Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Trump hefur tíst sitt síðasta en þingmenn hræðast vald hans yfir hernum

Nancy Pe­losi, for­seti full­trúa­deild­ar Banda­ríkja­þings, krefst taf­ar­lausr­ar af­sagn­ar Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta, ann­ars verði hann aft­ur ákærð­ur fyr­ir þing­inu. Öld­unga­deild­ar­þing­mað­ur re­públi­kana fer fram á af­sögn Trumps. For­set­inn er sagð­ur hafa sett Mike Pence vara­for­seta í hættu.

Trump hefur tíst sitt síðasta en þingmenn hræðast vald hans yfir hernum
Donald Trump Á sviðinu andspænis fylgismönnum sínum við Hvíta húsið á miðvikudag, þar sem hann sagði þeim að kosningunum hefði verið stolið. Mynd: Brendan Smialowski / AFP

Twitter hefur lokað varanlega á reikning Donalds Trump Bandaríkjaforseta vegna hættu á að hann hvetji til frekara ofbeldis. Þingmenn Demókrata og sumir repúblikanar reyna nú að fá forsetann úr embætti til að hindra að hann geti beitt hernum.

Fimm létust, og þar af einn lögreglumaður, eftir að Trump espaði upp fylgismenn sína við Hvíta húsið á miðvikudag með ásökunum um kosningasvindl og hvatningu til aðgerða, með þeim afleiðingum að hópur fylgismanna hans, þar á meðal þekktir samsæriskenningasmiðir og öfgafullir kynnþáttahatarar, brutu sér leið inn í þinghúsið.

Nancy PelosiForseti fulltrúadeildarinnar hefur fundað með æðstu yfirmönnum hersins um hættuna af því að Donald Trump stofni til hernaðarátaka undir lok valdatíðar sinnar.

Óttast vald Trumps yfir hernum

Lokað á TrumpStjórnendur Twitter komust að þeirri niðurstöðu eftir árásina á þinghúsið í Washington að Trump hefði brotið reglur miðilsins.

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar þingsins, hefur rætt við æðstráðendur í varnamálaráðuneytinu um að „hindra óstöðugan forseta frá því að hefja hernaðaraðgerðir eða komast yfir kjarnorkuvopnakóða“.

Á meðan Trump er forseti hefur herinn lagalega skyldu til þess að fylgja skipunum hans sem æðsta yfirmanns Bandaríkjahers.

Demókratar og sumir repúblikanar vilja beita 25. viðauka stjórnarskrárinnar, sem kveður á um að óhæfur forseti geti verið fjarlægður úr embætti.

Fulltrúadeild þingsins getur með einföldum meirihluta ákært forsetann. Til þess að hann verði fjarlægður úr embætti þurfa hins vegar tveir þriðju öldungadeildarþingmanna að samþykkja ákæruna.

Í uppkasti að ákæru gegn Trump er kveðið á um að hann hafi „hvatt til uppreisnar“.

Skrifstofa Pelosi var yfirtekin af trumpistum á miðvikudag. Mynd af stuðningsmanni Trumps með fæturnar uppi á skrifborði Pelosi vakti mikla athygli, en maðurinn sem þar sat hefur nú verið handtekinn.

Repúblikanar yfirgefa Trump

Lisa Murkowski varð í dag fyrsti öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins til þess að krefjast afsagnar Trumps.

Bill Barr, fyrrverandi dómsmálaráðherra Trumps, er einn þeirra sem hefur sagt Trump hafa „svikið embætti sitt“.

Joe Biden segir að það sé í höndum þingsins að ákveða með ákæru. „Hann hefur farið fram úr verstu hugmyndum mínum um hann. Hann er landinu til skammar. Hann er ekki þess verður að sitja í embætti.“ Biden sagði í ræðu að Trump hefði um langt skeið notað orðfæri einræðisherra um andstæðinga sína, og nefnt þá „óvini fólksins“.

„Hann er landinu til skammar.“

Mike Pence varaforseti er sagður vera reiður forsetanum eftir að hann espaði æstan múginn upp á móti honum. Í þinghúsinu heyrðist innrásarfólkið kalla: „Hvar er Mike Pence?“ Pence hafði þá verið naumlega forðað undan innrásarhópnum, líkt og þingmönnum í húsinu.

Samkvæmt frétt CNN hafði Trump hótað Pence alvarlegum pólitískum afleiðingum ef hann hindraði ekki formlega staðfestingu á kjöri Joes Biden á þinginu á miðvikudag. Þá kemur fram að Trump hafi beint blótsyrðum að Pence þegar hann hafnaði því að grípa inn í staðfestinguna, á þeim grundvelli að engin lagaheimild væri fyrir því og að athöfnin væri táknræn.

Síðasta tíst Donalds Trumps á Twitter var eftirfarandi: „Til allra sem hafa spurt mig. Ég mun ekki mæta á innsetninguna 20. janúar.“

Hann var með 88 milljón fylgjendur á Twitter. Barack Obama, forveri hans í forsetastóli, er hins vegar með 128 milljónir fylgjenda.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
1
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár