Föstudaginn 23. október síðastliðinn er greint frá því í fjölmiðlum að COVID-19 smit hafi greinst hjá nokkrum starfsmönnum og einum sjúklingi á öldrunarlækningadeild Landakots. Síðar sama dag er greint frá því að sextán sjúklingar og sex starfsmenn séu smitaðir. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítala, segir í viðtali við Fréttablaðið að ekki sé enn ljóst hvernig smitið hafi borist inn á Landakot og að hópsmitið sé fyrsta af þessari stærðargráðu og eitt stærsta verkefni spítalans að svo stöddu. Sama dag fær annar sjúklingur, 85 ára kona sem fór inn á Landakot í hvíldarinnlögn eftir beinbrot tveimur vikum áður, niðurstöðu þess efnis að hún sé smituð af COVID-19.
Starfsmaður finnur fyrir einkennum
Tveimur dögum áður, eða miðvikudaginn 21. október, finnur starfsmaður á Landakoti fyrir einkennum COVID-19. Einkennin fara að bera á sér að kvöldi til. Starfsmaðurinn fer í sýnatöku sama …
Athugasemdir