Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Víðir segir siðleysi að beita blekkingum til að losna við grímuna

Það er dap­ur­legt að fólk reyni að blekkja lækna til að fá vott­orð svo það sleppi und­an grímu­skyldu seg­ir Víð­ir Reyn­is­son, yf­ir­lög­reglu­þjónn hjá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra.

Víðir segir siðleysi að beita blekkingum til að losna við grímuna
Lágt lagst Víðir segir sérstakt að fólk leggist svo lágt að ljúga að heilbrigðisstarfsfólki. Mynd: Heiða Helgadóttir

Það er dapurlegt að fólk sýni hvert öðru ekki þá virðingu að bera grímur þar sem það á við, segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Í frétt Stundarinnar í gær var greint frá því að fólk í Facebook-hópnum Coviðspyrnan hefði dreift ráðleggingum um hvernig hægt væri að verða sér út um vottorð til að komast undan grímuskyldu. „Það er siðlaust að gera svona og vanvirðing við samborgarana,“ segir Víðir.

Í frétt Stundarinnar 

var greint frá því að meðlimur í umræddum hópi hefði greint frá því hvernig hann hefði hringt í lækni og orðið sér út um vottorð sem undanskildi hann grímuskyldu vegna sóttvarnarráðstafana. Í umræðum á síðunni voru gefin ráð um hvað það væri sem virkaði best að halda fram við lækna, vildi fólk verða sér úti um slík vottorð.

Samkvæmt reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, sem tók gildi 18. nóvember, er skylt að bera andlitsgrímur í almenningssamgöngum, í verslunum og annarri þjónustu. Einnig sé skylt að bera andlitsgrímur þar sem ekki er unnt að tryggja tveggja metra nálægðartakmörkun. Undanþegnir grímuskyldu eru þeir sem þegar hafa fengið Covid-19, þeir sem ekki hafa skilning eða þroska til að nota grímu eða geta það ekki af öðrum ástæðum, svo sem vegna heilsufars.

Skiptir miklu máli að fólk beri grímu

Víðir segir augljóst að verið sé að blekkja lækna til að skrifa upp á vottorð fyrir fólk. „Vottorðið er gefið út af lækni í góðri trú. Aftur á móti þá eru forsendur vottorðsins væntanlega rangar, það er að viðkomandi sem hringir í lækninn til að fá vottorð, hann lýgur að lækninum. Þarna er verið að blekkja lækninn en ekki verið að falsa skjöl. Það er auðvitað alvarlegt og umhugsunarefni fyrir þann sem gerir það, þetta eru skráð samskipti þannig að þetta er annað og meira en að hringja og ljúga einhverju.“

„Fyrst og fremst er þetta bara siðleysi“

Miklu máli skiptir fyrir marga að fólk beri grímur, segir Víðir. „Við finnum að þetta skiptir mjög marga mjög miklu máli og það að allir séu með grímu við þessar aðstæður einfaldar líf margra sem eru hræddir við að vera á ferðinni. Þetta er ekki mikið að leggja á sig þá stuttu stund sem fólk þarf að dvelja í þeim aðstæðum þar sem þetta á við. Maður hugsar frekar til þeirra sem þurfa að búa við þetta allan daginn, eins og fólk sem vinnur til dæmis við heilbrigðisþjónustu eða hársnyrtingu, sem eru bundnir því að vera með grímu allan daginn. Þetta er auðvitað bara dapurlegt fyrst og fremst, að fólk geri þetta, að sýna hvort öðru ekki þá virðingu að bera grímu.“

Almannavarnir og landlæknisembættið hafa hamrað á því ítrekað og endurtekið frá því að Covid-19 faraldurinn hófst að eina leiðin til að vinna bug á faraldrinum sé að þjóðin sýni samstöðu, fólk gæti persónulegra sóttvarna og sýni hverju örðu tillit og nærgætni. Víðir segir hegðun sem þessa þvert á þau tilmæli. „Það skiptir máli að allir leggi sitt af mörkum. Fyrir lang flesta eru þetta ekki stór atriði, eins og grímunotkun, á meðan að aðrir búa við mikla skerðingu á sínum lífsgæðum. Við getum horft til þeirra sem búa inni á hjúkrunarheimilum sem ekki getur fengið heimsóknir frá sínum nánustu, feður fengu á tímabili ekki að vera viðstaddir mæðraeftirlit og fleira slíkt. Það eru alls konar hlutir sem fólk er að leggja á sig þannig að ég verð að viðurkenna að mér finnst þessi afstaða mjög sérstök og skrýtin, að þó fólk sé ekki sátt við sóttvarnarráðstafanir sé það að leggjast svo lágt að ljúga að heilbrigðisstarfsmönnum til að verða sér út um vottorð.“

Spurður hvort um lögbrot sé að ræða, að blekkja lækna til að skrifa upp á vottorð, segir Víðir að vísast megi finna einhver ákvæði sem slíkt athæfi brjóti gegn. „Fyrst og fremst er þetta bara siðleysi. Það er siðlaust að gera svona og vanvirðing við samborgarana“

Fá vottorð hafa verið gefin út

Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að mjög fá vottorð sem undanskilja fólk frá grímuskyldu hafi verið gefin út. Það sé því ekki útbreitt vandamál, að fólk reyni að blekkja lækna í þessu skyni.  „Við þurfum alltaf að vera vakandi fyrir því þegar fólk er að biðja um staðfestingu á einhverjum atriðum hjá okkur að þau séu rétt. Ég heyrði af þessu í gær, að einhverjir væru að reyna þetta, og við erum auðvitað að reyna að bregðast við því. Við reynum auðvitað að votta bara það sem við getum fært sönnur á.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár