Þann 17. febrúar 1957 andaðist sjötug kona á sjúkrahúsi í Dublin á Írlandi eftir skamma legu. Dauði hennar vakti enga athygli enda var þetta hlédræg kona og óáleitin. Hún hafði búið við lítinn viðbúnað í litlu raðhúsi í úthverfinu Drumnagh suðvestur af miðborg Dublinar. Nágrannarnir höfðu ekki mikið af henni að segja en var vel við hana svo langt sem það náði. Enda hafði gamla konan verið brosmild og vingjarnleg í fasi en sagði fátt og allra síst um sjálfa sig. Hún hafði víst alla tíð verið ógift og enginn í götunni vissi annað en hún væri líka barnlaus. Ritari einhvers staðar, líklega hjá einhverri opinberri stofnun, hafði hún verið þangað til hún settist í helgan stein fyrir fimm árum. Þá er eiginlega upp talið það sem nágrannarnir vissu.
Gamlir harðlyndir menn
En hingað og þangað um Dublin lyftu fáeinir gamlir harðlyndir menn brúnum þegar þeir lásu fáorða tilkynningu í …
Athugasemdir