Síðastliðinn áratug voru um 20–30 dauðsföll árlega á Íslandi sem hægt var að rekja til neyslu vímuefna samkvæmt Embætti landlæknis. Það jafngildir rúmlega tveimur dauðsföllum á mánuði, á hverju ári, síðastliðin 10 ár. Oft og tíðum hefur borið á þeirri skoðun að þeir einstaklingar sem eru háðir vímuefnum séu það vegna lítillar sjálfstjórnar, eigin vanþekkingar eða annarra persónubresta. Blessunarlega er þessi skoðun þó á undanhaldi, þökk sé mikilli þróun sem hefur átt sér stað í rannsóknum á áfengis- og vímuefnaröskun. Í kjölfar aukinna rannsókna kemur það betur í ljós hversu misútsett við getum verið að þróa með okkur vímuefnafíkn, rétt eins og aðra sjúkdóma á borð við brjóstakrabbamein og Alzheimers.
Rannsóknir á áfengis- og vímuefnaröskun
Skilgreiningar á áfengis- og vímuefnakröskun eru mismunandi eftir greiningarkerfum, hvort sem það er ICD-10 eða DSM-V. Báðar sammælast þær þó um að helsta einkenni hennar sé notkun einstaklings á vímuefni þrátt fyrir líkamlega og/eða félagslega …
Athugasemdir