Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fullyrðingar um kaupmáttaraukningu vafasamar

Hag­fræði­deild Lands­bank­ans og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins draga vafa­sam­ar álykt­an­ir um aukn­ingu kaup­mátt­ar út frá hag­töl­um. Ekki er tek­ið til­lit til tekju­falls þús­unda manns sem misst hafa at­vinnu og hafa því orð­ið fyr­ir kaup­mátt­ar­skerð­ingu.

Fullyrðingar um kaupmáttaraukningu vafasamar
Atvinnulausir ekki hluti af jöfnunni Óvarlegt er að draga þá álytkun að hækkun launavísitölu umfram vísitölu neysluverðs jafngildi almennri kaupmáttaraukningu. Taka þarf tillit til þeirra sem misst hafa atvinnu sína og hafa því orðið fyrir kaupmáttarskerðingu. Mynd: Shutterstock

Varasamt er að meta kaupmáttaraukningu út frá mismun á hækkun launavísitölu og vísitölu neysluverðs, eins og gert var í hagspá Landsbankans og frétt Samtaka atvinnulífsins í síðustu viku. Ástæðan er sú að launavísitala mælir aðeins breytingu á launum þeirra sem fá greidd laun fyrir störf sín en tekur ekki tillit til þeirra sem misst hafa vinnu og eru því ýmist á atvinnuleysisbótum eða tekjulausir.

Landsbankinn birti í Hagsjá sinni 24. nóvember síðastliðinn samantekt á breytingum á launavísitölu milli mánaða og á síðasta tólf mánaða tímabili. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hækkaði launavísitalan um 0,7 prósent milli september og október og um 7,1 prósent síðustu tólf mánuði. Á sama tímabili var árshækkun vísitölu neysluverðs 3,6 prósent. Í Hagsjá Landsbankans er það túlkað sem svo að kaupmáttaraukning milli ára sé enn töluverð, 3,4 prósent. Hið sama gera Samtök atvinnulífsins (SA) í frétt sem birt var degi síðar, 25. nóvember.

Ráðstöfunartekjur heimilanna betri mælikvarði

Gunnar Axel Axelssondeildarstjóri þjóðhagsreikninga og opinberra fjármála hjá Hagstofunni.

Þó það sé rétt, eins langt og það nær, að kaupmáttaraukning þeirra sem fá greidd regluleg laun sé 3,4 prósent, er kaupmáttarvísitala launa sem sett er saman úr launavísitölu og vísitölu neysluverðs veikur mælikvarði á hag heimilanna í landinu. „Slíkur mælikvarði mælir bara kaupmátt launa þannig að í teoríunni gæti 90 prósent þjóðarinnar misst atvinnu og tapað ráðstöfunartekjum sínum en kaupmáttarvísitala launa gæti samtímis hækkað. Það er ekki fyrr en ráðstöfunartekjur heimilanna liggja fyrir sem hægt er að leggja mat á þróun kaupmáttar ráðstöfunartekna, sem er í raun allt annar mælikvarði,“ segir Gunnar Axel Axelsson, deildarstjóri þjóðhagsreikninga og opinberra fjármála hjá Hagstofunni.

„Kaupmáttaraukning þeirra er engin, eða öllu heldur neikvæð“

Þórólfur Matthíassonprófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.

Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessors bendir á hið sama er varðar túlkun hagfræðideildar Landsbankans og SA. Þó hægt sé að halda því fram að aukning hafi orðið á kaupmætti þeirra sem hafa atvinnu og fá greidd laun eigi það ekki við um þá sem hafi misst vinnu sína og fái greiddar atvinnuleysisbætur. „Kaupmáttaraukning þeirra er engin, eða öllu heldur neikvæð,“ segir Þórólfur. Hann segist telja að framsetning eins og sú sem Landsbankinn setur fram sé byggð á vanþekkingu. „

 „Neysluverðsvísitalan mælir í prinsippinu alla neyslu en launavísitala mælir bara laun þeirra sem eru í vinnu. Betra væri að skoða breytingu á ráðstöfunartekjum heimilanna til að fá mynd af stöðunni og áhrifum Covid-19 faraldursins. Það sem truflar í þessu er að alla jafna, sé lítil breyting á atvinnuleysi, er líklegt að kaupmáttarbreyting á launavísitölu segi heilmikið um breytingu á ráðstöfunartekjum heimilanna. En ef eitthvað annað breytist samhliða þá á það ekki lengur við.“

Upplýsingar um ráðstöfunartekjur heimilanna liggja hins vegar ekki fyrir þar eð Hagstofan vinnur þær upplýsingar upp úr skattframtölum og framtöl fyrir yfirstandandi ár hafa vitanlega ekki borist.

Tuttugu þúsund manns atvinnulausir

Almennt atvinnuleysi var 9,9 prósent í október og jókst um 0,9 prósentustig frá fyrri mánuði. Það þýðir að 20.252 voru atvinnulausir í almenna bótakerfinu í lok októbermánaðar. Í október á síðasta ári voru atvinnulausir 7.700. Því er hægt að halda því fram með réttu að kaupmáttur ríflega 12.552 Íslendinga hafi, ef ekki dregist saman þá í mesta lagi staðið í stað, síðustu tólf mánuði. Auk þess mældist 1,2 prósent atvinnuleysi tengt minnkuðu starfshlutfalli, alls 4.759 manns. Samanlagt atvinnuleysi var því 11,1 prósent í október.

Í hagspá Landsbankans og einnig í frétt SA var gert nokkuð úr því að hækkun launavísitölu á síðustu mánuðum væri „óneitanlega dálítið sérstök“ í ljósi þeirrar kreppu sem Covid-19 faraldurinn hefur haft í för með sér. Talið var að launahækkanir vegna kjarasamninga grunnskólakennara og hjúkrunarfræðinga ættu þarna hlut að máli og einnig mögulega að auknar álagsgreiðslur og bónusar.

Þessi framsetning var gagnrýnd af ýmsum, til að mynda Jónasi Atla Gunnarssyni ritstjóra Vísbendingar. Benti hann á að hækkun á launavísitölu væri meðal annars tilkomin vegna lækkunar launa að raungildi í ferðaþjónustu og tengdum geirum, störfum þar sem laun væru almennt lægri en í öðrum atvinnugreinum. Það væri því eðlilegt að meðallaun hækki þegar láglaunastörfum fækki, sem annars myndu draga meðaltal launa niður.

Launavísitala er byggð á pöruðum samanburði milli tímabila á launum sömu einstaklinga í sama starfi. Launavísitala er þannig ekki launavísitala meðallauna. Því er óvarlegt að áætla að hækkun launavísitölu hafi með fækkun láglaunastarfa að gera. Í ljósi þess að lögð hefur verið áhersla á það í kjarasamningum síðastliðin misseri að hækka laun láglaunastétta hlutfallslega meira en þeirra stétta sem hærri laun hafa gæti launavísitala allt eins hafa aukist enn meira en raun ber vitni hefðu áhrif Covid-19 ekki komið til, þó ekki sé hægt að fullyrða það.  

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-kreppan

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár