Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Trump hefur tíst sitt síðasta en þingmenn hræðast vald hans yfir hernum

Nancy Pe­losi, for­seti full­trúa­deild­ar Banda­ríkja­þings, krefst taf­ar­lausr­ar af­sagn­ar Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta, ann­ars verði hann aft­ur ákærð­ur fyr­ir þing­inu. Öld­unga­deild­ar­þing­mað­ur re­públi­kana fer fram á af­sögn Trumps. For­set­inn er sagð­ur hafa sett Mike Pence vara­for­seta í hættu.

Trump hefur tíst sitt síðasta en þingmenn hræðast vald hans yfir hernum
Donald Trump Á sviðinu andspænis fylgismönnum sínum við Hvíta húsið á miðvikudag, þar sem hann sagði þeim að kosningunum hefði verið stolið. Mynd: Brendan Smialowski / AFP

Twitter hefur lokað varanlega á reikning Donalds Trump Bandaríkjaforseta vegna hættu á að hann hvetji til frekara ofbeldis. Þingmenn Demókrata og sumir repúblikanar reyna nú að fá forsetann úr embætti til að hindra að hann geti beitt hernum.

Fimm létust, og þar af einn lögreglumaður, eftir að Trump espaði upp fylgismenn sína við Hvíta húsið á miðvikudag með ásökunum um kosningasvindl og hvatningu til aðgerða, með þeim afleiðingum að hópur fylgismanna hans, þar á meðal þekktir samsæriskenningasmiðir og öfgafullir kynnþáttahatarar, brutu sér leið inn í þinghúsið.

Nancy PelosiForseti fulltrúadeildarinnar hefur fundað með æðstu yfirmönnum hersins um hættuna af því að Donald Trump stofni til hernaðarátaka undir lok valdatíðar sinnar.

Óttast vald Trumps yfir hernum

Lokað á TrumpStjórnendur Twitter komust að þeirri niðurstöðu eftir árásina á þinghúsið í Washington að Trump hefði brotið reglur miðilsins.

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar þingsins, hefur rætt við æðstráðendur í varnamálaráðuneytinu um að „hindra óstöðugan forseta frá því að hefja hernaðaraðgerðir eða komast yfir kjarnorkuvopnakóða“.

Á meðan Trump er forseti hefur herinn lagalega skyldu til þess að fylgja skipunum hans sem æðsta yfirmanns Bandaríkjahers.

Demókratar og sumir repúblikanar vilja beita 25. viðauka stjórnarskrárinnar, sem kveður á um að óhæfur forseti geti verið fjarlægður úr embætti.

Fulltrúadeild þingsins getur með einföldum meirihluta ákært forsetann. Til þess að hann verði fjarlægður úr embætti þurfa hins vegar tveir þriðju öldungadeildarþingmanna að samþykkja ákæruna.

Í uppkasti að ákæru gegn Trump er kveðið á um að hann hafi „hvatt til uppreisnar“.

Skrifstofa Pelosi var yfirtekin af trumpistum á miðvikudag. Mynd af stuðningsmanni Trumps með fæturnar uppi á skrifborði Pelosi vakti mikla athygli, en maðurinn sem þar sat hefur nú verið handtekinn.

Repúblikanar yfirgefa Trump

Lisa Murkowski varð í dag fyrsti öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins til þess að krefjast afsagnar Trumps.

Bill Barr, fyrrverandi dómsmálaráðherra Trumps, er einn þeirra sem hefur sagt Trump hafa „svikið embætti sitt“.

Joe Biden segir að það sé í höndum þingsins að ákveða með ákæru. „Hann hefur farið fram úr verstu hugmyndum mínum um hann. Hann er landinu til skammar. Hann er ekki þess verður að sitja í embætti.“ Biden sagði í ræðu að Trump hefði um langt skeið notað orðfæri einræðisherra um andstæðinga sína, og nefnt þá „óvini fólksins“.

„Hann er landinu til skammar.“

Mike Pence varaforseti er sagður vera reiður forsetanum eftir að hann espaði æstan múginn upp á móti honum. Í þinghúsinu heyrðist innrásarfólkið kalla: „Hvar er Mike Pence?“ Pence hafði þá verið naumlega forðað undan innrásarhópnum, líkt og þingmönnum í húsinu.

Samkvæmt frétt CNN hafði Trump hótað Pence alvarlegum pólitískum afleiðingum ef hann hindraði ekki formlega staðfestingu á kjöri Joes Biden á þinginu á miðvikudag. Þá kemur fram að Trump hafi beint blótsyrðum að Pence þegar hann hafnaði því að grípa inn í staðfestinguna, á þeim grundvelli að engin lagaheimild væri fyrir því og að athöfnin væri táknræn.

Síðasta tíst Donalds Trumps á Twitter var eftirfarandi: „Til allra sem hafa spurt mig. Ég mun ekki mæta á innsetninguna 20. janúar.“

Hann var með 88 milljón fylgjendur á Twitter. Barack Obama, forveri hans í forsetastóli, er hins vegar með 128 milljónir fylgjenda.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár