Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Stjórnarskrárfrumvarp Katrínar setur alþjóðlegar skuldbindingar framar landslögum

Ekki er kveð­ið á um sam­band þjóð­ar­rétt­ar og lands­rétt­ar í stjórn­ar­skrá Ís­lands, en frum­varp Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra myndi breyta því að mati Bjarna Más Magnús­son­ar pró­fess­ors. Milli­ríkja­samn­ing­ar mundu ganga jafn­vel fram­ar lands­lög­um.

Stjórnarskrárfrumvarp Katrínar setur alþjóðlegar skuldbindingar framar landslögum
Katrín Jakobsdóttir Forsætisráðherra stendur einn að frumvarpinu um stjórnarskrárbreytingar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Orðalag í frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til breytinga á stjórnarskrá gefur í skyn að alþjóðlegar skuldbindingar gangi framar íslenskum lögum. Að mati prófessors í lögfræði myndi það marka tímamót, en hingað til hafi því verið öfugt farið, þrátt fyrir að ekkert segi um það í núgildandi stjórnarskrá.

Orðalagið kemur fyrir í 9. grein frumvarpsins og varðar þau mál sem bera á upp fyrir forseta Íslands í ríkisráði. Hljómar greinin svo: „Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir, þar á meðal þjóðréttarsamninga sem valda breytingum á landslögum eða eru af öðrum ástæðum mikilvægir, skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði.“

Textinn hefur þannig breyst frá þeim drögum sem kynnt voru á samráðsgátt stjórnvalda eftir samráðsferli formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi. Þar var talað um þjóðréttarsamninga „sem horfa til breytinga á landslögum“, en ekki þjóðréttarsamninga „sem valda breytingum á landslögum“. Katrín leggur nú frumvarpið fram ein þar sem …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár