Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

182. spurningaþraut: Hvaða dýri var smyglað milli landa, hvaða fornhetja glímdi við Amasónur?

182. spurningaþraut: Hvaða dýri var smyglað milli landa, hvaða fornhetja glímdi við Amasónur?

Gleymið eigi þrautinni frá því í gær; hér er hlekkur á hana.

***

Fyrri aukaspurning:

Á hvað eru þessir karlar að benda?

***

Aðalspurningar:

1.   Aðalkryddið í Earl Grey tei er komið úr jurt sem heitir á erlendum tungum bergamot, en var lengst af kallað bergamía á íslensku. Hvers konar jurt er það? Hér dugar að nefna til sögu frændsystkin bergamíu úr jurtaríkinu.

2.   Hvað hét upphafsmaður íslams?

3.   Hver var frægasta fornhetjan sem sögð var hafa att kappi við amasónur? Það voru kvenstríðsmenn knáir.

4.   Hvað heitir sá karl sem hleypti af stokkunum fyrirtækinu Amazon.com?

5.   Hver sló í gegn með laginu Born to Run í ágúst 1975?

6.   Á hvaða eyju er hinn frægi Blái hellir?

7.   Hver var fyrsta konan sem hélt opinberan fyrirlestur á Íslandi - svo vitað sé?

8.   Fyrsta eiginkona Donalds Trumps heitir Ivana. Í hvaða landi fæddist hún?

9.   Hver veitti Guðna Th. Jóhannessyni mesta keppni í forsetakosningunum 2016?

10.  Bombyx mori heitir dýr eitt á latínu. Í sumum heimshlutum þykir það einkar gott til átu, en ekki annars staðar. Alls staðar er það hins vegar mikils metið af öðrum orsökum, og sagt er að fyrir 1.500 árum hafi munkar nokkrir haft mikið fyrir því að smygla dýrinu langa vegalengd milli landa, og reyndar milli heimshluta, af því keisarar í einu tilteknu landi hafi endilega viljað komast yfir dýr þetta, svo þeir gætu látið það vinna fyrir sig. Hvaða dýr er bombyx mori?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða staður er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Bergamía heitir nú ilmappelsína á íslensku og er af sítrusætt. Það dugar að nefna sítrónur og/eða appelsínur sem skyldar jurtir.

2.   Múhameð.

3.   Herakles eða Herkúles.

4.   Bezos.

5.   Bruce Springsteen.

6.   Kaprí.

7.   Bríet Bjarnhéðinsdóttir.

8.   Tekkóslóvakíu. Fæðingarstaður hennar er nú í Tékklandi, vissulega, en hún fæddist í Tékkóslóvakíu.

9.   Halla Tómasdóttir.

10.   Silkiormurinn, silkifiðrildið.

***

Svör við aukaspurningum:

Sú fyrri:

Karlarnir eru að benda í áttina sem byssuskot það kom úr sem lagði að velli Martin Luther King árið 1968.

Sú seinni:

Þessi mynd var tekin á Flateyri.

***

Og hlekkurinn frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár