna eins og hún er í dag. Engu að síður er mjög mikilvægt þegar svona upplýsingar koma fram, sama hversu gamlar þær eru, að við drögum lærdóm af þeim og lofum að gera betur í framtíðinni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Varnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt ofbeldið viðurkennt
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt of­beld­ið við­ur­kennt

Kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi eru ósátt­ar við þá nið­ur­stöðu að ekki séu vís­bend­ing­ar um að þar hafi ver­ið beitt al­var­legu eða kerf­is­bundnu lík­am­legu of­beldi. Vitn­is­burð­ur á þriðja tug kvenna um að svo hafi ver­ið sé að engu hafð­ur í skýrslu um rekst­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins.
Stelpurnar af Laugalandi skila skömminni
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stelp­urn­ar af Laugalandi skila skömm­inni

65 börn voru vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu í Varp­holti og á Laugalandi á ár­un­um 1997 til 2007. Þar voru þau beitt kerf­is­bundnu and­legu of­beldi auk þess sem fjöldi þeirra lýs­ir því að hafa ver­ið beitt lík­am­legu of­beldi. Sex­tán kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu stíga nú fram og skila skömm­inni þang­að sem hún á heima, til for­stöðu­hjóna heim­il­is­ins á þess­um tíma, starfs­fólks og barna­vernd­ar­yf­ir­valda sem brugð­ust þeim.
Skýrslan um Laugaland: Stúlkurnar voru beittar kerfisbundnu og alvarlegu andlegu ofbeldi
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Skýrsl­an um Lauga­land: Stúlk­urn­ar voru beitt­ar kerf­is­bundnu og al­var­legu and­legu of­beldi

Nið­ur­staða skýrslu Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un­ar vel­ferð­ar­mála slær því föstu að stúlk­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu hafi ver­ið beitt­ar and­legu of­beldi. Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem rætt var við lýsti því að hafa ver­ið beitt­ar lík­am­legu of­beldi og fjöldi til við­bót­ar stað­festi að hafa orð­ið vitni að slíku. Barna­vernd­ar­stofa brást hlut­verki sínu.
„Þetta er áframhaldandi ofbeldi“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

„Þetta er áfram­hald­andi of­beldi“

Kona sem vist­uð var á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og ber að hafa ver­ið beitt of­beldi af Ingj­aldi Arn­þórs­syni, for­stöðu­manni þar, seg­ir vinnu­brögð nefnd­ar sem rann­saka á heim­il­ið fyr­ir neð­an all­ar hell­ur. Aldrei hafi ver­ið haft sam­band við hana til að upp­lýsa um gang mála eða kanna líð­an henn­ar. „Mér finnst að það hefði átt að út­vega okk­ur sál­fræði­þjón­ustu,“ seg­ir Anna María Ing­veld­ur Lar­sen. Hún hef­ur misst alla trú á rann­sókn­inni.

Mest lesið

„Spilltur gjörningur“ að semja um afgreiðslu hvalveiðileyfis fyrir fram
3
Fréttir

„Spillt­ur gjörn­ing­ur“ að semja um af­greiðslu hval­veiði­leyf­is fyr­ir fram

Hauk­ur Arn­þórs­son stjórn­sýslu­fræð­ing­ur tel­ur það spillt­an gjörn­ing sem varði við stjórn­sýslu­lög hafi ver­ið sam­ið um stjórn­sýslu­ákvörð­un um veit­ingu hval­veiði­leyf­is fyr­ir fram. Hann tel­ur að ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins muni ekki geta veitt hval­veiði­leyfi fyr­ir kosn­ing­arn­ar 30. nóv­em­ber.
„Þú ert hluti vandamálsins, gaur“
5
Viðtal

„Þú ert hluti vanda­máls­ins, gaur“

Mynd­in Stúlk­an með nál­ina er nú sýnd í Bíó Para­dís og er til­nefnd til Evr­ópsku kvik­mynda­verð­laun­anna. Laus­lega byggð á raun­veru­leik­an­um seg­ir hún sögu Karol­ine (leik­inni af Car­men Sonne), verk­smiðju­stúlku í harðri lífs­bar­áttu við hrun fyrri heims­styrj­ald­ar­inn­ar. At­vinnu­laus og barns­haf­andi hitt­ir hún Dag­mar sem að­stoð­ar kon­ur við að finna fóst­urstað fyr­ir börn. En barn­anna bíða önn­ur ör­lög. Danska stór­leik­kon­an Trine Dyr­holm leik­ur Dag­mar og var til í við­tal.
Borgar helmingi meira fyrir matvörur hér en í Japan
6
FréttirUm hvað er kosið?

Borg­ar helm­ingi meira fyr­ir mat­vör­ur hér en í Jap­an

Stefán Þór Þor­geirs­son, leik­ari og hlað­varps­stjórn­andi, og eig­in­kona hans, Sher­ine Otomo Bou­hafs inn­an­húss­hönn­uð­ur fluttu ný­ver­ið með árs­göml­um syni sín­um til lands­ins eft­ir að hafa bú­ið í tvö ár í Jap­an. Stefán seg­ir að verð mat­ar­körf­unn­ar hafi breyst mik­ið frá því hann flutti út ár­ið 2022, sér­stak­lega verð á ávöxt­um og græn­meti. Mat­arkarf­an sé helm­ingi ódýr­ari í Jap­an.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár