Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Útvarp Saga hagnaðist um tvær milljónir

Launa­kostn­að­ur dróst veru­lega sam­an hjá rekstr­ar­fé­lagi Út­varps Sögu í fyrra. Í nýj­um árs­reikn­ingi seg­ir að fé­lag­ið hafi ver­ið rek­ið með tapi ár­ið 2018, en ekki hagn­aði eins og áð­ur hafði kom­ið fram.

Útvarp Saga hagnaðist um tvær milljónir
Arnþrúður Karlsdóttir Útvarpsstjóri Útvarps Sögu er eini hluthafi rekstarfélagsins. Mynd: Pressphotos

Saganet - Útvarp Saga ehf., félagið sem rekur Útvarp Sögu, hagnaðist um tæpar tvær milljónir króna árið 2019 samkvæmt nýbirtum árseikningi. Launakostnaður dróst saman um 77 prósent frá fyrra ári.

Félagið heldur utan um rekstur útvarpsstöðvarinnar og er eini hluthafi þess útvarpsstjórinn Arnþrúður Karlsdóttir. Í ársreikningnum kemur fram að eitt ársverk hafi verið hjá félaginu og námu launagreiðslur aðeins 2,4 milljónum króna. Er það mikill samdráttur frá árinu 2018 þegar launakostnaður nam 10,5 milljónum króna.

Þá koma fram aðrar upplýsingar um rekstarniðurstöðu ársins 2018 en birtar höfðu verið í fyrri ársreikningi. Félagið hafði tilkynnt um 1,6 milljón króna hagnað árið 2018 og hafði einnig skilað hagnaði tvö ár á undan. Var fjölmiðillinn þannig einn fárra einkarekinna miðla á Íslandi sem skilað hefur hagnaði undanfarin ár.

Í nýja ársreikningnum segir hins vegar að tap hafi orðið á rekstrinum árið 2018. Kemur fram að tapið hafi numið 3,6 milljónum króna. Er það rúmlega 5 milljón króna verri niðurstaða en áður kom fram. Í eldri ársreikningnum kemur raunar fram að launakostnaður hafi verið enn hærri það árið en nú er sagt, 14,7 milljónir, en upphæðir vegna vörunotkunar og annars rekstarkostnaðar hins vegar mun lægri.

Ekki kemur fram í nýja ársreikningnum hvað veldur þessu misræmi, en félagið hefur áður leiðrétt rekstarniðurstöðu fyrra árs með þessum hætti. Í ársreikningi vegna ársins 2017 var niðurstaða ársins 2016 leiðrétt vegna mistaka í bókhaldi.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, úthlutaði Útvarpi Sögu nýverið 5.250.398 krónum í sérstakan rekstarstuðning við einkarekna fjölmiðla. Alls fengu 23 fjölmiðlar slíkan stuðning.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár