Hér er fyrst hlekkur á þraut gærdagsins.
***
Að venju snúast allar spurningarnar um eitt og sama efnið þegar tala þrautar endar á núlli.
Það er síðari heimsstyrjöldin í þetta sinn.
Fyrri aukaspurning:
Á myndinni hér að ofan sést ein af frægustu orrustuflugvélum síðari heimsstyrjaldar. Af hvaða tegund er hún?
***
1. Hvaða dag hófst síðari heimsstyrjöldin í Evrópu?
2. Hvað er átt við með hugtakinu „þykjustustríðið“ eða „the phoney war“?
3. Hvaða ríki réðist á Finnland síðla árs 1939?
4. Hvað hét öflugt þýskt orrustuskip sem réðist út á Atlantshafið sumarbyrjun 1941 með því að bruna með brugðnar byssur milli Íslands og Grænlands en var nokkrum dögum síðar sökkt af Bretum, er það reyndi að komast til Frakklands?
5. Hvað nefndist áætlunin um innrás Þjóðverja og bandamanna þeirra í Sovétríkin?
6. Fyrir hvað varð breski flugmarskálkurinn Arthur Harris frægur í stríðinu, eða öllu heldur alræmdur?
7. „I shall return,“ sagði bandaríski hershöfðinginn Douglas MacArthur í ræðu í Ástralíu 20. mars 1942. Hann stóð við orð sín og sneri síðar aftur - en hvert?
8. Hvar gerðu Bandamenn innrás í Frakkland í júní 1944?
9. Hvað nefndist byrgið þar sem Adolf Hitler slapp naumlega við banatilræði í þeim sama mánuði, júní 1944?
10. Þann 9. ágúst 1945 var lágskýjað yfir japönsku borginni Kokura og auk þess lá yfir henni reykjarmökkur frá loftárás sem Bandaríkjamenn höfðu gert á nágrannaborgina Yahata daginn áður. Þetta lélega skyggni yfir Kokura hafði mjög afdrifaríkar afleiðingar. Hverjar voru þær?
***
Síðari aukaspurning:
Hestar komu minna við sögu síðari heimsstyrjaldar en fyrri stórstríða og riddararalið var að mestu úr sögunni. En þessi reiðmaður vakti þó mikla lukku hvenær sem hann sást í stríðinu. Hver er hann og hvers vegna fagnaði fólk honum svona?

***
Svör við aðalspurningum:
1. 1. september 1939.
2. Evrópustórveldin Bretland og Frakkland voru opinberlega í stríði við Þjóðverja allt haustið og veturinn 1939-1940 en nálega ekkert var barist á landi.
3. Sovétríkin.
4. Bismarck.
5. Barbarossa.
6. Hann skipulagði og beitti sér fyrir ógurlegum loftárásum á þýskar borgir, sem felldu ekki síst óbreytta borgara.
7. Til Filippseyja, sem Japanir lögðu undir sig í ársbyrjun 1942.
8. Normandy.
9. Úlfagrenið eða Úlfabælið, Wolfsschanze á þýsku.
10. Bandaríkjamenn ætluðu að varpa seinni kjarnorkusprengju sinni á Korkura, en vegna skyggnisins var hennar varpað á Nagasaki í staðinn.
***
Svör við aukaspurningum:
Flugvélin er af gerð sem kölluð er Zero. Hún var japönsk.
Á neðri myndinni er Kristján Danakóngur 10., sem þótti standa uppi í hárinu á þýsku hernámsliði í Kaupmannahöfn með því að fara sinn reglulega reiðtúr um borgina eins og ekkert hefði í skorist.
***
Athugasemdir