Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sendiherra neitar að hafa hringt í lögreglu

Ná­granni sendi­herra Pól­lands seg­ir að lög­regl­an hafi haft af­skipti af sér vegna borða sem hengd­ur var upp til að mót­mæla þrengri lög­gjöf í Póllandi um þung­un­ar­rof. Sendi­herr­ann seg­ist ekki hafa hringt á lög­reglu og lög­regla seg­ir mál­ið ekki skráð í mála­skrá, en haft hafi ver­ið sam­band við hana vegna bíla­stæða.

Sendiherra neitar að hafa hringt í lögreglu
Nýttu landafræðileg völd til mótmæla Martyna Dobrowolska hengdi upp borða 6. nóvember þar sem hún varpaði fram spurningu um hvar sendiherra Póllands sé þegar pólskum konum er stefnt í hættu með löggjöf um þungunarrof.

Föstudaginn 6. nóvember hengdi Martyna Dobrowolska upp borða sem hangir fyrir utan heimili hennar að Sólvallagötu þar sem sjónum er beint að sendiherra Póllands sem býr beint á móti. Á borðanum er varpað fram þeirri spurningu hvar sendiherrann sé nú þeg­ar pólsk­um kon­um er stefnt í hættu vegna lög­gjaf­ar um þung­un­ar­rof.

Martyna segir að í kjölfarið hafi leigusalinn tjáð henni að lögreglan hefði haft samband vegna kvörtunar frá sendiherra Póllands, Gerard Pokruszyński, vegna borðans. Stundin fjallaði um málið og óskaði eftir viðbrögðum frá sendiherranum, sem svaraði ekki fyrirspurn blaðsins. Í yfirlýsingu á vefsíðu pólska sendiráðsins sem birt var þann 12. nóvember er frásögn Martynu af afskiptum sendiherrans sögð vera lygi.

Þar segir Pokruszyński að mótmæli séu eðlileg. „Í lýðræðisríki eins og Póllandi og Íslandi hafa allir rétt á því að mótmæla og tjá skoðun sína, og það væri hneykslismál“ ef sendiherra myndi láta fjarlægja slíkan borða með valdi. Lögreglan hafi hins vegar verið kölluð til vegna „innrásar á einkalóð sendiherrans“ sem er vernduð með alþjóðalögum. 

Innrásin var lagning í einkastæði

Stundin hafði samband við lögregluna og var tjáð að engin kvörtun hafi verið bókuð frá sendiherra vegna borðans, en að haft hafi verið samband við Martynu vegna þess að búið var að leggja í einkastæði sendiherrans. Sambýlisfólk Martynu segir í samtali við Stundina að lögregluþjónn hafi bankað upp á hjá þeim að kvöldi þess 6. nóvember út af bílastæðinu. Í því samtali hafi hann minnst á að þau þyrftu að fjarlægja borðann. Þegar lögregluþjónninn var spurður hvaða lög þau væru að brjóta með því að hengja borðann upp á lögregluþjónninn að hafa sagt að hann vissi það ekki en ætlaði að komast að því. Nágranni þeirra varð einnig vitni að þessum samskiptum.

Martyna segir að hún hafi fengið meðbyr með mótmælaverkinu úr pólska samfélaginu. Eftir að hafa ráðfært sig við lögfræðinga hefur hún ákveðið að fjarlægja ekki borðann heldur leyfa honum að vera.

Sendiherra Póllands hefur áður látið íslenskan fréttaflutning sig varða. Í nóvember 2018 sendi hann bréf á skrifstofu forseta Íslands, skrifstofu forsætisráðherra og ritstjórn Stundarinnar þar sem hann kvartaði undan umfjöllun Stundarinnar um sjálfstæðisgöngu í Póllandi þar sem leiðtogar Póllands gengu með nýnasistum. „Ég vona að þetta muni ekki valda alvarlegum afleiðingum og muni ekki byggja upp tregðu á milli samlanda okkar,“ skrifaði Pokruszynski þá og krafði blaðið um afsökunarbeiðni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Mótmæli

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár