Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Stjórnarskrárfrumvarp Katrínar setur alþjóðlegar skuldbindingar framar landslögum

Ekki er kveð­ið á um sam­band þjóð­ar­rétt­ar og lands­rétt­ar í stjórn­ar­skrá Ís­lands, en frum­varp Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra myndi breyta því að mati Bjarna Más Magnús­son­ar pró­fess­ors. Milli­ríkja­samn­ing­ar mundu ganga jafn­vel fram­ar lands­lög­um.

Stjórnarskrárfrumvarp Katrínar setur alþjóðlegar skuldbindingar framar landslögum
Katrín Jakobsdóttir Forsætisráðherra stendur einn að frumvarpinu um stjórnarskrárbreytingar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Orðalag í frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til breytinga á stjórnarskrá gefur í skyn að alþjóðlegar skuldbindingar gangi framar íslenskum lögum. Að mati prófessors í lögfræði myndi það marka tímamót, en hingað til hafi því verið öfugt farið, þrátt fyrir að ekkert segi um það í núgildandi stjórnarskrá.

Orðalagið kemur fyrir í 9. grein frumvarpsins og varðar þau mál sem bera á upp fyrir forseta Íslands í ríkisráði. Hljómar greinin svo: „Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir, þar á meðal þjóðréttarsamninga sem valda breytingum á landslögum eða eru af öðrum ástæðum mikilvægir, skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði.“

Textinn hefur þannig breyst frá þeim drögum sem kynnt voru á samráðsgátt stjórnvalda eftir samráðsferli formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi. Þar var talað um þjóðréttarsamninga „sem horfa til breytinga á landslögum“, en ekki þjóðréttarsamninga „sem valda breytingum á landslögum“. Katrín leggur nú frumvarpið fram ein þar sem …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár