Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Biden nálægt sigri

Beð­ið er nið­ur­stöðu for­seta­kosn­ing­anna í nokkr­um ríkj­um Banda­ríkj­anna, en Joe Biden vant­ar ör­fáa kjör­menn til að tryggja sér sig­ur. Don­ald Trump hef­ur kært í nokkr­um ríkj­um.

Biden nálægt sigri
Joe Biden Frambjóðandi Demókrata segist sannfærður um að hann reynist sigurvegari kosninganna. Mynd: Shutterstock

Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, er hársbreidd frá því að geta lýst yfir sigri í forsetakosningunum sem fram fóru í Bandaríkjunum á þriðjudag. Leiðum Donald Trump, sitjandi forseta, til að sigra fækkar í sífellu og hefur hann nú þegar leitað á náðir dómstóla í nokkrum ríkjum til að reyna að stöðva talningu atkvæða.

Biden er nú talinn hafa sigrað í ríkjunum Wisconsin og Michigan og hafa fréttastofurnar AP, Politico og Fox News einnig lýst hann sigurvegara í Arizona. Er hann þar með kominn með 264 svokallaða kjörmenn, en frambjóðandi þarf stuðning 270 kjörmanna til að sigra.

Fréttastofur hafa ekki verið tilbúnar til að lýsa sigurvegara í Nevada, Georgíu, Norður-Karólínu og Pennsylvaníu. Enn er verið að telja atkvæði í þessum ríkjum, mestmegnis atkvæði úr póstkosningu, en í sumum þeirra er óheimilt að byrja að telja þau atkvæði fyrr en á kjördag. Fordæmalaus fjöldi kjósenda valdi að kjósa í pósti, að líkindum vegna COVID-19 faraldursins.

Hafa niðurstöður úr póstkosningunni sýnt að hún hefur verið Biden í vil, sérstaklega þegar talin hafa verið atkvæði frá þéttbýlum svæðum. Þannig var Trump yfir í bæði Wisconsin og Michigan lengi vel, en Biden náði forystu eftir því sem leið á talninguna. Biden hefur einnig þrengt að forskoti Trump í Pennsylvaníu og Georgíu með sama hætti.

Segist hann því sannfærður um að sigur verði í höfn þegar öll atkvæði hafa verið talin. Í raun dugar Biden að vinna Nevada, sem hann leiðir í nú þegar, til að fá þá 6 kjörmenn sem vantar upp í 270. Trump tapaði í ríkinu fyrir fjórum árum og er nú beðið eftir að talningu póstatkvæða ljúki.

Trump hefur aftur á móti haldið því ranglega fram að hann hafi unnið Pennsylvaníu, Georgíu og Norður-Karólínu. Í færslu á Twitter sagðist hann einnig vera sigurvegari í Michigan ef „í raun var fjölda atkvæða hent í leyni eins og víða hefur komið fram!“ Twitter merkti færslur hans sérstaklega sem misvísandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar í BNA 2020

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár