Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

165. spurningaþraut: Fyrsta vatnsklósettið, fyrsta kvennahljómsveitin og doktorspróf Goebbels

165. spurningaþraut: Fyrsta vatnsklósettið, fyrsta kvennahljómsveitin og doktorspróf Goebbels

Þraut gærdagsins? Jú, hér er hún.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir konan á málverkinu hér að ofan, en málverkið er „byggt á sönnum atburðum“ eins og nú er sagt um bíómyndir.

***

Aðalspurningar:

1.   Hvaða nasistaforingi flaug til Bretlands árið 1941? Hann mun hafa ímyndað sér að hann gæti samið frið millum Breta og Þjóðverja.

2.   Fyrst minnst er á nasistaforingja: Joseph Goebbels áróðursmálaráðherra Hitlers varð doktor aðeins 24 ára gamall. Í hvaða fræðigrein?

3.   Í hvaða landi gerist Disney-myndin Mulan?

4.   Snemma árs 1981 tilkynnti söngkonan Ragnhildur Gísladóttir að hún væri hætt í hljómsveitinni þar sem hún hafði starfað undanfarið og ætlaði að stofna kvennahljómsveit. Þá fyrstu á Íslandi, svo ég viti til. Hvað nefndist kvennahljómsveitin sem hún stofnaði?

5.   En í hvaða hljómsveit hætti Ragnhildur við þetta tækifæri?

6.   Hvað heitir hæsti tindur Íslands?

7.   Hver lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Terminator frá 1984?

8.   Hvað heitir lénsherrann á Vetrarfelli, þá við fyrst fréttum af þeim kaldranalega stað?

9.   Hver setti fram tregðulögmálið, sem snýst um að hlutur heldur annað hvort kyrru fyrir eða heldur áfram í sömu stefnu og á sama hraða, nema eitthvað utankomandi verki á hlutinn?

10.   Í hvaða núverandi ríki hafa fornleifafræðingar fundið elstu leifar af vatnsklósettum sem vitað er um?

***

Og þá er það seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Rudolf Hess.

2.   Málfræði.

3.   Kína.

4.   Grýlurnar.

5.   Brimkló.

6.   Hvannadalshnjúkur.

7.   Arnold Schwarzenegger.

8.   Eddard eða „Ned“ Stark.

9.   Isaac Newton.

10.   Pakistan. 

***

Þá eru það svör við aukaspurningum.

Á efri myndinni má sjá Charlotte Corday þegar hún hafði nýlokið við að myrða franska byltingarleiðtogann Marat þar sem hann sullaði í baðinu sínu. Myndina málaði Paul-Jacques-Aime Baudry með hliðsjón af frægu málverki eftir David.

En á neðri myndinni má sjá Jacqueline Lee Bouvier. Hún gekk á fullorðinsárum að eiga tilvonandi Bandaríkjaforseta og nefndist eftir það Jacqueline Kennedy, og enn síðar Jacqueline Onassis.

***

Þá er hér hlekkur á þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár