Því er oft haldið fram að karlar og konur séu líffræðilegt andstæðupar, jafnvel hvort frá sinni plánetunni. Út frá líffræðinni eru körlum og konum síðan eignaðir ákveðnir eiginleikar sem eiga að geta útskýrt þann félagslega veruleika sem við sjáum dags daglega. „Strákar verða alltaf strákar“, er dæmi um frasa sem oft er notaður til að skýra hegðun meðal drengja. Frasi sem endurspeglar eðlishyggju eða líffræðilega nauðhyggju, sem gerir ráð fyrir að hegðun sé afleiðing og afsprengi innra eðlis drengja. Sagnfræðingur, heimspekingur og klínískur taugasálfræðingur telja slíkar alhæfingar um hugsun og hegðun ekki vera jafn ráðandi þátt í tilvist okkar því umhverfið, eða félagsmótunin, hafi mun meiri áhrif en hið líffræðilega.
Heilinn mótast í samspili við umhverfið
Brynja Björk Magnúsdóttir, klínískur taugasálfræðingur og dósent við Háskólann í Reykjavík, segir að heilinn sé ekki „eitthvað sem við fæðumst með og svo …
Athugasemdir