Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

190. spurningaþraut: Spurningar um Bandaríkin, þær eru 11 að þessu sinni, ekki 10

190. spurningaþraut: Spurningar um Bandaríkin, þær eru 11 að þessu sinni, ekki 10

Þrautin frá í gær.

***

Þessi þraut er öll helguð Bandaríkjunum í tilefni af forsetakosningunum þar. Og vegna þeirra eru aðalspurningarnar reyndar 11, ekki 10, eins og venjulega.

Fyrri aukaspurningin snýst hins vegar um myndina hér að ofan.

Hvaða bandaríska borg er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.   Hversu margir eru Bandaríkjamenn? Hér má muna fimm milljónum til eða frá?

2.   Hvað er stærst af hinum 50 ríkjum Bandaríkjanna?

3.   En minnst?

4.   Hvað heitir fjölmennasta borgin í ríkinu Texas?

5.   Hver hefur lengst allra gegnt embætti forseta Bandaríkjanna?

6.   En hver er eini forsetinn, sem hefur fallið í kosningum en síðan náð aftur kjöri seinna?

7.   Til hvaða stórborgar telst Staten eyja?

8.   Bandaríska skáldkonan Louise Glück fékk Nóbelsverðlaun í bókmenntum á dögunum. Áður höfðu 11 Bandaríkjamenn fengið þessi verðlaun. Nefnið að minnsta kosti þrjá þeirra.

9.   Bandaríkjaforsetinn er kjörinn af sérstakri kjörmannasamkundu, eins og kunnugt er, en ríkin 50 kjósa hvert um sig svo og svo marga fulltrúa í þá samkundu. Til Bandaríkjanna teljast ýmis svæði hingað og þangað um heiminn, en fyrir utan hin venjulegu 50 ríki, þá er aðeins eitt svæði talið verðugt þess að fá að kjósa nokkra kjörmenn í samkunduna. Hvaða svæði er það?

10.   Hvað heitir heitasti staðurinn í Bandaríkjunum? – sem er raunar jafnframt einn heitasti og þurrasti staður í heimi.

11.   Hver vinnur forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á morgun?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þessi kona?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Í fyrra töldust Bandaríkjamenn vera rúmlega 328 milljónir. Rétt telst vera allt frá 323 milljónum til 334 milljóna.

2.   Alaska.

3.   Rhode Island.

4.   Houston.

5.   Franklin D. Roosevelt.

6.   Grover Cleveland.

7.   New York.

8.   Verðlaunahafarnir 11 á undan Glück eru: Sinclair Lewis, Eugene O'Neill, Pearl S. Buck, William Faulkner, Ernst Hemingway, John Steinbeck, Saul Bellow, Isaac Bashevis Singer, Joseph Brodsky, Toni Morrison og Bob Dylan.

9.   Höfuðborgin Washington í Columbia-hverfi. Hún telst ekki hluti af neinu ríkjanna 50.

10.   Dauðadalur, Death Valley, í Kaliforníu. Þið þurfið reyndar ekki að vita um ríkið þar sem þessi dalur leynist, nafnið á honum sjálfum er nóg.

11.   Þið verðið að bíða fram á miðvikudag með að komast að því hvort þið hafið rétt fyrir ykkur hér eða ekki. 

***

Svör við aukaspurningum:

Borgin er Chicago.

Konan var Rosa Parks, sem fræg varð í mannréttindabaráttu svartra íbúa í Bandaríkjunum eftir að hún neitaði ung að árum að standa upp fyrir hvítum farþega í strætisvagni.

***

Og loks aftur þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu