Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Umhverfisfyrirtæki ársins“ dreifði plastdrasli um náttúruna

1.500 rúm­metr­ar af moltu sem fyr­ir­tæk­ið Terra dreifði til upp­græðslu í Krýsu­vík voru all­ir plast­meng­að­ir. Plast og rusl mátti sjá vítt og breitt um svæð­ið. Sam­tök at­vinnu­lífs­ins út­nefndu Terra „um­hverf­is­fyr­ir­tæki árs­ins“ fyrr í mán­uð­in­um. Arn­grím­ur Sverris­son, rekstr­ar­stjóri Terra, seg­ist taka mál­ið mjög nærri sér.

„Umhverfisfyrirtæki ársins“ dreifði plastdrasli um náttúruna
Verðlaunaafhending 14. október síðastliðinn var Terra verðlaunað af Samtökum atvinnulífsins sem „umhverfisfyrirtæki ársins“. Á myndinni eru: Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Líf Lárusdóttir, markaðsstjóri Terra, Gunnar Bragason, forstjóri Terra, Jónína G. Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu- og viðskiptasviðs Terra, Freyr Eyjólfsson, samskiptastjóri Terra og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Mynd: SA

Sorphirðu- og endurvinnslufyrirtækið Terra dreifði plasti og öðru rusli á svæði í Krýsuvík með dreifingu á moltu á svæðinu í sumar. Um 1.500 rúmmetrum af moltu var dreift á svæðið og má gera ráð fyrir að allt efnið hafi verið plastmengað. Ástæðan var þekkingarleysi og klúður. Samtök atvinnulífsins útnefndu Terra umhverfisfyrirtæki ársins fyrr í þessum mánuði.

Þeir verkferlar sem beitt var við moltugerðina reyndust algjörlega ófullnægjandi. Á myndum af svæðinu má sjá ýmiss konar plastefni í miklu magni, bæði stórt og smátt. Sjá má heil plasthnífapör, lyfjaumbúðir en einnig annað rusl eins og stálhnífapör. Rekstrarstjóri Terra segist miður sín yfir málinu og taki það nærri sér. Umhverfisstjórnunarfræðingur segir svona ekki eiga að gerast.

Plast eins og hráviði um alltHvert sem litið er, á stóru svæði, lá plast á svæðinu sem Terra dreifði moltunni á.

Gumuðu sig af verkefninu

Í byrjun sumars var tilkynnt um að Terra hyggðist, í samstarfi við Landgræðsluna, vinna að uppgræðslu lands á Reykjanesi í nágrenni Krýsuvíkur. Markmið verkefnisins var að stuðla að aukinni notkun á moltu til landbóta í stað þess að nota til þess tilbúinn áburð. Dreifa átti um 1.500 rúmmetrum af moltu á svæðið sem allt í allt er um 50 hektarar og lítt gróið. Þá kom umhverfisráðuneytið að málinu einnig en ráðuneytið setti fjármuni í verkefnið. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra fagnaði verkefninu og sagði mikil verðmæti felast í innlendri moltu.

„Þetta er stórt skref í að innleiða nýja hugsun með að nýta betur lífrænan úrgang og moltu til að græða landið“

„Við hjá Terra erum stolt af þessu mikilvæga samstarfi. Þetta er stórt skref í að innleiða nýja hugsun með að nýta betur lífrænan úrgang og moltu til að græða landið. Þetta er hringrásarhagkerfið í framkvæmd,“ sagði í frétt á vefsíðu fyrirtækisins.

Græða upp landið með moltuTerra birti þetta kynningarmyndband 7. október síðastliðinn þar sem glaðbeittir menn kynntu uppgræðsluverkefni fyrirtækisins og Landgræðslunnar. Skömmu síðar kom í ljós að moltan var meira og minna plastmenguð.

Terra hefur gert mikið úr verkefninu og birti meðal annars kynningarmyndbandið hér að ofan, þar sem verkefnið var kynnt, 7. október síðastliðinn.

Fyrirtækið hlaut síðan umhverfisverðlaun atvinnulífsins, sem Samtök atvinnulífsins veita, 14. október, og var meðal annars tiltekið að fyrirtækið ræki jarðgerðarstöð til endurnýtingar á lífrænum efnum.

Lyfjaumbúðir og hnífapör í moltunni

Stundin birtir hér ljósmyndir af aðstæðum þar sem Terra dreifði moltu í Krýsuvík. Myndirnar voru teknar 11. október síðastliðinn. Þar má sjá stóra plasthluti, lyfjaumbúðir og annað rusl sem dreift hafði verið með moltunni.

Margir mengunarvaldarEkki aðeins var um að ræða plast heldur einnig lyfjaumbúðir en þeim á að skila sérstaklega í apótek.

Á Facebook-síðu ráðgjafarfyrirtækisins Grænnar leiðar, sem veitir ráðgjöf í úrgangsmálum til fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga, voru einnig birtar myndir af sorpi sem sjá mátti hist og her á svæðinu, plasti, hnífapörum og öðru rusli. Þá vekur athygli að stoðefni í moltunni, niðurrifið timbur, er óvenju grófgert. Í færslu Grænnar leiðar segir að mest hafi verið um litlar agnir sem sokknar væru í jarðveginn en stærra efni fyki um svæðið.

Viðhorfið að molta sé eitthvað úrgangsgums

Stefán GíslasonSegir málið vera klúður.

Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur segir málið vera „klúður“. „Í almennilegri moltugerð á að vera síun áður en ferlið hefst því það kemur alltaf eitthvað drasl með þó þetta sé sérsafnaður lífrænn úrgangur. Síðan á að vera sigtun þegar efnið kemur út úr ferlinu. Mér finnst til dæmis mjög skrýtið að sjá á þessum myndum, þótt það geri náttúrunni kannski ekkert til, stórar tréflísar sem hafa verið nýttar sem stoðefni. Þetta eiga menn að hreinsa út vegna þess að þetta nýtist í margar umferðir sem stoðefni, það er engin meining að þetta fari út með moltunni. Það á að vera hægt að sigta mest af þessu úr í ferlinu svo menn ættu ekki að þurfa að fara og ganga um svæði til að tína upp rusl eftir á. Þetta ætti ekki að gerast.“

„Þetta ætti ekki að gerast“

Stefán segir virðingarleysi ríkjandi gagnvart moltugerð á Íslandi. „Dreifing moltu getur verið hin besta aðgerð til að vinna að landbótum. Að einhverju leyti snýst þetta kannski um að Íslendingum hefur enn ekki auðnast að bera næga virðingu fyrir moltu sem framleiðsluvöru. Það er enn þá þetta viðhorf að þetta sé eitthvert gums sem hafi orðið til við jarðgerð og það þurfi að losna við það. Menn horfa á ferlið sem úrgangsmeðhöndlun í stað þess að horfa á það sem framleiðslu, það hefur ríkt ákveðið virðingarleysi gagnvart þessu efni.“

Vonlaust að hreinsa allt í burtu

Segir þekkingarleysi ástæðunaArngrímur Sverrisson, rekstrarstjóri Terra, segist miður sín yfir því hversu hrapallega tókst til.

Arngrímur Sverrisson, rekstrarstjóri Terra, var með böggum hildar yfir málinu þegar Stundin hafði samband við hann. Raunin er að öll sú molta sem dreift var á svæðinu í sumar, 1.500 rúmmetrar, hefur verið menguð af plasti án þess að starfsmenn Terra hafi gert sér grein fyrir því. Það ferli sem notað var við moltugerðina reyndist með öllu ófullnægjandi.

„Við hreinsuðum þetta eins mikið og við gátum áður en ferlið hófst og enduðum svo með að sigta þetta, í gegnum möskvastærð sem er 20 millimetrar. Ég tók síðan prufur úr moltunni. Ég sá að það var örlítið af litlum plastögnum í þessu, en það er því miður ekki hægt að komast hjá því að eitthvað slíkt fylgi með. En eftir sigtunina kom í ljós að moltan var svona kúlukennd, það voru einhverja kúlur í henni sem ég var að velta fyrir mér hvað væri. Ég veit það núna, það voru litlar plastagnir sem höfðu rúllast upp og klesst saman og orðið það litlar að þær sluppu í gegnum möskvana. Svo þegar þær komu út og það rigndi ofan í þetta þá losnaði um það og plastið breiddist út,“ segir Arngrímur.

„Þetta eru mistök sem gerast, eða kannski ekki mistök heldur bara þekkingarleysi“

Á myndum má sjá bæði minna plast en einnig stærri hluti eins og heil plasthnífapör, lyfjaumbúðir og jafnvel stór stálhnífapör. Spurður hvernig slíkir hlutir hafi getað sloppið í gegnum síun segir Arngrímur að það sé væntanlega vegna þess miklum þrýstingi sé beitt við vinnsluna. „Stærri stykki hafa farið í gegn vegna þess að það er mikill þrýstingur sem beitt er til að koma efninu í gegnum síuna. Það virðist bara vera þannig með þessa möskva sem við vorum að nota að efnið komist í gegnum þá. Það sem verra er að við sáum þetta ekki, þegar við erum að gera prufur eða dreifa efninu. Ég var að fylgjast með dreifingunni í sumar og ég sá þetta ekki. Svo þegar búið er að leggja moltuna út og hún fer að setjast, það rignir ofan í hana, þá kemur þetta í ljós.“

Á leið ofan í jörðinaMikið magn plasts er þegar horfið ofan í svörðinn en fólk á vegum Terra fór á Krýsuvíkursvæðið á dögunum og hreinsaði það sem til sást.

Terra hefur sent fólk á vettvang til að hreinsa svæðið, það rusl sem sést á því. Arngrímur segir hins vegar að því miður sé eitthvað af plastinu þegar horfið ofan í jarðveginn og eitthvað hafi fokið burt. „Þetta er mjög leiðinlegt og þetta viljum við ekki. Þetta eru mistök sem gerast, eða kannski ekki mistök heldur bara þekkingarleysi. Þetta er klúður, við gerðum okkur ekki grein fyrir því að þetta væri svona. Þetta kom mér alveg í opna skjöldu.“

Verður að finna lausn

Eftir að málið kom upp og Terra varð það ljóst, nú í vikunni, hófst strax vinna við að kanna hvaða leiðir sé hægt að fara til að koma í veg fyrir að slíkt hið sama endurtaki sig. Moltugerð tekur tíma og verkefninu í Krýsuvík er lokið þar eð ekki er til meira efni í það. Arngrímur segir að hann sé ekki viss um að framhald verði á verkefninu en ljóst sé að það verði að finna lausn á vandamálinu.

„Ég tek þetta mjög nærri mér“

„Við þurfum sennilega að fara með sigtið niður í 7 millimetra og gera síðan prófanir á þessu, með útskolun, til að sjá hvort það sé enn plast í efninu. Ef það er plast er ekki hægt að nota efnið. Hugsanlega væri hægt að þurrka efnið enn þá meira þá og nota ryksugur til að ná plastinu úr. Það sem kemur mér á óvart í þessu, því ég tek þetta mjög nærri mér, er að það er búið að dreifa moltu til almennings, einhverjum hundruðum rúmmetra, og það hefur enginn minnst á þetta eða gert athugasemd. Við vissum að það gæti verið eitthvert örlítið plast í þessu, það er plast út um allt í kringum okkur og fólk hendir plasti út um allt, en hluti af þessu er þó bio-plast sem á eftir að brotna niður.“

En hvað verður þá um lífræna úrganginn ef ekki er hægt að búa til úr honum moltu og dreifa henni? Arngrímur segir einfaldlega að það verði að takast. „Við verðum bara að reikna með að við náum tökum á þessu, það er verið að gera þetta úti í heimi. Við ætlum að fjárfesta í pressu sem á að geta náð plastinu úr áður en ferlið hefst. Það verður bara að takast. Það versta er hvað fólk gengur því miður illa um þetta, það gerir okkur mjög erfitt fyrir.“

Alls konar plastAlls konar plast virðist hafa verið í moltunni, eins og þetta net utan af lauk.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
1
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Óléttur hjúkrunarfræðingur tekinn hálstaki
3
Á vettvangi

Ólétt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur tek­inn hálstaki

Þær eru kýld­ar og tekn­ar hálstaki. Kyn­ferð­is­leg áreitni gagn­vart starfs­fólki bráða­mót­tök­unn­ar er al­gengt. „Al­geng­ara en við töl­um um,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur. Starfs­fólk á vakt­inni hef­ur ver­ið lam­ið, það er káf­að á því og hrækt á það. Hót­an­ir sem starfs­fólk verð­ur fyr­ir eru bæði um líf­lát og nauðg­an­ir. Í sum­um til­vik­um er of­beld­ið það al­var­legt að starfs­fólk hef­ur hætt störf­um eft­ir al­var­leg­ar árás­ir.
Stofnandi Viðreisnar segir ólíklegt að flokkurinn vilji starfa með Miðflokknum
5
Fréttir

Stofn­andi Við­reisn­ar seg­ir ólík­legt að flokk­ur­inn vilji starfa með Mið­flokkn­um

For­menn þeirra flokka sem komust á þing gengu á fund for­seta fyrr í dag. Lík­legt þyk­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hljóti stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð­ið. Bene­dikt Jó­hann­es­son, stofn­andi og fyrr­ver­andi formað­ur Við­reisn­ar, seg­ir ólík­legt að Við­reisn eða Sam­fylk­ing­in vilji starfa með Mið­flokkn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
2
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
3
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá
5
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Fólk­ið sem nær kjöri - sam­kvæmt þing­manna­spá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár