Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Nýtt stéttarfélag beitir blekkingum og ósannindum

Í lög­um Stétt­ar­fé­lags­ins Kóps, sem stofn­að var í byrj­un árs, er því rang­lega hald­ið fram að fé­lag­ið sé að­ili að Starfs­greina­sam­band­inu og Sjó­manna­sam­band­inu. Formað­ur Starfs­greina­sam­bands­ins seg­ir að ver­ið sé að blekkja fólk. ASÍ var­ar launa­fólk við fé­lag­inu.

Nýtt stéttarfélag beitir blekkingum og ósannindum
Vara við stéttarfélagi sem beitir blekkingum Drífa Snædal, forseti ASÍ, varar launafólk við að ganga í stéttarfélaið Kóp, þar eð það geti með því sér óafvitandi afsalað sér réttindum. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir forsvarsmenn Kóps beita blekkingum þar eð fullyrt sé að Kópur sé aðili að Starfsgreinasambandinu. Því fari hins vegar fjarri.

Nýtt stéttarfélag, Kópur, fer fram með blekkingar í lögum félagsins. Þar er því haldið fram að stéttarfélagið sé aðili að Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) og Sjómannasambandi Íslands, sem sé aðili að Alþýðusambandi Íslands (ASÍ). Hvort tveggja er ósatt, Kópur er hvorki aðili að SGS né Sjómannasambandinu og ekki heldur aðili að ASÍ.

Forseti Alþýðusambands Íslands, Drífa Snædal, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem launafólk er varað við stéttarfélaginu sem hafi að undanförnu auglýst starfsemi sína. Virðist auglýsingunum einkum beint að Pólverjum sem starfi hér á landi. ASÍ áréttar að engin tengsl séu milli sambandsins og Kóps og gangi fólk úr öðrum stéttarfélögum og í Kóp geti það óafvitandi verið að afsala sér réttindum. Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnumarkaðsrétti, telur hæpið að Kópur geti starfað sem stéttarfélag.

Ósannindi í lögum Kóps

Í lögum Kóps-stéttafélags segir að sem fyrr segir í 1. grein að félagið sé aðili að SGS og Sjómannasambandinu. Í samtali við Stundina segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, að þetta séu ósannindi hvað það félag varðar. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, segir þetta heldur ekki rétt hvað varðar SGS. „Það hefur ekki sótt um eitt eða neitt hjá okkur. Það hefur hvorki verið haft samband við mig eða framkvæmdastjóra, ekki verið óskað eftir inngöngu í starfsgreinasambandið eða nokkurn skapaðan hlut. Við höfum ekkert af þessu félagi heyrt nema við höfum rekist á Facebook-síðu þess. Að þetta félag sé aðili að Starfsgreinasambandinu er bara algjör þvæla og mjög lélegt ef menn eru að setja svona inn til að blekkja fólk.“

„Það hefur ekki sótt um eitt eða neitt hjá okkur.

Kveðið er á um það í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur að rétt eigi menn á því að stofna stéttarfélög í þeim tilgangi að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum verkalýðsstéttarinnar og launtaka yfirleitt. Að sama skapi eru svokölluð forgangsréttarákvæði í flestum kjarasamningum sem gera það að verkum að félagsmenn þess félags sem geri kjarasamning við viðsemjendur hafi forgang að störfum hjá vinnuveitendum.

Efast um að Kópur geti starfaðLára V. Júlíusdóttir telur að Kópur muni vart geta starfað sem stéttarfélag.

„Það segir í sjálfu sér ekki mikið í lögunum um hvað þurfi að vera til staðar í starfsemi stéttarfélaga annað en að semja um kaup og kjör. Síðan er það forgangsréttarákvæðið sem gildir í flestum kjarasamningum, sem gerir það að verkum að það er ekkert rými fyrir nema eitt stéttarfélag í viðkomandi starfsgrein á viðkomandi svæði,“ segir Lára V. Júlíusdóttir.

Sérfræðingur í vinnurétti efast um að Kópur geti starfað

Lára segist ekki sjá fyrir sér hvernig stéttarfélagið Kópur eigi að geta starfað í þessu ljósi. Í lögum Kóps kemur fram að félagsaðild sé opin öllu verkafólki, og tiltekið hvað undir það falli. Er þar um hefðbundin verkamannastörf að ræða, störf sem eru einkennandi fyrir félagsmenn stéttarfélaga á borð við Eflingu, SGS og Sjómannasambandið til að mynda.

„Ég held að það sé mjög erfitt fyrir það, vegna þess að allir launþegar í landinu tilheyra nú þegar einhverjum félögum eða samtökum. Jafnvel þótt fólk sé ekki skráð sem fullgildir félagar þá telja félögin að allir þeir sem séu að vinna þau störf sem tiltekið stéttarfélag semur fyrir tilheyri því í raun,“ segir Lára.

Engin tengsl milli ASÍ og Kóps

Í yfirlýsingu Drífu Snædal, forseta ASÍ, segir að í kynningum á Kópi-stéttarfélagi sé látið að því liggja að félagið hafi aðgang að öllum þeim gæðum og þjónustu við félagsmenn sem verkalýðsfélagið hefur byggt upp um áratuga skeið, og jafnvel að félagið sé tengt ASÍ. Þetta sé hins vegar rangt.

UmsóknareyðublaðUmræddu umsóknareyðublaði í Kóp-stéttarfélag hefur verið dreift hingað og þangað.

„Það eru engin tengsl milli ASÍ og Kóps og okkur vitanlega hefur Kópur ekki gert neina kjarasamninga. Kópur er ekki með fræðslusjóð til að greiða menntun, er ekki með sjúkrasjóð fyrir þá sem verða veikir í lengri tíma, á ekki aðild að Bjargi íbúðafélagi sem býður lægri leigu og húsnæðisöryggi, er ekki aðili að VIRK starfsendurhæfingu og á ekki orlofshús. Mögulegir félagsmenn í Kópi myndu ekki njóta neinna af þessum réttindum né hafa aðgang að lögfræðilegri og annarri faglegri aðstoð sem launafólki býðst almennt hjá sínum stéttarfélögum. ASÍ hvetur til að þessum upplýsingum sé dreift sem víðast og komið í veg fyrir að launafólk afsali sér óafvitandi réttindum sem verkalýðshreyfingin hefur byggt upp um áratuga skeið,“ segir í yfirlýsingu Drífu.

Þá hefur Efling stéttarfélag einnig haft Kóp-stéttarfélag til skoðunar en án þess að hafa aðhafst neitt frekar hvað varðar málefni þess að sinni.

Formaður félagsins og skráður forsvarsmaður er Stanley Kowal. Ekki náðist í hann í síma þegar Stundin gerði tilraun til þess að leita eftir skýringum hans á málinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár