Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

160. spurningaþraut: Margar léttar og örfáar þungar spurningar um síðari heimsstyrjöld

160. spurningaþraut: Margar léttar og örfáar þungar spurningar um síðari heimsstyrjöld

Hér er fyrst hlekkur á þraut gærdagsins.

***

Að venju snúast allar spurningarnar um eitt og sama efnið þegar tala þrautar endar á núlli.

Það er síðari heimsstyrjöldin í þetta sinn.

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan sést ein af frægustu orrustuflugvélum síðari heimsstyrjaldar. Af hvaða tegund er hún?

***

1.   Hvaða dag hófst síðari heimsstyrjöldin í Evrópu?

2.   Hvað er átt við með hugtakinu „þykjustustríðið“ eða „the phoney war“?

3.   Hvaða ríki réðist á Finnland síðla árs 1939?

4.   Hvað hét öflugt þýskt orrustuskip sem réðist út á Atlantshafið sumarbyrjun 1941 með því að bruna með brugðnar byssur milli Íslands og Grænlands en var nokkrum dögum síðar sökkt af Bretum, er það reyndi að komast til Frakklands?

5.   Hvað nefndist áætlunin um innrás Þjóðverja og bandamanna þeirra í Sovétríkin?

6.   Fyrir hvað varð breski flugmarskálkurinn Arthur Harris frægur í stríðinu, eða öllu heldur alræmdur?

7.   „I shall return,“ sagði bandaríski hershöfðinginn Douglas MacArthur í ræðu í Ástralíu 20. mars 1942. Hann stóð við orð sín og sneri síðar aftur - en hvert?

8.   Hvar gerðu Bandamenn innrás í Frakkland í júní 1944?

9.   Hvað nefndist byrgið þar sem Adolf Hitler slapp naumlega við banatilræði í þeim sama mánuði, júní 1944?

10.   Þann 9. ágúst 1945 var lágskýjað yfir japönsku borginni Kokura og auk þess lá yfir henni reykjarmökkur frá loftárás sem Bandaríkjamenn höfðu gert á nágrannaborgina Yahata daginn áður. Þetta lélega skyggni yfir Kokura hafði mjög afdrifaríkar afleiðingar. Hverjar voru þær?

***

Síðari aukaspurning:

Hestar komu minna við sögu síðari heimsstyrjaldar en fyrri stórstríða og riddararalið var að mestu úr sögunni. En þessi reiðmaður vakti þó mikla lukku hvenær sem hann sást í stríðinu. Hver er hann og hvers vegna fagnaði fólk honum svona?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   1. september 1939.

2.   Evrópustórveldin Bretland og Frakkland voru opinberlega í stríði við Þjóðverja allt haustið og veturinn 1939-1940 en nálega ekkert var barist á landi.

3.   Sovétríkin.

4.   Bismarck.

5.   Barbarossa.

6.   Hann skipulagði og beitti sér fyrir ógurlegum loftárásum á þýskar borgir, sem felldu ekki síst óbreytta borgara.

7.   Til Filippseyja, sem Japanir lögðu undir sig í ársbyrjun 1942.

8.   Normandy.

9.   Úlfagrenið eða Úlfabælið, Wolfsschanze á þýsku.

10.   Bandaríkjamenn ætluðu að varpa seinni kjarnorkusprengju sinni á Korkura, en vegna skyggnisins var hennar varpað á Nagasaki í staðinn.

***

Svör við aukaspurningum:

Flugvélin er af gerð sem kölluð er Zero. Hún var japönsk.

Á neðri myndinni er Kristján Danakóngur 10., sem þótti standa uppi í hárinu á þýsku hernámsliði í Kaupmannahöfn með því að fara sinn reglulega reiðtúr um borgina eins og ekkert hefði í skorist.

***

Loks er hér aftur hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki bara beinbrot og skurðir heldur líka bráð andleg veikindi
2
Á vettvangi

Ekki bara bein­brot og skurð­ir held­ur líka bráð and­leg veik­indi

Aukn­ing í kom­um fólks með and­lega van­líð­an veld­ur áskor­un­um á bráða­mót­töku. Skort­ur á rými og óhent­ugt um­hverfi fyr­ir við­kvæma sjúk­linga skapa erf­ið­leika fyr­ir heil­brigð­is­starfs­fólk. „Okk­ur geng­ur svo sem ágæt­lega en svo er það bara hvað tek­ur við. Það er flók­ið,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á bráða­mót­tök­unni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu