Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og sjávarútvegsráðherra, hefur ekki svarað því hvort hann hafi stundað laxveiði í boði útgerðarfélagsins Samherja. Stundin hefur heimildir fyrir því að Kristján Þór hafi verið í að minnsta kosti einni laxveiðiferð sem útgerðarfélagið hefur boðið starfsmönnum sínum og velgjörðarmönnum til í gegnum árin, en Samherji hefur um langt árabil skipulagt og greitt fyrir slíkar ferðir. Tekið skal fram að umrædd veiðiferð sem blaðið hefur heimildir fyrir átti sér stað áður en Kristján Þór varð sjávarútvegsráðherra 2017.
„Því miður fyrir okkur, sem eru ástríðuveiðimenn, sem ekki hafa efni til að veiða í takt við brennandi þrá“
Blaðið hefur meðal annars undir höndum ljósmyndir úr einni slíkri ferð í Rangá í ágúst árið 2011 þar sem sjómenn og stjórnendur hjá fyrirtæki Samherja í Afríku, Kötlu Seafood, voru við veiðar og veiddu þeir vel samkvæmt …
Athugasemdir