Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Dæmdur í 16 ára fangelsi

Arturas Leimontas var rétt í þessu dæmd­ur í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur í sex­tán ára fang­elsi fyr­ir mann­dráp.

Dæmdur í 16 ára fangelsi

Arturas Leimontas var rétt í þessu dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir manndráp. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. 

Arturas var dæmdur fyrir að hafa hrint öðrum manni fram af svölum í Úlfársdal í desember 2019 með þeim afleiðingum að maðurinn lést. 

Þegar lögregla kom á vettvang þann 8. desember árið 2019 lá brotaþoli stórslasaður og meðvitundarlaus fyrir neðan svalirnar sem honum hafði verið hrint af. Þá var hann fluttur á sjúkrahús en skömmu síðar úrskurðaður látinn. 

Lögreglumenn fóru þá inn í húsið og hittu þar Arturas sem var mjög ölvaður og með nýlega áverka. Skömmu eftir það brutu lögreglumenn sér leið inn í íbúð hans og handtóku þar fjóra aðila ásamt honum. 

Við skýrslutöku hafði komið fram að mikil ólæti og rifrildi höfðu heyrst frá íbúðinni skömmu áður en brotaþoli féll niður af svölunum. Arturas og brotarþoli höfðu þá verið að rífast inn í íbúðinni þar sem Arturas hafði löðrungað brotaþola áður en þeir færðu rifrildið út á svalir. 

Skömmu síðar heyrðu vitni öskur og skell og eitt vitnanna sá Arturas standa einan eftir á svölunum. 

Réttarmeinarfræðingur taldi slys ólíklegt

Við rannsókn málsins sviðsetti lögregla vettvanginn að viðstaddri lögreglu, prófessor í vélaverkfræði, réttameinarfræðingi og verjanda kærða. Átta sinnum létu þeir brúðu í líki mannsins sem lést falla með ýmsum aðferðum úr sömu hæð og yfir jafn hátt handrið og svalirnar á umræddri íbúð til þess að leiða í ljós hvort að maðurinn hefði getað dottið niður svalirnar.

Niðurstöður réttameinafræðings leiddu í ljós að ólíklegt hafi verið að um slys hafi verið að ræða. Annað hvort hafi maðurinn hoppað fram af svölunum eða annar aðili hefði komið að máli. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

Síðasta tilraun Ingu Sæland
1
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár