Ingjaldur Arnþórsson, sem var forstöðumaður í Varpholti og á Laugalandi á árunum 1997 til 2007, og hópur kvenna sakar um ofríki, líkamlegt ofbeldi og andlegt, hafnar þeim lýsingum fortakslaust. Hann segist orðlaus yfir þeim og ekki skilja hverjum geti verið svo ofboðslega illa við sig að halda slíku fram. Hann segist þó telja að lýsingar af harðræði og ofbeldi, orðfæri sem notað er til að lýsa slíku, geti mögulega verið komnar frá Hauki Arnþórssyni, bróður sínum, sem hafi verið í nöp við sig og ekki viljað að hann stýrði málum á meðferðarheimilunum. Ekkert styður slíkar fullyrðingar.
Í Stundinni stígur fram hópur kvenna sem dvöldu í Varpholti og á Laugalandi og lýsa því að Ingjaldur hafi beitt þær harðræði, andlegu og líkamlegu ofbeldi. Líkamlega ofbeldið hafi meðal annars falist í að Ingjaldur hafi tekið þær hálstaki, dregið þær á hárinu, hrint þeim niður stiga og dregið þær berfættar eftir …
Athugasemdir