Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Ánægð fyrir mína hönd og allra hinna kvennanna“

Gef­in hef­ur ver­ið út ákæra á hend­ur Jóni Bald­vin Hanni­bals­syni, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, vegna kyn­ferð­is­brots. Car­men Jó­hanns­dótt­ir sem kærði Jón Bald­vin seg­ir hann við­halda eig­in fjöl­skyldu­harm­leik. Fjöldi kvenna steig fram á síð­asta ári og lýsti end­ur­tekn­um og ít­rek­uð­um brot­um Jón Bald­vins gegn þeim, þeim elstu frá ár­inu 1967.

„Ánægð fyrir mína hönd og allra hinna kvennanna“
Jón Baldvin ákærður Saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Jóni Baldvini fyrir kynferðisbrot en Carmen Jóhannsdóttir kærði Jón Baldvin í mars á síðasta ári.

Ákæra á hendur Jóni Baldvin Hannibalssyni vegna kynferðisbrots hefur verið gefin út og verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 16. september næstkomandi. Ákæran byggir á kæru Carmenar Jóhannsdóttur sem hún lagði fram á hendur Jóni Baldvin í mars á síðasta ári. Carmen kærði Jón Baldvin fyrir að hafa broti kynferðislega gegn henni þegar hún var gestkomandi á heimili hans á Spáni í júní 2018. Jón Baldvin segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að um sé að ræða útspil í skipulagðri aðför að mannorði hans.

Carmen steig fram og lýsti broti Jóns Baldvins gegn sér í viðtali í Stundinni í janúar á síðasta ári. Var hún þá ein fjögurra kvenna sem lýstu brotum Jóns Baldvins gegn þeim, hið elsta frá árinu 1967. Síðar lýstu fleiri konur áreiti og brotum af hálfu Jóns Baldvins, þar á meðal mágkona hans, Margrét Schram, og dóttir hans, Aldís Schram. Áður hafði Guðrún Harðardóttir, frænka Jóns Baldvins, lýst kynferðislegri áreitni hans þegar hún var á barnsaldri.

Káfaði á rassi hennar

Carmen var gestkomandi á heimili Jóns Baldvins og Bryndísar Schram, eiginkonu hans, í júní 2018 ásamt móður sinni, Laufeyju Ósk Arnórsdóttur. Carmen lýsti því í viðtalinu í Stundinni að þegar hún hafi staðið upp við matarborð í húsinu og skenkt í glös á borðinu, „þá bara gerði kallinn sér lítið fyrir og byrjaði að strjúka á mér rassinn. Og ekkert bara rétt aðeins, heldur upp og niður strjúka á mér rassinn.“

Laufey móðir hennar staðfestir að hafa séð káf Jóns Baldvins og bar hún það upp á hann við matarborðið. Jón Baldvin harðneitaði að hafa gert nokkuð af sér og kom til orðaskaks þeirra á milli. Þær mæðgur stóðu upp og yfirgáfu heimili þeirra hjóna með það. Bryndís sendi Laufeyju síðan tölvupóst um nóttina með yfirskriftinni Fyrirgefning. „Laufey. Kl. 03: Það er niðdimm nótt. Ég get ekki sofið – andvaka, niðurbrotin. Jón Baldvin liggur í rúminu við hliðina á mér, sofandi svefni hinna réttlátu – eins og barn. Hann skilur ekki enn, að hann hafi brotið af sér,“ segir í upphafi póstsins.

Vonar að réttlætinu verði fullnægt

Carmen segir í samtali við Stundina að hún sé ánægð með að skriður sé kominn á málið. „Ég er mjög fegin, á margvíslegan hátt. Ég er ánægð fyrir mína hönd og allra hinna kvennanna sem hafa ekkert getað gert vegna brota Jóns Baldvins, út af lögum um fyrningu brota. Ég er bara ánægð með að búið sé að taka þetta skref og vonandi verður réttlætinu fullnægt.“ Hún tiltekur þó að hún hafi ekki verið í sambandi við neinar hinna kvennana sem lýst hafa brotum Jóns Baldvins í sinn garð.

„Það eru þau hjón sem að viðhalda sínum fjölskylduharmleik“

Hvað varðar skrif Jóns Baldvins í Morgunblaðinu, þar sem hann neitar því að hafa káfað á Carmen og heldur því fram að allar ásakanir á hendur sér séu runnar undan rifjum Aldísar dóttur sinnar sem ritstýrt hafi ásökunum nafngreindra kvenna og ónafngreindra, segir Carmen þau skrif fjarstæðukennd. „Þeirra viðbrögð eru þannig að það er bara sorglegt. Mér finnst hann afhjúpa sjálfan sig, meira en allt annað. Þau mega skrifa allt sem þau vilja og spinna allt sem þau vilja, það kemur mér bara ekkert við. Það sem gerðist, gerðist. Þetta er allt uppi á borðinu og það eru þau hjón sem að viðhalda sínum fjölskylduharmleik, þetta er algjörlega þeirra sjálfskaparvíti.“

Jón Baldvin heldur því fram í grein sinni að ákæran sé „seinasta útspilið í skipulagðri aðför að mannorði mínu og Bryndísar“. Carmen vísar því alfarið á bug. „Það er auðvitað tóm þvæla. Mér finnst það bara magnað að hann skuli líta svo stórt á sig að kona út í bæ skuli leggja á sig að fara í fjölmiðla og sitja undir ónæði og truflun til þess, að hans mati, að sverta mannorð hans. Raunin er sú að mér er fullkomlega sama um Jón Baldvin Hannibalsson, þetta er bara maður út í bæ sem aldrei hefur haft nein bein áhrif á mitt líf fyrr en hann braut gegn mér.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Jón Baldvin Hannibalsson

Dóttir Þóru: Stolt af því að hafa rofið þögnina
Fréttir

Dótt­ir Þóru: Stolt af því að hafa rof­ið þögn­ina

„Ég er stolt af því að hafa rof­ið þögn­ina með því að koma dag­bók mömmu á fram­færi sem og bréf­inu sem Jón Bald­vin Hanni­bals­son sendi henni,“ seg­ir Val­gerð­ur Þor­steins­dótt­ir, dótt­ir Þóru Hreins­dótt­ur en Stund­in fjall­aði um bréf­ið og dag­bók­ina á dög­un­um. Pabbi Val­gerð­ar sem var í sam­búð með Þóru fyr­ir um fjöru­tíu ár­um, eig­in­kona hans og syst­ir Val­gerð­ar segja að frið­helgi einka­lífs Þóru sé rof­in og van­virt.
Tíu ár af nýjum vitnisburðum um háttsemi Jóns Baldvins
Greining

Tíu ár af nýj­um vitn­is­burð­um um hátt­semi Jóns Bald­vins

Frá því að Guð­rún­ar Harð­ar­dótt­ir steig fram fyr­ir 10 ár­um síð­an og op­in­ber­aði bréf sem Jón Bald­vin Hanni­bals­son sendi þeg­ar hún var ung­ling­ur hafa tug­ir annarra frá­sagna um hátt­semi hans kom­ið fram. Jón Bald­vin hef­ur reynt að fá fólk til að skrifa und­ir stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu en á sama tíma eiga sér stað ný at­vik þar sem kon­ur upp­lifa hann sem ógn.
Þegar konur eru stimplaðar geðveikar
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þeg­ar kon­ur eru stimpl­að­ar geð­veik­ar

„Þetta á ekk­ert er­indi við al­menn­ing, frek­ar en geð­veiki dótt­ur minn­ar,“ voru við­brögð Jóns Bald­vins við birt­ingu bréfa sem hann skrif­aði til ungr­ar stúlku í fjöl­skyld­unni. Í til­raun til að varpa at­hygl­inni frá sér benti hann á dótt­ur sína, sem svar­aði fyr­ir sig og var fyr­ir vik­ið dreg­in fyr­ir dóm af föð­ur sín­um. „Ég gat ekki sætt mig við að vera út­mál­uð geð­veik.“
Fjörbrot frjálshyggjunnar - framtíð velferðarríkisins: Um hvað erum við eiginlega að kjósa?
Jón Baldvin Hannibalsson
Pistill

Jón Baldvin Hannibalsson

Fjör­brot frjáls­hyggj­unn­ar - fram­tíð vel­ferð­ar­rík­is­ins: Um hvað er­um við eig­in­lega að kjósa?

Jón Bald­vin Hanni­bals­son fjall­ar um upp­reisn ný­frjáls­hyggj­unn­ar gegn vel­ferð­ar­rík­inu, sjúk­leika fjár­mála­kerf­is heims­ins, sér­stöðu og ár­ang­ur nor­ræna mód­els­ins, er­ind­is­leysu jafn­að­ar­manna frammi fyr­ir sí­vax­andi ójöfn­uði, og til­vist­ar­vanda Evr­ópu­sam­bands­ins. Er­ind­ið var upp­haf­lega flutt þann 1. októ­ber í Iðnó í til­efni af hundrað ára af­mæli Al­þýðu­flokks­ins.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár