
James M. Cox átti ekki í neinum erfiðleikum með að viðurkenna ósigur í kjöri um forseta Bandaríkjanna í nóvember 1920. Hann var í fyrsta lagi ekki jafn tapsár og Donald Trump og í öðru lagi fóru úrslitin ekkert á milli mála. Cox tapaði nefnilega fyrir Warren Harding með mesta mun sem sést hafði í bandarískum forsetakosningum síðan James Monroe var sjálfkjörinn árið 1820.
Reyndar var Cox skírður fullu nafni James Monroe Cox, en ekki dugði sú tenging við hinn sigursæla 5. forseta honum.
Ekki nema 34,1 prósent kjósenda sáu ástæðu til að merkja við Cox á kjörseðlinum en 60,3 prósent vildu Harding. Sá mikli munur upp á 26,2 prósent hefur ekki verið betrumbættur síðan.
Útlitið gott
Svo það var ekki annað fyrir Cox að gera en halda heim í setur sitt í útjaðri Dayton í Ohio og taka upp fyrri háttu, að reka blöð og tímarit, en Warren Harding flutti …
Athugasemdir