Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Lést í gær á Landspítalanum af völdum Covid-19

Ell­efta mann­eskj­an á Ís­landi lést af völd­um Covid-19 í gær. 26 liggja nú á sjúkra­húsi vegna Covid-19.

Lést í gær á Landspítalanum af völdum Covid-19
Frá bráðamóttöku Mynd: Heiða Helgadóttir

Sjúklingur á Landspítalanum, sem smitaður var af kórónaveirunni Sars-cov-2, lést af völdum sjúkdómsins Covid-19 í gær.

Þetta kemur fram á vef Landspítalans. 

Ekki koma fram frekari upplýsingar, svo sem aldur eða kyn hins látna.

„Landspítali vottar fjölskyldu hans samúð,“ segir í stuttri tilkynningu spítalans.

67 smit greindust innanlands í gær og eru nú fjórir á gjörgæslu. 1.206 manns eru í einangrun og 2.823 í sóttkví.

Nú hafa tæplega fjögur þúsund manns greinst með Covid-19 á Íslandi. Dánarhlutfallið er því um 0,3%. Gera má ráð fyrir því að raunverulegur fjöldi smita sé meiri og dánarhlutfall því lægra, en einnig er ljóst að þeir sem hafa greinst nýverið eru ekki allir lausir við sjúkdóminn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár