Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fullyrðingar um kaupmáttaraukningu vafasamar

Hag­fræði­deild Lands­bank­ans og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins draga vafa­sam­ar álykt­an­ir um aukn­ingu kaup­mátt­ar út frá hag­töl­um. Ekki er tek­ið til­lit til tekju­falls þús­unda manns sem misst hafa at­vinnu og hafa því orð­ið fyr­ir kaup­mátt­ar­skerð­ingu.

Fullyrðingar um kaupmáttaraukningu vafasamar
Atvinnulausir ekki hluti af jöfnunni Óvarlegt er að draga þá álytkun að hækkun launavísitölu umfram vísitölu neysluverðs jafngildi almennri kaupmáttaraukningu. Taka þarf tillit til þeirra sem misst hafa atvinnu sína og hafa því orðið fyrir kaupmáttarskerðingu. Mynd: Shutterstock

Varasamt er að meta kaupmáttaraukningu út frá mismun á hækkun launavísitölu og vísitölu neysluverðs, eins og gert var í hagspá Landsbankans og frétt Samtaka atvinnulífsins í síðustu viku. Ástæðan er sú að launavísitala mælir aðeins breytingu á launum þeirra sem fá greidd laun fyrir störf sín en tekur ekki tillit til þeirra sem misst hafa vinnu og eru því ýmist á atvinnuleysisbótum eða tekjulausir.

Landsbankinn birti í Hagsjá sinni 24. nóvember síðastliðinn samantekt á breytingum á launavísitölu milli mánaða og á síðasta tólf mánaða tímabili. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hækkaði launavísitalan um 0,7 prósent milli september og október og um 7,1 prósent síðustu tólf mánuði. Á sama tímabili var árshækkun vísitölu neysluverðs 3,6 prósent. Í Hagsjá Landsbankans er það túlkað sem svo að kaupmáttaraukning milli ára sé enn töluverð, 3,4 prósent. Hið sama gera Samtök atvinnulífsins (SA) í frétt sem birt var degi síðar, 25. nóvember.

Ráðstöfunartekjur heimilanna betri mælikvarði

Gunnar Axel Axelssondeildarstjóri þjóðhagsreikninga og opinberra fjármála hjá Hagstofunni.

Þó það sé rétt, eins langt og það nær, að kaupmáttaraukning þeirra sem fá greidd regluleg laun sé 3,4 prósent, er kaupmáttarvísitala launa sem sett er saman úr launavísitölu og vísitölu neysluverðs veikur mælikvarði á hag heimilanna í landinu. „Slíkur mælikvarði mælir bara kaupmátt launa þannig að í teoríunni gæti 90 prósent þjóðarinnar misst atvinnu og tapað ráðstöfunartekjum sínum en kaupmáttarvísitala launa gæti samtímis hækkað. Það er ekki fyrr en ráðstöfunartekjur heimilanna liggja fyrir sem hægt er að leggja mat á þróun kaupmáttar ráðstöfunartekna, sem er í raun allt annar mælikvarði,“ segir Gunnar Axel Axelsson, deildarstjóri þjóðhagsreikninga og opinberra fjármála hjá Hagstofunni.

„Kaupmáttaraukning þeirra er engin, eða öllu heldur neikvæð“

Þórólfur Matthíassonprófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.

Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessors bendir á hið sama er varðar túlkun hagfræðideildar Landsbankans og SA. Þó hægt sé að halda því fram að aukning hafi orðið á kaupmætti þeirra sem hafa atvinnu og fá greidd laun eigi það ekki við um þá sem hafi misst vinnu sína og fái greiddar atvinnuleysisbætur. „Kaupmáttaraukning þeirra er engin, eða öllu heldur neikvæð,“ segir Þórólfur. Hann segist telja að framsetning eins og sú sem Landsbankinn setur fram sé byggð á vanþekkingu. „

 „Neysluverðsvísitalan mælir í prinsippinu alla neyslu en launavísitala mælir bara laun þeirra sem eru í vinnu. Betra væri að skoða breytingu á ráðstöfunartekjum heimilanna til að fá mynd af stöðunni og áhrifum Covid-19 faraldursins. Það sem truflar í þessu er að alla jafna, sé lítil breyting á atvinnuleysi, er líklegt að kaupmáttarbreyting á launavísitölu segi heilmikið um breytingu á ráðstöfunartekjum heimilanna. En ef eitthvað annað breytist samhliða þá á það ekki lengur við.“

Upplýsingar um ráðstöfunartekjur heimilanna liggja hins vegar ekki fyrir þar eð Hagstofan vinnur þær upplýsingar upp úr skattframtölum og framtöl fyrir yfirstandandi ár hafa vitanlega ekki borist.

Tuttugu þúsund manns atvinnulausir

Almennt atvinnuleysi var 9,9 prósent í október og jókst um 0,9 prósentustig frá fyrri mánuði. Það þýðir að 20.252 voru atvinnulausir í almenna bótakerfinu í lok októbermánaðar. Í október á síðasta ári voru atvinnulausir 7.700. Því er hægt að halda því fram með réttu að kaupmáttur ríflega 12.552 Íslendinga hafi, ef ekki dregist saman þá í mesta lagi staðið í stað, síðustu tólf mánuði. Auk þess mældist 1,2 prósent atvinnuleysi tengt minnkuðu starfshlutfalli, alls 4.759 manns. Samanlagt atvinnuleysi var því 11,1 prósent í október.

Í hagspá Landsbankans og einnig í frétt SA var gert nokkuð úr því að hækkun launavísitölu á síðustu mánuðum væri „óneitanlega dálítið sérstök“ í ljósi þeirrar kreppu sem Covid-19 faraldurinn hefur haft í för með sér. Talið var að launahækkanir vegna kjarasamninga grunnskólakennara og hjúkrunarfræðinga ættu þarna hlut að máli og einnig mögulega að auknar álagsgreiðslur og bónusar.

Þessi framsetning var gagnrýnd af ýmsum, til að mynda Jónasi Atla Gunnarssyni ritstjóra Vísbendingar. Benti hann á að hækkun á launavísitölu væri meðal annars tilkomin vegna lækkunar launa að raungildi í ferðaþjónustu og tengdum geirum, störfum þar sem laun væru almennt lægri en í öðrum atvinnugreinum. Það væri því eðlilegt að meðallaun hækki þegar láglaunastörfum fækki, sem annars myndu draga meðaltal launa niður.

Launavísitala er byggð á pöruðum samanburði milli tímabila á launum sömu einstaklinga í sama starfi. Launavísitala er þannig ekki launavísitala meðallauna. Því er óvarlegt að áætla að hækkun launavísitölu hafi með fækkun láglaunastarfa að gera. Í ljósi þess að lögð hefur verið áhersla á það í kjarasamningum síðastliðin misseri að hækka laun láglaunastétta hlutfallslega meira en þeirra stétta sem hærri laun hafa gæti launavísitala allt eins hafa aukist enn meira en raun ber vitni hefðu áhrif Covid-19 ekki komið til, þó ekki sé hægt að fullyrða það.  

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-kreppan

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár