Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fólkið sem við höfum misst

Ís­lenskt sam­fé­lag hef­ur þurft að tak­ast á við missi og sorg af völd­um COVID-19 kór­óna­veirunn­ar. Tíu manns sem greinst hafa með veiruna eru lát­in. Að­stand­end­ur hafa haft tak­mörk­uð færi á að kveðja fólk­ið sitt og lýsa sorg yf­ir að það hafi ver­ið eitt þeg­ar það skildi við.

Tíu manns sem greinst hafa með COVID-19 kórónaveiruna hafa látist á Íslandi. Ættingjar þeirra sem fallnir eru frá lýsa óraunveruleikatilfinningu, því hvernig þeim finnst þau ekki hafa haft færi á að kveðja fólkið sitt og hversu sorglegt það sé að ættingjar þeirra hafi verið einir þegar þeir skildu við þennan heim. Þau lýsa miklu þakklæti í garð heilbrigðisstarfsfólks sem þau lýsa sem óeigingjörnum hetjum. Þau syrgja fólkið sitt en hugga sig við góðar minningar.

Fyrsta dauðsfallið sem tengt hefur verið veirufaldrinum var andlát átralsks ferðamanns sem kom mikið veikur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík og lést þar skömmu eftir komuna. Einkenni veikinda mannsins voru þó ekki dæmigerð fyrir COVID-19. Stundin hafði samband við unnustu mannsins, sem var á fertugsaldri og búsettur í Melbourne.  Hún þakkaði fyrir hjálpsemi Íslendinga og velvild en baðst undan viðtali, þar eð ekki væri að fullu ljóst að unnusti hennar hefði látist af völdum COVID-19 kórónaveirunnar, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár