Að læra inn á störf Alþingis er óformlegt og óskipulagt ferli fyrir nýja þingmenn og lítil starfsþjálfun er í boði. Eftir tvö ár á þingi segjast þeir enn vera að læra og aðlagast venjunum.
Þetta kemur fram í nýrri fræðigrein Stefaníu Óskarsdóttur og Ómars H. Kristmundssonar við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands sem birtist í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla. Tekin voru viðtöl við 16 nýja þingmenn sem hlutu kjör í alþingiskosningunum 2013, bæði úr nýju flokkunum Bjartri framtíð og Pírötum, sem og þeim sem þegar voru á þingi. Í þeim kosningum komu 27 af 63 kjörnum þingmönnum nýir inn.
Frammistaða nýrra þingmanna veltur á ýmsu, samkvæmt því sem kemur fram í greininni, meðal annars hversu virkir þeir eru í að reyna að læra ferlið á Alþingi og hversu vel þeim gengur að mynda tengsl við aðra þingmenn og finna þá reyndari sem geta leiðbeint þeim, sem stundum koma jafnvel úr öðrum flokkum. …
Athugasemdir