Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Lést í gær á Landspítalanum af völdum Covid-19

Ell­efta mann­eskj­an á Ís­landi lést af völd­um Covid-19 í gær. 26 liggja nú á sjúkra­húsi vegna Covid-19.

Lést í gær á Landspítalanum af völdum Covid-19
Frá bráðamóttöku Mynd: Heiða Helgadóttir

Sjúklingur á Landspítalanum, sem smitaður var af kórónaveirunni Sars-cov-2, lést af völdum sjúkdómsins Covid-19 í gær.

Þetta kemur fram á vef Landspítalans. 

Ekki koma fram frekari upplýsingar, svo sem aldur eða kyn hins látna.

„Landspítali vottar fjölskyldu hans samúð,“ segir í stuttri tilkynningu spítalans.

67 smit greindust innanlands í gær og eru nú fjórir á gjörgæslu. 1.206 manns eru í einangrun og 2.823 í sóttkví.

Nú hafa tæplega fjögur þúsund manns greinst með Covid-19 á Íslandi. Dánarhlutfallið er því um 0,3%. Gera má ráð fyrir því að raunverulegur fjöldi smita sé meiri og dánarhlutfall því lægra, en einnig er ljóst að þeir sem hafa greinst nýverið eru ekki allir lausir við sjúkdóminn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár