Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Biden nálægt sigri

Beð­ið er nið­ur­stöðu for­seta­kosn­ing­anna í nokkr­um ríkj­um Banda­ríkj­anna, en Joe Biden vant­ar ör­fáa kjör­menn til að tryggja sér sig­ur. Don­ald Trump hef­ur kært í nokkr­um ríkj­um.

Biden nálægt sigri
Joe Biden Frambjóðandi Demókrata segist sannfærður um að hann reynist sigurvegari kosninganna. Mynd: Shutterstock

Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, er hársbreidd frá því að geta lýst yfir sigri í forsetakosningunum sem fram fóru í Bandaríkjunum á þriðjudag. Leiðum Donald Trump, sitjandi forseta, til að sigra fækkar í sífellu og hefur hann nú þegar leitað á náðir dómstóla í nokkrum ríkjum til að reyna að stöðva talningu atkvæða.

Biden er nú talinn hafa sigrað í ríkjunum Wisconsin og Michigan og hafa fréttastofurnar AP, Politico og Fox News einnig lýst hann sigurvegara í Arizona. Er hann þar með kominn með 264 svokallaða kjörmenn, en frambjóðandi þarf stuðning 270 kjörmanna til að sigra.

Fréttastofur hafa ekki verið tilbúnar til að lýsa sigurvegara í Nevada, Georgíu, Norður-Karólínu og Pennsylvaníu. Enn er verið að telja atkvæði í þessum ríkjum, mestmegnis atkvæði úr póstkosningu, en í sumum þeirra er óheimilt að byrja að telja þau atkvæði fyrr en á kjördag. Fordæmalaus fjöldi kjósenda valdi að kjósa í pósti, að líkindum vegna COVID-19 faraldursins.

Hafa niðurstöður úr póstkosningunni sýnt að hún hefur verið Biden í vil, sérstaklega þegar talin hafa verið atkvæði frá þéttbýlum svæðum. Þannig var Trump yfir í bæði Wisconsin og Michigan lengi vel, en Biden náði forystu eftir því sem leið á talninguna. Biden hefur einnig þrengt að forskoti Trump í Pennsylvaníu og Georgíu með sama hætti.

Segist hann því sannfærður um að sigur verði í höfn þegar öll atkvæði hafa verið talin. Í raun dugar Biden að vinna Nevada, sem hann leiðir í nú þegar, til að fá þá 6 kjörmenn sem vantar upp í 270. Trump tapaði í ríkinu fyrir fjórum árum og er nú beðið eftir að talningu póstatkvæða ljúki.

Trump hefur aftur á móti haldið því ranglega fram að hann hafi unnið Pennsylvaníu, Georgíu og Norður-Karólínu. Í færslu á Twitter sagðist hann einnig vera sigurvegari í Michigan ef „í raun var fjölda atkvæða hent í leyni eins og víða hefur komið fram!“ Twitter merkti færslur hans sérstaklega sem misvísandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar í BNA 2020

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár