Kínverska ríkið sver af sér aðkomu að upplýsingasöfnun um 400 Íslendinga á lista kínverska fyrirtækisins Zhenhua Data Company. Stundin greindi frá nöfnum Íslendinga á listanum í byrjun síðustu viku eftir að fjölmargir erlendir fjölmiðlar höfðu greint frá tilvist listans. Þetta kemur fram í tölvupósti kínverska sendiráðsins til Stundarinnar sem ber yfirskriftina: „Chinese Embassy Spokesperson’s Remarks on Icelandic Media Reports related to the Shenzhen Zhenhua Data Company“.
Í tölvupóstinum segir sendiráðið að nú standi yfir vinna til að gaumgæfa hvort fréttir um tilvist listans eru sannar eða ekki. „Kínverska sendiráðið á Íslandi er meðvitað um umfjallanir nokkurra íslenskra fjölmiðla sem snerta Shenzhen Data Company. Á þessari stundu erum við að reyna að fá frekari upplýsingar um málið og við getum ekki staðhæft hvort þessi fréttaflutningur er sannur eða.“
Á listanum fá finna fjölmargt íslenskt áhrifafólk eins og Geir …
Athugasemdir