Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

182. spurningaþraut: Hvaða dýri var smyglað milli landa, hvaða fornhetja glímdi við Amasónur?

182. spurningaþraut: Hvaða dýri var smyglað milli landa, hvaða fornhetja glímdi við Amasónur?

Gleymið eigi þrautinni frá því í gær; hér er hlekkur á hana.

***

Fyrri aukaspurning:

Á hvað eru þessir karlar að benda?

***

Aðalspurningar:

1.   Aðalkryddið í Earl Grey tei er komið úr jurt sem heitir á erlendum tungum bergamot, en var lengst af kallað bergamía á íslensku. Hvers konar jurt er það? Hér dugar að nefna til sögu frændsystkin bergamíu úr jurtaríkinu.

2.   Hvað hét upphafsmaður íslams?

3.   Hver var frægasta fornhetjan sem sögð var hafa att kappi við amasónur? Það voru kvenstríðsmenn knáir.

4.   Hvað heitir sá karl sem hleypti af stokkunum fyrirtækinu Amazon.com?

5.   Hver sló í gegn með laginu Born to Run í ágúst 1975?

6.   Á hvaða eyju er hinn frægi Blái hellir?

7.   Hver var fyrsta konan sem hélt opinberan fyrirlestur á Íslandi - svo vitað sé?

8.   Fyrsta eiginkona Donalds Trumps heitir Ivana. Í hvaða landi fæddist hún?

9.   Hver veitti Guðna Th. Jóhannessyni mesta keppni í forsetakosningunum 2016?

10.  Bombyx mori heitir dýr eitt á latínu. Í sumum heimshlutum þykir það einkar gott til átu, en ekki annars staðar. Alls staðar er það hins vegar mikils metið af öðrum orsökum, og sagt er að fyrir 1.500 árum hafi munkar nokkrir haft mikið fyrir því að smygla dýrinu langa vegalengd milli landa, og reyndar milli heimshluta, af því keisarar í einu tilteknu landi hafi endilega viljað komast yfir dýr þetta, svo þeir gætu látið það vinna fyrir sig. Hvaða dýr er bombyx mori?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða staður er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Bergamía heitir nú ilmappelsína á íslensku og er af sítrusætt. Það dugar að nefna sítrónur og/eða appelsínur sem skyldar jurtir.

2.   Múhameð.

3.   Herakles eða Herkúles.

4.   Bezos.

5.   Bruce Springsteen.

6.   Kaprí.

7.   Bríet Bjarnhéðinsdóttir.

8.   Tekkóslóvakíu. Fæðingarstaður hennar er nú í Tékklandi, vissulega, en hún fæddist í Tékkóslóvakíu.

9.   Halla Tómasdóttir.

10.   Silkiormurinn, silkifiðrildið.

***

Svör við aukaspurningum:

Sú fyrri:

Karlarnir eru að benda í áttina sem byssuskot það kom úr sem lagði að velli Martin Luther King árið 1968.

Sú seinni:

Þessi mynd var tekin á Flateyri.

***

Og hlekkurinn frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár