165. spurningaþraut: Fyrsta vatnsklósettið, fyrsta kvennahljómsveitin og doktorspróf Goebbels

165. spurningaþraut: Fyrsta vatnsklósettið, fyrsta kvennahljómsveitin og doktorspróf Goebbels

Þraut gærdagsins? Jú, hér er hún.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir konan á málverkinu hér að ofan, en málverkið er „byggt á sönnum atburðum“ eins og nú er sagt um bíómyndir.

***

Aðalspurningar:

1.   Hvaða nasistaforingi flaug til Bretlands árið 1941? Hann mun hafa ímyndað sér að hann gæti samið frið millum Breta og Þjóðverja.

2.   Fyrst minnst er á nasistaforingja: Joseph Goebbels áróðursmálaráðherra Hitlers varð doktor aðeins 24 ára gamall. Í hvaða fræðigrein?

3.   Í hvaða landi gerist Disney-myndin Mulan?

4.   Snemma árs 1981 tilkynnti söngkonan Ragnhildur Gísladóttir að hún væri hætt í hljómsveitinni þar sem hún hafði starfað undanfarið og ætlaði að stofna kvennahljómsveit. Þá fyrstu á Íslandi, svo ég viti til. Hvað nefndist kvennahljómsveitin sem hún stofnaði?

5.   En í hvaða hljómsveit hætti Ragnhildur við þetta tækifæri?

6.   Hvað heitir hæsti tindur Íslands?

7.   Hver lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Terminator frá 1984?

8.   Hvað heitir lénsherrann á Vetrarfelli, þá við fyrst fréttum af þeim kaldranalega stað?

9.   Hver setti fram tregðulögmálið, sem snýst um að hlutur heldur annað hvort kyrru fyrir eða heldur áfram í sömu stefnu og á sama hraða, nema eitthvað utankomandi verki á hlutinn?

10.   Í hvaða núverandi ríki hafa fornleifafræðingar fundið elstu leifar af vatnsklósettum sem vitað er um?

***

Og þá er það seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Rudolf Hess.

2.   Málfræði.

3.   Kína.

4.   Grýlurnar.

5.   Brimkló.

6.   Hvannadalshnjúkur.

7.   Arnold Schwarzenegger.

8.   Eddard eða „Ned“ Stark.

9.   Isaac Newton.

10.   Pakistan. 

***

Þá eru það svör við aukaspurningum.

Á efri myndinni má sjá Charlotte Corday þegar hún hafði nýlokið við að myrða franska byltingarleiðtogann Marat þar sem hann sullaði í baðinu sínu. Myndina málaði Paul-Jacques-Aime Baudry með hliðsjón af frægu málverki eftir David.

En á neðri myndinni má sjá Jacqueline Lee Bouvier. Hún gekk á fullorðinsárum að eiga tilvonandi Bandaríkjaforseta og nefndist eftir það Jacqueline Kennedy, og enn síðar Jacqueline Onassis.

***

Þá er hér hlekkur á þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Vilja einfalda lífið
6
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár