Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Vara við mannamótum á áramótum: „Partý er bara partý“

Rögn­vald­ur Ólafs­son biðl­ar til fólks um að hafa hópa­mynd­un í lág­marki um ára­mót­in og að sótt­varn­ar­regl­ur verði ekki túlk­að­ar víð­ar en al­manna­varn­ir hafa gert ráð fyr­ir eins og gerð­ist í sam­kvæmi einu í Ásmund­ar­sal á Þor­láks­messu

Vara við mannamótum á áramótum: „Partý er bara partý“
Rögnvaldur Ólafsson Aðstoðaryfirlögregluþjónn almannavarnadeildar hefur sjálfur fengið covid-19. Mynd: Almannavarnir

Almannavarnir biðla til almennings að halda samkomum í algjöru lágmarki og að fagna áramótunum aðeins með sínum allra nánustu. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, biður fólk að „fara ekki í þann leik“ að túlka reglurnar víðar en almannavarnir, eins og gert var í þorláksmessusamkomu í Ásmundarsal.

Það reynir á þrautsegju um áramót

Rögnvaldur segir í samtali við Stundina að það reyni virkilega á smitvörnum nú um áramót. „Við erum oft búin að tala um þolinmæði og þrautseigju og að halda þetta út. Núna reynir verulega á það og ég trúi því ekki að fólk vilji fórna því með áramótapartýi sem gleymist eftir hálfan mánuð. Partý er bara partý,“ segir Rögnvaldur.

Á Þorláksmessu bar á því að hópar mynduðust víðsvegar um borgina, í verslunum og í listagalleríi. Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, var vísað af lögreglu úr tæplega fimmtíu manna samkvæmi um ellefuleytið að kvöldi í Ásmundarsal þar sem lögreglan varð vitni að mikilli ölvun meðal gesta með áfengi við hönd. Lögrelan vakti athygli á því að enginn gestanna hefði verið með grímu fyrir andlitinu og fjarlægðartakmörk voru höfð að engu. 

Eigendur Ásmundarsalar sendu í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem þeir sögðust hafa leyfi fyrir slíkum fjölda og að reglur um afgreiðslutíma hafi ekki verið brotnar þó svo að fyrr um daginn hafi verið auglýst að opið væri til klukkan 22:00, en eins og áður kemur fram stöðvaði lögreglan samkvæmið um klukkutíma síðar.

„Þetta er svo mikið happdrætti með að veikjast, þú veist ekkert hvernig þú kemur út úr því“ 

Rögnvaldur segir að atvikið í Ásmundasal hafi verið dæmi um það hvernig almannavarnir vilja ekki hafa hlutina.

„Eins og ég sagði þegar mér bárust fréttir af þessu atviki að þá varð ég mjög dapur og leiður. Ég varð vonsvikinn. Mér hefði helst langað að fara niður í bæ og setja hönd á öxlina á þessu fólki og segja: Í alvöru? Er þetta það sem við eigum að gera? Við erum að reyna vanda okkur og þetta er ekki eins og við viljum hafa það. Getum við gert þetta öðruvísi?“

Meiri kröfur gerðar til opinberra persóna

Hann segir að þegar komi að fyrirmyndum í samfélaginu, fólki sem sé horft til, eins og í þessu tilviki Bjarna Benidiktsson, sé eðlilegt að gera meiri kröfur um að fara eftir fyrirmælum. „Varðandi fjöldatakmarkanir er vísað í þessar jólakúlur og áramótakúlur. Það er það sem við erum að benda fólki á að gera og það er mikið áhyggjuefni og mjög leiðinlegt að fólk sé að reyna komast fram hjá því og ætla vera með stærri partý því þetta er bara ekki árið til þess að gera það. Þetta er eitthvað sem við verðum að geyma fram á næsta ár þegar ástandið batnar,“ segir hann og á þá einnig við þá hópamyndun sem geti átt sér stað um áramót.

„Við biðjum fólk að fara ekki í þennan leik að reyna túlka reglurnar víðar heldur en við erum að reyna að gera“

Samkvæmið í Ásmundasal var því að hans mati dæmi um að fólk reyni að túlka sóttvarnarreglurnar víðar en almannavarnir.

„Við biðjum fólk að fara ekki í þennan leik að reyna túlka reglurnar víðar heldur en við erum að reyna að gera.  Skilaboðin eru mjög einföld, burt séð frá öllum leiðbeiningum og tölum um fjölda og klukkur og hvað það nú heitir, að hafa hópamyndun í algjöru lágmarki, það er það sem virkar. Þegar fólk er farið að teygja sig í einhverjar áttir með það, þegar maður er kominn í þann pakka, veit maður alveg hvað maður er að gera.“

Verður skráð í sögubækurnar

Rögnvaldur segist verða leiður yfir því að fólk virðist ekki skilja hvað sé í húfi. „Maður verður leiður yfir því að fólk virðist ekki skilja, að af því að við höfum það svo gott, af því að það gengur svo vel hjá okkur, hvað er í húfi. Svo þegar einhverju er breytt eða reglurnar herðast að þá kemur holskefla inn til sóttvarnarlæknis af undanþágubeiðnum af öllu tagi. Ég heyri af og til af svona beiðnum sem eru að koma inn  og maður hristir bara hausinn. Af hverju er fólk að teygja sig í þessar undanþágur? Fyrir eitthvað sem skiptir engu máli í stóra samhenginu? Takið bara þátt í þessu,“ segir Rögnvaldur. 

Hann minnir fólk á að gott sé að hugsa að þessir fordæmalausu tímar verði á endanum skráðir í sögubækur og að fólk hugsi hvernig það vilji láta muna eftir sinni hegðun. „Það er mjög gott að velta því fyrir sér þegar maður horfir á söguna og  fólk fer að skoða þennan atburð mörgum árum seinna að spá í því: Hvað varst þú að gera? Hvað gerði ég þegar faraldurinn var í gangi? Var ég til gagns? Var ég að þvælast fyrir? Var ég til ógagns? Er ég stolt eða stoltur af því sem ég lagði af mörkum? Eða var það sem ég gerði til þess að þetta var dregið á langinn eða gerði ástandið verra en það þurfti að vera?“ spyr hann. 

Þar að auki segir hann að samkvæmi séu ekki nauðsynleg og geti orðið til þess að fólk veikist og hversu mikið fólk veikist sé í raun mikið happdrætti. „Þetta er svo mikið happdrætti með að veikjast, þú veist ekkert hvernig þú kemur út úr því. Bæði ég og Víðir erum búnir að veikjast. Ég fann vel fyrir þessu og ég mæli alls ekki með því að veikjast en ég var heppinn að því leyti að ég kláraði þetta á mínum tveimur vikum og svo er ég með minniháttar eftirköst. Svo er það Víðir, hann er ennþá að glíma við þetta mörgum vikum seinna. Hann er maður á góðum aldri og í fínu formi þannig að þetta er svo mikið happdrætti.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár