Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Trump hefur tíst sitt síðasta en þingmenn hræðast vald hans yfir hernum

Nancy Pe­losi, for­seti full­trúa­deild­ar Banda­ríkja­þings, krefst taf­ar­lausr­ar af­sagn­ar Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta, ann­ars verði hann aft­ur ákærð­ur fyr­ir þing­inu. Öld­unga­deild­ar­þing­mað­ur re­públi­kana fer fram á af­sögn Trumps. For­set­inn er sagð­ur hafa sett Mike Pence vara­for­seta í hættu.

Trump hefur tíst sitt síðasta en þingmenn hræðast vald hans yfir hernum
Donald Trump Á sviðinu andspænis fylgismönnum sínum við Hvíta húsið á miðvikudag, þar sem hann sagði þeim að kosningunum hefði verið stolið. Mynd: Brendan Smialowski / AFP

Twitter hefur lokað varanlega á reikning Donalds Trump Bandaríkjaforseta vegna hættu á að hann hvetji til frekara ofbeldis. Þingmenn Demókrata og sumir repúblikanar reyna nú að fá forsetann úr embætti til að hindra að hann geti beitt hernum.

Fimm létust, og þar af einn lögreglumaður, eftir að Trump espaði upp fylgismenn sína við Hvíta húsið á miðvikudag með ásökunum um kosningasvindl og hvatningu til aðgerða, með þeim afleiðingum að hópur fylgismanna hans, þar á meðal þekktir samsæriskenningasmiðir og öfgafullir kynnþáttahatarar, brutu sér leið inn í þinghúsið.

Nancy PelosiForseti fulltrúadeildarinnar hefur fundað með æðstu yfirmönnum hersins um hættuna af því að Donald Trump stofni til hernaðarátaka undir lok valdatíðar sinnar.

Óttast vald Trumps yfir hernum

Lokað á TrumpStjórnendur Twitter komust að þeirri niðurstöðu eftir árásina á þinghúsið í Washington að Trump hefði brotið reglur miðilsins.

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar þingsins, hefur rætt við æðstráðendur í varnamálaráðuneytinu um að „hindra óstöðugan forseta frá því að hefja hernaðaraðgerðir eða komast yfir kjarnorkuvopnakóða“.

Á meðan Trump er forseti hefur herinn lagalega skyldu til þess að fylgja skipunum hans sem æðsta yfirmanns Bandaríkjahers.

Demókratar og sumir repúblikanar vilja beita 25. viðauka stjórnarskrárinnar, sem kveður á um að óhæfur forseti geti verið fjarlægður úr embætti.

Fulltrúadeild þingsins getur með einföldum meirihluta ákært forsetann. Til þess að hann verði fjarlægður úr embætti þurfa hins vegar tveir þriðju öldungadeildarþingmanna að samþykkja ákæruna.

Í uppkasti að ákæru gegn Trump er kveðið á um að hann hafi „hvatt til uppreisnar“.

Skrifstofa Pelosi var yfirtekin af trumpistum á miðvikudag. Mynd af stuðningsmanni Trumps með fæturnar uppi á skrifborði Pelosi vakti mikla athygli, en maðurinn sem þar sat hefur nú verið handtekinn.

Repúblikanar yfirgefa Trump

Lisa Murkowski varð í dag fyrsti öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins til þess að krefjast afsagnar Trumps.

Bill Barr, fyrrverandi dómsmálaráðherra Trumps, er einn þeirra sem hefur sagt Trump hafa „svikið embætti sitt“.

Joe Biden segir að það sé í höndum þingsins að ákveða með ákæru. „Hann hefur farið fram úr verstu hugmyndum mínum um hann. Hann er landinu til skammar. Hann er ekki þess verður að sitja í embætti.“ Biden sagði í ræðu að Trump hefði um langt skeið notað orðfæri einræðisherra um andstæðinga sína, og nefnt þá „óvini fólksins“.

„Hann er landinu til skammar.“

Mike Pence varaforseti er sagður vera reiður forsetanum eftir að hann espaði æstan múginn upp á móti honum. Í þinghúsinu heyrðist innrásarfólkið kalla: „Hvar er Mike Pence?“ Pence hafði þá verið naumlega forðað undan innrásarhópnum, líkt og þingmönnum í húsinu.

Samkvæmt frétt CNN hafði Trump hótað Pence alvarlegum pólitískum afleiðingum ef hann hindraði ekki formlega staðfestingu á kjöri Joes Biden á þinginu á miðvikudag. Þá kemur fram að Trump hafi beint blótsyrðum að Pence þegar hann hafnaði því að grípa inn í staðfestinguna, á þeim grundvelli að engin lagaheimild væri fyrir því og að athöfnin væri táknræn.

Síðasta tíst Donalds Trumps á Twitter var eftirfarandi: „Til allra sem hafa spurt mig. Ég mun ekki mæta á innsetninguna 20. janúar.“

Hann var með 88 milljón fylgjendur á Twitter. Barack Obama, forveri hans í forsetastóli, er hins vegar með 128 milljónir fylgjenda.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár