Sex einstaklingar eru með stöðu sakborninga í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum útgerðarfélagsins Samherja í Namibíu samkvæmt heimildum Stundarinnar. Fréttastofa RÚV greindi fyrst fjölmiðla frá réttarstöðu sexmenninganna þann 3. september. Réttarstaða sexmenninganna felur það í sér að þeir eru grunaðir um lögbrot í starfsemi Samherja í Namibíu á árunum 2012 til 2019. Til rannsóknar er grunur um mútubrot og peningaþvætti.
Einstaklingarnir sem um ræðir eru Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, Ingvar Júlíusson, fjármálastjóri Samherja á Kýpur, Arna Bryndís Baldvins McClure, yfirlögfræðingur Samherja, Egill Helgi Árnason, sem var framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu frá 2016 til 2020, Aðalsteinn Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kötlu Seafood í Afríku, og loks Jóhannes Stefánsson, uppljóstrarinn í Namibíumálinu, sem einnig var framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu.
Tekið skal fram að það að hafa réttarstöðu sakbornings felur ekki nauðsynlega í sér að viðkomandi hafi gerst brotlegur við lög og verði ákærður fyrir slíkt, heldur er um að ræða réttarstöðu sem einstaklingar …
Athugasemdir