Sjúklingur á Landspítalanum, sem smitaður var af kórónaveirunni Sars-cov-2, lést af völdum sjúkdómsins Covid-19 í gær.
Þetta kemur fram á vef Landspítalans.
Ekki koma fram frekari upplýsingar, svo sem aldur eða kyn hins látna.
„Landspítali vottar fjölskyldu hans samúð,“ segir í stuttri tilkynningu spítalans.
67 smit greindust innanlands í gær og eru nú fjórir á gjörgæslu. 1.206 manns eru í einangrun og 2.823 í sóttkví.
Nú hafa tæplega fjögur þúsund manns greinst með Covid-19 á Íslandi. Dánarhlutfallið er því um 0,3%. Gera má ráð fyrir því að raunverulegur fjöldi smita sé meiri og dánarhlutfall því lægra, en einnig er ljóst að þeir sem hafa greinst nýverið eru ekki allir lausir við sjúkdóminn.
Athugasemdir