Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Víðir segir siðleysi að beita blekkingum til að losna við grímuna

Það er dap­ur­legt að fólk reyni að blekkja lækna til að fá vott­orð svo það sleppi und­an grímu­skyldu seg­ir Víð­ir Reyn­is­son, yf­ir­lög­reglu­þjónn hjá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra.

Víðir segir siðleysi að beita blekkingum til að losna við grímuna
Lágt lagst Víðir segir sérstakt að fólk leggist svo lágt að ljúga að heilbrigðisstarfsfólki. Mynd: Heiða Helgadóttir

Það er dapurlegt að fólk sýni hvert öðru ekki þá virðingu að bera grímur þar sem það á við, segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Í frétt Stundarinnar í gær var greint frá því að fólk í Facebook-hópnum Coviðspyrnan hefði dreift ráðleggingum um hvernig hægt væri að verða sér út um vottorð til að komast undan grímuskyldu. „Það er siðlaust að gera svona og vanvirðing við samborgarana,“ segir Víðir.

Í frétt Stundarinnar 

var greint frá því að meðlimur í umræddum hópi hefði greint frá því hvernig hann hefði hringt í lækni og orðið sér út um vottorð sem undanskildi hann grímuskyldu vegna sóttvarnarráðstafana. Í umræðum á síðunni voru gefin ráð um hvað það væri sem virkaði best að halda fram við lækna, vildi fólk verða sér úti um slík vottorð.

Samkvæmt reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, sem tók gildi 18. nóvember, er skylt að bera andlitsgrímur í almenningssamgöngum, í verslunum og annarri þjónustu. Einnig sé skylt að bera andlitsgrímur þar sem ekki er unnt að tryggja tveggja metra nálægðartakmörkun. Undanþegnir grímuskyldu eru þeir sem þegar hafa fengið Covid-19, þeir sem ekki hafa skilning eða þroska til að nota grímu eða geta það ekki af öðrum ástæðum, svo sem vegna heilsufars.

Skiptir miklu máli að fólk beri grímu

Víðir segir augljóst að verið sé að blekkja lækna til að skrifa upp á vottorð fyrir fólk. „Vottorðið er gefið út af lækni í góðri trú. Aftur á móti þá eru forsendur vottorðsins væntanlega rangar, það er að viðkomandi sem hringir í lækninn til að fá vottorð, hann lýgur að lækninum. Þarna er verið að blekkja lækninn en ekki verið að falsa skjöl. Það er auðvitað alvarlegt og umhugsunarefni fyrir þann sem gerir það, þetta eru skráð samskipti þannig að þetta er annað og meira en að hringja og ljúga einhverju.“

„Fyrst og fremst er þetta bara siðleysi“

Miklu máli skiptir fyrir marga að fólk beri grímur, segir Víðir. „Við finnum að þetta skiptir mjög marga mjög miklu máli og það að allir séu með grímu við þessar aðstæður einfaldar líf margra sem eru hræddir við að vera á ferðinni. Þetta er ekki mikið að leggja á sig þá stuttu stund sem fólk þarf að dvelja í þeim aðstæðum þar sem þetta á við. Maður hugsar frekar til þeirra sem þurfa að búa við þetta allan daginn, eins og fólk sem vinnur til dæmis við heilbrigðisþjónustu eða hársnyrtingu, sem eru bundnir því að vera með grímu allan daginn. Þetta er auðvitað bara dapurlegt fyrst og fremst, að fólk geri þetta, að sýna hvort öðru ekki þá virðingu að bera grímu.“

Almannavarnir og landlæknisembættið hafa hamrað á því ítrekað og endurtekið frá því að Covid-19 faraldurinn hófst að eina leiðin til að vinna bug á faraldrinum sé að þjóðin sýni samstöðu, fólk gæti persónulegra sóttvarna og sýni hverju örðu tillit og nærgætni. Víðir segir hegðun sem þessa þvert á þau tilmæli. „Það skiptir máli að allir leggi sitt af mörkum. Fyrir lang flesta eru þetta ekki stór atriði, eins og grímunotkun, á meðan að aðrir búa við mikla skerðingu á sínum lífsgæðum. Við getum horft til þeirra sem búa inni á hjúkrunarheimilum sem ekki getur fengið heimsóknir frá sínum nánustu, feður fengu á tímabili ekki að vera viðstaddir mæðraeftirlit og fleira slíkt. Það eru alls konar hlutir sem fólk er að leggja á sig þannig að ég verð að viðurkenna að mér finnst þessi afstaða mjög sérstök og skrýtin, að þó fólk sé ekki sátt við sóttvarnarráðstafanir sé það að leggjast svo lágt að ljúga að heilbrigðisstarfsmönnum til að verða sér út um vottorð.“

Spurður hvort um lögbrot sé að ræða, að blekkja lækna til að skrifa upp á vottorð, segir Víðir að vísast megi finna einhver ákvæði sem slíkt athæfi brjóti gegn. „Fyrst og fremst er þetta bara siðleysi. Það er siðlaust að gera svona og vanvirðing við samborgarana“

Fá vottorð hafa verið gefin út

Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að mjög fá vottorð sem undanskilja fólk frá grímuskyldu hafi verið gefin út. Það sé því ekki útbreitt vandamál, að fólk reyni að blekkja lækna í þessu skyni.  „Við þurfum alltaf að vera vakandi fyrir því þegar fólk er að biðja um staðfestingu á einhverjum atriðum hjá okkur að þau séu rétt. Ég heyrði af þessu í gær, að einhverjir væru að reyna þetta, og við erum auðvitað að reyna að bregðast við því. Við reynum auðvitað að votta bara það sem við getum fært sönnur á.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
6
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár