Gagnrýnivert er að kennsla og námsefni í fjármálalæsi séu mikið til í höndum starfsmanna fjármálafyrirtækja. Þess í stað ætti að efla kennaramenntun í faginu. Þetta segir Örn Valdimarsson, kennari í stærðfræði og fjármálalæsi í Menntaskólanum við Sund, en hann starfaði áður sem bankamaður.
Á hverju ári fær um helmingur grunnskóla landsins heimsóknir þar sem starfsmenn fjármálafyrirtækja kenna nemendum í 10. bekk um fjármálalæsi á vegum verkefnisins Fjármálavits, sem er í eigu fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða. Stundin hefur einnig greint frá því að Fjármálavit hafi greitt laun dagskrárgerðarmanna hjá RÚV Núll vegna þátta fyrir ungt fólk um fjármál þar sem starfsmenn banka veittu ráðleggingar án þess að vera titlaðir sem slíkir.
Örn vann sjálfur í geiranum, en telur að efla þurfi þekkingu kennara á fjármálalæsi svo ekki þurfi að reiða sig á hagsmunaaðila. „Ég byrjaði hjá Búnaðarbankanum þegar hann var og hét, fór yfir …
Athugasemdir