Orðalag í frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til breytinga á stjórnarskrá gefur í skyn að alþjóðlegar skuldbindingar gangi framar íslenskum lögum. Að mati prófessors í lögfræði myndi það marka tímamót, en hingað til hafi því verið öfugt farið, þrátt fyrir að ekkert segi um það í núgildandi stjórnarskrá.
Orðalagið kemur fyrir í 9. grein frumvarpsins og varðar þau mál sem bera á upp fyrir forseta Íslands í ríkisráði. Hljómar greinin svo: „Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir, þar á meðal þjóðréttarsamninga sem valda breytingum á landslögum eða eru af öðrum ástæðum mikilvægir, skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði.“
Textinn hefur þannig breyst frá þeim drögum sem kynnt voru á samráðsgátt stjórnvalda eftir samráðsferli formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi. Þar var talað um þjóðréttarsamninga „sem horfa til breytinga á landslögum“, en ekki þjóðréttarsamninga „sem valda breytingum á landslögum“. Katrín leggur nú frumvarpið fram ein þar sem …
Athugasemdir