Óvissa um eignasafn Íslandsbanka hefur ekki verið jafn mikil síðan í miðju hruninu, að mati Guðrúnar Johnsen, hagfræðings og lektors við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn. Hún segir áhættusækna fjárfesta, sem síður ættu að reka kerfislega mikilvæga banka, vera líklega til að vilja kaupa eignarhluti.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, tilkynnti 29. janúar um ákvörðun sína um að hefja söluferli á 25 til 35 prósent af eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka á vormánuðum og skrá þá á markað.
Guðrún segir að þegar ríkið einkavæði banka þurfi að líta til eignasafns hans. „Það er verið að selja fyrirtæki og eignir fyrirtækisins eru í formi lána sem bankinn hefur sjálfur veitt og metið hvern og einn lántaka fyrir sig, tekið veð og svo framvegis. Það er það sem er verið að selja, ásamt rekstrinum og umgjörðinni. Það eru Fjármál 101 að selja ekki þegar er eins mikil óvissa og getur verið um stóran part af …
Athugasemdir