Þegar útgerðararmur Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðarkróki eignaðist útgerðarfélagið Skagstrending á Skagaströnd árið 2004 var skrifað undir viljayfirlýsingu um að útgerðin myndi leggja sitt af mörkum til að styðja áfram við atvinnulífið í þorpinu. Útgerð kaupfélagsins, FISK-Seafood, ætlaði að halda áfram að gera frystitogarann Arnar út frá Skagaströnd og landanir áttu að halda áfram að fara fram í þorpinu sem þýddi meðal annars að hafnargjöld rynnu þangað. Þá sagði í viljayfirlýsingunni að íbúar á Skagaströnd ættu að hafa forgang á skipspláss á þeim togara, Arnari sem gera átti áfram út frá þorpinu.
Lárus Ægir Guðmundsson, 74 ára gamall íbúi á Skagaströnd, segir í samtali við Stundina að nú sé komið í ljós að FISK Seafood hafi ekki staðið við flest af þeim atriðum sem fjallað er um í viljayfirlýsingunni og að þetta hafi haft slæm áhrif á atvinnulíf og búsetuskilyrði á Skagaströnd.
Athugasemdir