Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Gagnrýna að endurvinnsla plasts sé ekki rædd í stjórn Sorpu

Borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins vilja vita hversu lengi stjórn Sorpu var kunn­ugt um að plast sem sent var er­lend­is til end­ur­vinnslu hafi ver­ið brennt.

Gagnrýna að endurvinnsla plasts sé ekki rædd í stjórn Sorpu
Plast Tölur um endurvinnslu á plasti íslenskra neytenda eru sagðar ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýna að stjórn Sorpu hafi ekki fjallað um misbresti við endurvinnslu plasts og krefjast upplýsinga um hvort Sorpa hyggist leiðrétta tölfræði um endurvinnslu Reykjavíkurborgar í ljósi þeirra upplýsinga.

Í umfjöllun í síðasta tölublaði Stundarinnar kom fram að endurvinnsla á plasti sem íslenskir neytendur nota sé langtum minni en opinberar tölur gefa til kynna og að íslensk fyrirtæki fái oft greitt fyrir að endurvinna plast sem ratar aldrei í endurvinnslu. Fram kom að Sorpa hafi ekki sett endurvinnslu plasts í forgang og að stór hluti plastsins endi hjá umdeildu sænsku fyrirtæki sem brenni það í sementsverksmiðju.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði, þau Eyþór Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir vöktu athygli á málinu í umræðum um fundargerð Sorpu á fundi ráðsins í gær. Sögðu þau athygli vekja að ekki hefði verið rætt um málið á stjórnarfundi Sorpu, þegar að fullt tilefni hafi verið að ræða um endurvinnslu plasts og brotalamir í því ferli.

Fulltrúar meirihluta Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna bentu á að fundargerð Sorpu sem rætt hafi verið um væri frá 9. október, áður en umfjöllun Stundarinnar var birt 23. október. „Nú er stjórn SORPU fjölhæf og fá málefni henni óviðkomandi en ekki býr hún svo vel að eiga tímavél til að ferðast í framtíðina til að geta sett efnisumfjallanir einstaka fjölmiðla á dagskrá fundar áður en þær birtast í þessum sömu fjölmiðlum.“

„Almenningur greiðir gjald vegna plasts sem á að nota í endurvinnslu“

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bentu hins vegar á að í umfjöllun Stundarinnar hafi komið fram að Sorpa hafi verið upplýst um yfirvofandi umfjöllun og svarað fyrirspurnum vegna málsins. „Almenningur greiðir gjald vegna plasts sem á að nota í endurvinnslu,“ segir í bókun Sjálfstæðisflokksins. „Misbrestur hefur verið á því og hefur komið í ljós að SORPA hefur sent efni til annarra landa þar sem því hefur verið fargað í stað þess að vera endurunnið.“

Mikinn minnihluta plasts hægt að endurvinna

Fulltrúar meirihlutans sögðu þá að hægt væri að gera mikið betur í endurvinnslu plasts og að Sorpa mundi upplýsa betur um ferlið og fyrirhugaðar aðgerðir. „Stjórn SORPU er vel kunnugt um útflutning plasts til orkuendurvinnslu. Aðeins 30% af því plasti sem kemur til endurvinnslustöðvanna og 50% af því sem kemur úr plastsöfnun við heimilin er hægt að endurvinna. Annað er sent erlendis til orkuvinnslu. Þetta plast er hins vegar bara brot af því plasti sem er í umferð því t.d. 2019 komu ca. 15.000 tonn af plasti í urðun frá rekstraraðilum og ljóst að hægt er að gera mikið betur í þeim efnum. Það er sjálfsagt að upplýsa fólk og borgarfulltrúa um feril plasts og þær aðgerðir sem fyrirhugaðar eru á Íslandi og hjá sveitarfélögum til að endurvinna og endurnýta meira og innleiða hringrásarhagkerfið og er SORPA bs. að undirbúa að slíkt verði gert.

„Þá er óskað eftir upplýsingum um hversu lengi stjórn SORPU hefur haft vitneskju um að plastið hafi ekki verið endurunnið“

Lögðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins einnig fram fyrirspurn um málið. „Hvert er heildarmagn plasts sem sent hefur verið frá SORPU til endurvinnslu erlendis frá árinu 2014-2020? Þá er óskað eftir upplýsingum um hversu lengi stjórn SORPU hefur haft vitneskju um að plastið hafi ekki verið endurunnið. Hvað hyggst stjórn SORPU bregðast við málinu og eru uppi áform um að leiðrétta tölur yfir endurvinnslu og endurnýtingu hjá Reykjavíkurborg í ljósi þessara upplýsinga?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár