Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ísland greiðir tvær milljónir fyrir úttekt eftir Samherjamálið

Samn­ing­ur við Mat­væla- og land­bún­að­ar­stofn­un Sam­ein­uðu þjóð­anna um út­tekt á við­skipta­hátt­um út­gerða í þró­un­ar­lönd­um var und­ir­rit­að­ur í nóv­em­ber. Samn­ing­ur­inn er hluti af að­gerðaráætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar til að auka traust á at­vinnu­líf­inu í kjöl­far Sam­herja­máls­ins í Namib­íu.

Ísland greiðir tvær milljónir fyrir úttekt eftir Samherjamálið
Samið við FAO FAO mun sinna fyrsta áfanga í úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndunum að beiðni Íslands. kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir mesta sérþekkingu til staðar hjá FAO. Mynd: Kristinn Magnússon

Ísland greiðir Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) tæpar tvær milljónir króna vegna fyrsta áfanga í úttekt stofnunarinnar á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum. Samningur þess efnis var undirritaður 18. nóvember síðastliðinn.

Eftir umfjöllun Stundarinnar, Kveiks og Al Jazeera um mútugreiðslur og óeðlilega viðskiptahætti útferðarfyrirtækisins Samherja í Namibíu í nóvember 2019 samþykkti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur aðgerðaáætlun í sjö liðum sem ráðast átti í til að auka traust á íslensku atvinnulífi. Ein þeirra aðgerða var að Ísland hefði frumkvæði að því að FAO ynni úttekt á umræddum viðskiptaháttum. Hugmyndin var sú að á grundvelli úttektarinnar myndi FAO síðan vinna tillögur til úrbóta „í samvinnu við aðrar alþjóðlegar stofnanir sem vinna að heilbrigðum viðskiptaháttum, gegn spillingu, mútum og peningaþvætti.“

Gert ráð fyrir að fyrsti áfangi klárist á næstu mánuðum

Samningurinn felur í sér að FAO mun vinna í það minnsta fyrsta áfanga úttektarinnar, sem er kortlagning á þeim fiskveiðisamningum sem um er að ræða. Stefnt er að því að áfangarnir í úttektinni verði fjórir og byggi útfærsla hvers áfanga á niðurstöðum næsta áfanga á undan. Samkvæmt svari frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu við fyrirspurn Stundarinnar felur það ekki í sér upptalningu á slíkum samningum heldur greining á því hvernig slíkir samningar séu, það er að segja hvað þeir eigi sameiginlegt og hvað sé ólíkt með þeim, með tilliti til mismunandi svæðisbundinna aðstæðna, auk greiningar á helstu efnisatriðum samninganna.

$15.000
Greiðsla Íslands til FAO fyrir fyrsta áfanga úttektarinnar.

„Að mati FAO er ekki fyrir hendi slík greining á fiskveiðisamningum og því er þessi vinna nauðsynleg forsenda fyrir frekara starf í þessu sambandi og skýrir viðfangsefnið frekar með því að skoða mismunandi gerðir og eðli fiskveiðisamninga á mismunandi stöðum og svæðum heimsins,“ segir í svari ráðuneytisins.

Ekki eru tímamörk á því í samningi Íslands og FAO hvenær úttektinni skuli lokið en þó er gert ráð fyrir að fyrsta áfanga hennar verði lokið á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Ákvörðun um næstu skref verður svo tekin á grunni niðurstaðna fyrsta áfanga.

Mögulega leitað til annarra ríkja og stofnana um samstarf

Ísland greiðir FAO tæpar tvær milljónir króna, 15.000 dollara, vegna þessa fyrsta áfanga úttektarinnar. Kostnaður við síðari áfanga verði metinn í tengslum við útfærslu þeirra þegar að því kemur. Til greina kemur, samkvæmt svari ráðuneytisins, að leita eftir samstarfi við önnur ríki og stofnanir þegar vinna við síðari áfanga úttektarinnar hefst. Fram hefur komið að úttektin verði unnin í tengslum við annað verkefni sem nú þegar er í gangi hjá stofnuninnni.

Árni M. Mathiesen

Hjá FAO var Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, fjármálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, aðstoðarframkvæmdastjóri og stýrði deild sem snýr að málefnum sem varða ólöglegar fiskveiðar, meðal annars. Árni hefur hins vegar látið af störfum hjá stofnuninni og mun það hafa gerst nú í kringum síðustu áramót.

Í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Hönnu Katrínar Friðriksson, þingkonu Viðreisnar, frá því í nóvember á síðasta ári, kemur fram að talið var eðlilegt að leita til FAO með verkefnið sökum þess að þar væri til staðar best sérfræðiþekking á málaflokknum. 

Í umfjöllun Stundarinnar og Kveiks í nóvember 2019 kom fram að Samherji hefði greitt hundruð milljóna króna í mútur til stjórnmálamanna og tengdra aðila í Namibíu til að fá í hendur fiskveiðikvóta þar í landi. Málið er til rannsóknar í nokkrum löndum, þar á meðal á Íslandi þar sem sex núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samherja hafa réttarstöðu sakborninga í rannsókn héraðssaksóknara.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár