Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Áslaug Arna flutt með þyrlu Land­helgis­gæslunnar úr fríi og til baka

Land­helg­is­gæsl­an sótti Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur dóms­mála­ráð­herra úr hesta­ferð á Suð­ur­landi á fund í Reykja­vík og flutti hana svo aft­ur til baka. Sjald­gæft er að flog­ið sé með ráð­herra. Dag­inn eft­ir var til­kynnt um hópsmit­ið á Hót­el Rangá og ráð­herra fór í smit­gát. Flug­stjór­inn reynd­ist í innri hring sama hópsmits og er nú í sótt­kví.

Áslaug Arna flutt með þyrlu Land­helgis­gæslunnar úr fríi og til baka
Áslaug Arna og faðir hennar í hestaferð Landhelgisgæslan flaug með ráðherra úr fríi og aftur í það. Mynd: Instagram

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra á fimmtudagsmorgun í hestaferð sem hún var í með föður sínum á Suðurlandi. Flogið var með hana til baka í fríið þegar fundurinn var hálfnaður.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir þetta. Flugstjóri þyrlunnar er nú í sóttkví þar sem hann reyndist í innri hring COVID-19 hópsmits á Hótel Rangá sem tilkynnt var um daginn eftir flugið. Hafði hann snætt þar helgina áður. Áslaug Arna var í ytri hring smitsins eftir kvöldverð ráðherra ríkisstjórnarinnar þar á þriðjudagskvöld.

Sjaldgæft er að Landhelgisgæslan fljúgi með ráðherra og þegar það gerist tengist það oftast störfum stofnunarinnar eða utanríkismálum, svo sem heimsóknum erlendra ráðamanna eða varnaræfingum. Var Áslaug Arna til dæmis viðstödd sjóbjörgunaræfingu í júní. Ásgeir segir að áhöfn hafi verið til staðar á fimmtudag vegna flugs með sérfræðinga Veðurstofunnar sem var á dagskrá síðar um daginn. Frumkvæðið um að bjóða ráðherra hafi komið frá Landhelgisgæslunni, en Áslaug Arna er æðsti yfirmaður stofnunarinnar í krafti embættis síns.

„Við erum í góðu samstarfi við dómsmálaráðherra,“ segir Ásgeir. „Þar sem við vorum á flugi um Suðurlandið buðum við dómsmálaráðherra að slást með í för. Það er algengt að flug með ráðamenn séu sett innan svona verkefna eða æfingar, það er í þau fáu skiptin sem er flogið með ráðamenn.“

„Við erum í góðu samstarfi við dómsmálaráðherra“

Fundurinn sem Áslaug Arna sótti í Reykjavík var samráðsfundur Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vegna COVID-19 faraldursins til lengri tíma litið sem bar titilinn „Að lifa með veirunni“. Fundurinn var unninn í samstarfi við forsætis- og dómsmálaráðuneytið, en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ekki viðstödd.

Áslaug Arna var ekki meðal ræðumanna á fundinum. Samvæmt heimildum Stundarinnar hlýddi hún á ræður, en yfirgaf fundinn um það leyti sem starf vinnuhópa fór af stað. Fundinum var streymt á netinu og fjöldi fundarmanna takmarkaður vegna sóttvarnarregla.

Reyndust bæði tengd hópsmitinu á Hótel Rangá

Ásgeir staðfestir að flugstjóri þyrlunnar sem flutti Áslaugu Örnu sé nú í sóttkví eftir að hafa borðað morgunmat ásamt eiginkonu sinni á Hótel Rangá sunnudaginn 16. ágúst. „Hann er búinn að fara í eitt próf og það kom vel út,“ segir hann.

Ásgeir segir flugstjórann hafa verið í hinum svokallaða „innri hóp“ sem þurfti að fara í fjórtán daga sóttkví vegna hópsmitsins. Ekki var talin ástæða til að prófa aðra meðlimi áhafnarinnar eftir samráð við sóttvarnaryfirvöld, að sögn Ásgeirs. „Allir sem að koma um borð í þyrlurnar okkar þurfa að vera með grímur og hanska,“ segir Ásgeir. „Það var í þessu tilfelli eins og í öðrum flugum að slíkar varúðarráðstafanir voru viðhafðar. Því það skiptir miklu máli.“

Ráðherrar úr ríkisstjórninni voru hins vegar í „ytri hóp“ hópsmitsins eftir kvöldverð þeirra á Hótel Rangá á þriðjudag. Tilkynnt var um hópsmitið á föstudaginn og hafa ráðherrar viðhaft smitgát síðan.

Ásgeir segir sóttkví flugstjórans því ekki tengjast því að hann hafi flogið með ráðherra eftir að hún snæddi á Hótel Rangá. „Annars væri öll áhöfnin í sóttkví,“ segir hann.

Í hestaferð fyrir og eftir Reykjavíkurflugið

Þyrlan fór í loftið frá Reykjavík klukkan 7:00 á fimmtudagsmorgun og sótti ráðherra í Reynisfjöru samkvæmt flugskýrslu. Komið var aftur til Reykjavíkur klukkan 8:40, en fundurinn á Hótel Hilton Nordica hófst klukkan 9:00. Farið var aftur í loftið klukkan 11:06, en samkvæmt dagskrá var starf vinnuhópa á fundinum þá nýhafið. Fundinum lauk klukkan 13:00 og dvaldi því Áslaug Arna ekki nema hálfan fundartímann í mesta lagi. Að þessu loknu fór þyrlan og sótti sérfræðinga Veðurstofunnar í Húsafell í Borgarfirði.

Ráðherra var á Suðurlandi ásamt föður sínum, Sigurbirni Magnússyni, lögmanni og stjórnarformanni útgáfufélags Morgunblaðsins, eins og sjá má á síðu hennar á samfélagsmiðlinum Instagram. Fóru þau meðal annars að Dyrhólaey, Hjörleifshöfða og Hafursey. Þurfti Áslaug Arna að hverfa snemma úr ferðinni á föstudag eftir að upplýst var um hópsmitið á Hótel Rangá sem hún tengdist eftir kvöldverð ríkisstjórnarinnar á þriðjudagskvöld. „Það var dýrmætt að ná smá sól og hestbaki með pabba þó það hafi orðið stutt í báða enda,“ skrifaði hún á Instagram.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár