Gleymið eigi þrautinni frá því í gær; hér er hlekkur á hana.
***
Fyrri aukaspurning:
Á hvað eru þessir karlar að benda?
***
Aðalspurningar:
1. Aðalkryddið í Earl Grey tei er komið úr jurt sem heitir á erlendum tungum bergamot, en var lengst af kallað bergamía á íslensku. Hvers konar jurt er það? Hér dugar að nefna til sögu frændsystkin bergamíu úr jurtaríkinu.
2. Hvað hét upphafsmaður íslams?
3. Hver var frægasta fornhetjan sem sögð var hafa att kappi við amasónur? Það voru kvenstríðsmenn knáir.
4. Hvað heitir sá karl sem hleypti af stokkunum fyrirtækinu Amazon.com?
5. Hver sló í gegn með laginu Born to Run í ágúst 1975?
6. Á hvaða eyju er hinn frægi Blái hellir?
7. Hver var fyrsta konan sem hélt opinberan fyrirlestur á Íslandi - svo vitað sé?
8. Fyrsta eiginkona Donalds Trumps heitir Ivana. Í hvaða landi fæddist hún?
9. Hver veitti Guðna Th. Jóhannessyni mesta keppni í forsetakosningunum 2016?
10. Bombyx mori heitir dýr eitt á latínu. Í sumum heimshlutum þykir það einkar gott til átu, en ekki annars staðar. Alls staðar er það hins vegar mikils metið af öðrum orsökum, og sagt er að fyrir 1.500 árum hafi munkar nokkrir haft mikið fyrir því að smygla dýrinu langa vegalengd milli landa, og reyndar milli heimshluta, af því keisarar í einu tilteknu landi hafi endilega viljað komast yfir dýr þetta, svo þeir gætu látið það vinna fyrir sig. Hvaða dýr er bombyx mori?
***
Seinni aukaspurning:
Hvaða staður er þetta?

***
Svör við aðalspurningum:
1. Bergamía heitir nú ilmappelsína á íslensku og er af sítrusætt. Það dugar að nefna sítrónur og/eða appelsínur sem skyldar jurtir.
2. Múhameð.
3. Herakles eða Herkúles.
4. Bezos.
5. Bruce Springsteen.
6. Kaprí.
7. Bríet Bjarnhéðinsdóttir.
8. Tekkóslóvakíu. Fæðingarstaður hennar er nú í Tékklandi, vissulega, en hún fæddist í Tékkóslóvakíu.
9. Halla Tómasdóttir.
10. Silkiormurinn, silkifiðrildið.
***
Svör við aukaspurningum:
Sú fyrri:
Karlarnir eru að benda í áttina sem byssuskot það kom úr sem lagði að velli Martin Luther King árið 1968.
Sú seinni:
Þessi mynd var tekin á Flateyri.
***
Athugasemdir