Hinn 10. febrúar 2020 höfðu Samtök atvinnulífsins (SA) átt fund með sóttvarnaryfirvöldum vegna yfirvofandi faraldurs. Þau sendu í kjölfarið frá sér svofellda yfirlýsingu:
„SA eru boðin og búin til að vinna með yfirvöldum í aðgerðum þeirra. Þau hvetja fyrirtæki til að gera það einnig og sýna starfsmönnum skilning sem þurfa hugsanlega að vera fjarri vinnu vegna sóttkvíar.“
Með fylgdi að hlutverk SA „felst aðallega í að miðla upplýsingum til fyrirtækja“. Og sitthvað fallegt um sóttvarnir og samfélagslega ábyrgð.
Svo kom faraldurinn fyrir alvöru, margir veiktust, fáeinir dóu, fleiri fóru í einangrun, en langflestir í sóttkví til þess að hamla útbreiðslu veirunnar.
Sóttin hafði samt varla hafið strandhögg sitt þegar Samtök atvinnulífsins virtust hafa skipt um skoðun. Þá voru fá falleg orð um að sýna starfsmönnum skilning, heldur þessi:
„Það er alls ekki sjálfsagt að atvinnurekandi greiði laun á meðan fólk er í sóttkví. Ef fólk fer á eigin vegum …
Athugasemdir