Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vilja vinna hvítbók um gjaldtöku í leikskólum

Skóla- og frí­stunda­ráð Reykja­vík­ur­borg­ar hyggst ráð­ast í end­ur­bæt­ur á gjald­skrám í leik- og grunn­skól­um. Mark­mið­ið er að tryggja að­gengi allra barna óháð efna­hag. Ekki hef­ur ver­ið rætt um að gera skólastarf og frí­stund gjald­frjálst.

Vilja vinna hvítbók um gjaldtöku í leikskólum
Rýna gjaldskrár Ráðast á í endurbætur á gjaldskrám á leikskólum Reykjavíkurborgar. Mynd: Kristinn Magnússon

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að ráðast í endurbætur á gjaldskrár- og greiðslukerfum skóla- og frístundaráðs. Með endurbótavinnunni á að tryggja að öll börn á leik- og grunnskólaaldri hafi öruggt aðgengi að skóla- og frístundastarfi, óháð efnahag foreldra þeirra. Vinna á hvítbók sem verði grundvöllur að endurbótum á kerfinu.

Í ágúst síðastliðnum kom fram að forráðamenn átta barna, sem fengið höfðu boð um leikskólavist, þyrftu að greiða vanskil vegna leikskólaþjónustu eða semja um þau, svo börnin fengju inni á leikskólum borgarinnar. Þá hefðu forráðamenn sjö barna fengið ítrekun á uppsögn barnanna og hefðu frest fram að síðustu mánaðamótum til að ganga frá vanskilum, að öðrum kosti myndu börnin ekki fá notið þjónustunnar. Var staðan þessi þrátt fyrir að í gildi séu verklagsreglur frá árinu 2013 sem eiga að tryggja að börn verði ekki af nauðsynlegri grunnþjónustu vegna erfiðrar fjárhagsstöðu eða skuldavanda foreldra þeirra.

Í frétt sem birt var á síðu Reykjavíkurborgar 31. ágúst kom fram að ekkert barn hefði verið svipt leikskólaþjónustu undanfarin misseri þegar foreldrar hafa sótt um aðstoð frá velferðarsviði borgarinnar samkvæmt verklagsreglunum frá 2013. Á fyrstu 6 mánuðum 2020 hefðu foreldrar um 200 barna fengið aðstoð vegna greiðslu leikskólagjalda. Á tímabilinu janúar 2019 til ágúst 2020 hefðu 26 börn hætt í leikskóla eftir að forráðamenn þeirra fengu tilkynningu um uppsögn vegna vanskila. Tíu börn hefðu hætt þar eð þau hefðu hafið grunnskólagöngu, þrjú börn hefðu flutt frá Reykjavík en í tilfelli þrettán barna hefðu foreldrar ekki óskað eftir aðkomu velferðarsviðs eða að ástæða þess að börnin hættu var óþekkt.

Vilja fá utanaðkomandi aðila til að rýna kerfið

Skúli Helgason

Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir tillöguna að endurbótunum ekki vera beint viðbragð við fregnum af umræddum fjárhagsvanda foreldra, en engu að síður verði sá þáttur einnig undir í endurskoðuninni. „Það er prinsippafstaða sem hefur ríkt sátt um í pólitíkinni að við viljum ekki að börnum sé neitað um þessa mikilvægu þjónustu á grundvelli þess að það sé hart í ári hjá foreldrum eða forráðamönnum.“

„Við viljum ekki að börnum sé neitað um þessa mikilvægu þjónustu á grundvelli þess að það sé hart í ári hjá foreldrum“

Skúli segir að með breytingu á kerfunum einfaldist vonandi viðmót sem mætir foreldrum, bæði hvað varði að sækja um og greiða fyrir leikskólavist og frístundastarf. Stefnt sé að því að fá utanaðkomandi aðila til að rýna kosti og galla núverandi gjaldskrár, meðal annars með samanburði við önnur sveitarfélög og nágrannalönd. Niðurstöðum úttektarinnar verði síðan skilað í hvítbók sem notuð verði sem grundvöllur undir endurbæturnar.

Spurður hvort til greina komi að gera leikskólavist og frístund gjaldfrjálsa þjónustu segir Skúli að ekki sé komið svo langt að horfa til slíkra breytinga. Hugmyndin sé að rýna núverandi kerfi en velta jafnframt upp leiðum sem reynst hafi vel annars staðar. „Við erum ekki að horfa til þess að gera þjónustuna gjaldfrjálsa í þessari vinnu en hér eftir sem hingað til er það metnaðarmál okkar hjá borginni að halda gjöldum eins lágum og kostur er.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár