Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Íslenska ríkið brotlegt í Landsréttarmálinu með einróma niðurstöðu yfirdeildar MDE

Yf­ir­deild Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að Sig­ríð­ur And­er­sen, þá dóms­mála­ráð­herra, hafi gerst brot­leg við skip­an dóm­ara við Lands­rétt.

Íslenska ríkið brotlegt í Landsréttarmálinu með einróma niðurstöðu yfirdeildar MDE
Sigríður Andersen Sigríður sagði af sér sem dómsmálaráðherra eftir að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu féll, en situr áfram á Alþingi. Mynd: RÚV

Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) birti í dag dóm sem staðfestir fyrri dóm MDE þess efnis að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt í Landsréttarmálinu svokallaða. Sér í lagi er átalið að Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks og þá dómsmálaráðherra, hafi skipað fjóra dómara við Landsrétt í trássi við reglur.

Telst Ísland hafa brotið gegn 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu en ákvæðið veitir hverjum þeim sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi réttinn til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. 

Málið varðaði að nafninu til dóm Arnfríðar Einarsdóttur í umferðarlagabrotamáli Guðmundar Andra Ástráðssonar, skjólstæðings Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns fyrir Landsrétti. Leiddi niðurstaða MDE í mars 2019 til þess að mikil réttaróvissa kom upp vegna ólögmæti skipunar fjögurra dómara við Landsrétt. Þá sagði Sigríður Andersen af sér sem dómsmálaráðherra í kjölfarið, en situr áfram á Alþingi. Íslenska ríkið áfrýjaði til yfirdeildar MDE eftir dóminn og liggur nú niðurstaða yfirdeildarinnar fyrir.

Yfirdeildin kemst að þeirri niðurstöðu að alvarleg brot hafi átt sér stað sem hafi hindrað rétt dómþola til réttlátrar málsmeðferðar. „Undanfarna áratugi hefur lagaumhverið á Íslandi sem snýr að skipan dómara breyst á mikilvægan hátt til þess að takmarka áhrif ráðherra í ferlinu og þar með styrkja sjálfstæði dómstólanna,“ segir í dómi yfirdeildarinnar. „Takmarkanir á geðþóttavaldi ráðherra höfðu verið hertar frekar í samhengi við skipan dómara við nýstofnaðan Landsrétt, þar sem þinginu hafði verið falið að samþykkja hvern einasta dómara sem dómsmálaráðherra lagði til með það fyrir augum að styrkja lögmæti nýja dómstólsins. Hins vegar, eins og hæstiréttur Íslands komst að, hafði þessi lagaumgjörð verið brotin, sér í lagi af dómsmálaráðherranum, þegar fjórir af dómurunum í Landsrétt voru skipaðir.“

Segir yfirdeildin að Sigríði Andersen hafi verið heimilt að víkja frá mati hæfnisnefndar undir ákveðnum kringumstæðum, en hún hafi hunsað grundvallar reglu sem snéri að því að byggja ákvörðun sína á nægilegri könnun og mati. „Þessi regla var mikilvægur öryggisventill til þess að hindra ráðherrann í að beita pólitískum eða öðrum ótilhlýðilegum ástæðum sem mundu grafa undan sjálfstæði og lögmæti Landsréttar og að brot á henni væri því líkast að koma á aftur því valdi sem dómsmálaráðherra hafði áður til að skipa dómara og þannig þurrka út mikilvægar umbætur og tryggingar sem lagabreytingar höfðu skilað.“

Yfirdeildin bendir einnig á að þeir öryggisventlar sem stöðva hefðu átt brot Sigríðar hefðu allir brugðist, bæði meðferð málsins fyrir Alþingi og fyrir dómstólum Íslands. „Enginn þeirra öryggisventla skilaði árangri og geðþóttavald ráðherrans til þess að víkja frá mati hæfnisnefndar reyndist óheft.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skipun dómara við Landsrétt

Saga Landsréttarmálsins: Hver ber ábyrgð?
ÚttektSkipun dómara við Landsrétt

Saga Lands­rétt­ar­máls­ins: Hver ber ábyrgð?

Yf­ir­deild MDE átel­ur Sig­ríði And­er­sen, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, fyr­ir þátt henn­ar í Lands­rétt­ar­mál­inu. Hæstirétt­ur og Al­þingi, þá und­ir meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisn­ar og Bjartr­ar fram­tíð­ar, fá einnig gagn­rýni. Yf­ir­deild­in seg­ir gjörð­ir Sig­ríð­ar vekja rétt­mæt­ar áhyggj­ur af póli­tískri skip­un dóm­ara.
Fjölskylduvítið
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
PistillSkipun dómara við Landsrétt

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Fjöl­skyldu­vít­ið

Ís­lenska stjórn­mála­fjöl­skyld­an hef­ur öll meg­in­ein­kenni sjúkr­ar fjöl­skyldu út frá kenn­ing­um um með­virkni enda al­in upp við sjúk­leg­ar að­stæð­ur. Í því ljósi er for­vitni­legt að skoða „póli­tískt at og óvirð­ingu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í Strass­bourg við Al­þingi Ís­lend­inga“ sem „skipt­ir víst engu máli þeg­ar upp er stað­ið“.
Yfirlýstur andstæðingur Mannréttindadómstólsins flutti erindi á afmæli Hæstaréttar
FréttirSkipun dómara við Landsrétt

Yf­ir­lýst­ur and­stæð­ing­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins flutti er­indi á af­mæli Hæsta­rétt­ar

Dansk­ur pró­fess­or sem er þekkt­ur fyr­ir að vilja að Dan­ir hætti að lúta dóm­um Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu flutti ávarp á af­mæl­is­sam­komu Hæsta­rétt­ar. Boð­ið vek­ur at­hygli þar sem máls­með­ferð Ís­lands vegna Lands­rétt­ar­máls­ins hjá yf­ir­deild MDE stend­ur nú yf­ir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár