Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Dæmdur í 16 ára fangelsi

Arturas Leimontas var rétt í þessu dæmd­ur í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur í sex­tán ára fang­elsi fyr­ir mann­dráp.

Dæmdur í 16 ára fangelsi

Arturas Leimontas var rétt í þessu dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir manndráp. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. 

Arturas var dæmdur fyrir að hafa hrint öðrum manni fram af svölum í Úlfársdal í desember 2019 með þeim afleiðingum að maðurinn lést. 

Þegar lögregla kom á vettvang þann 8. desember árið 2019 lá brotaþoli stórslasaður og meðvitundarlaus fyrir neðan svalirnar sem honum hafði verið hrint af. Þá var hann fluttur á sjúkrahús en skömmu síðar úrskurðaður látinn. 

Lögreglumenn fóru þá inn í húsið og hittu þar Arturas sem var mjög ölvaður og með nýlega áverka. Skömmu eftir það brutu lögreglumenn sér leið inn í íbúð hans og handtóku þar fjóra aðila ásamt honum. 

Við skýrslutöku hafði komið fram að mikil ólæti og rifrildi höfðu heyrst frá íbúðinni skömmu áður en brotaþoli féll niður af svölunum. Arturas og brotarþoli höfðu þá verið að rífast inn í íbúðinni þar sem Arturas hafði löðrungað brotaþola áður en þeir færðu rifrildið út á svalir. 

Skömmu síðar heyrðu vitni öskur og skell og eitt vitnanna sá Arturas standa einan eftir á svölunum. 

Réttarmeinarfræðingur taldi slys ólíklegt

Við rannsókn málsins sviðsetti lögregla vettvanginn að viðstaddri lögreglu, prófessor í vélaverkfræði, réttameinarfræðingi og verjanda kærða. Átta sinnum létu þeir brúðu í líki mannsins sem lést falla með ýmsum aðferðum úr sömu hæð og yfir jafn hátt handrið og svalirnar á umræddri íbúð til þess að leiða í ljós hvort að maðurinn hefði getað dottið niður svalirnar.

Niðurstöður réttameinafræðings leiddu í ljós að ólíklegt hafi verið að um slys hafi verið að ræða. Annað hvort hafi maðurinn hoppað fram af svölunum eða annar aðili hefði komið að máli. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár