Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
Lilja Alfreðsdóttir Vilji menntamálaráðherra stóð til að styrkja smærri fjölmiðla um hlutfallslega hærri upphæðir, að því fram kemur í svörum ráðuneytisins. Mynd: Heiða Helgadóttir

Stærstu þrjú einkareknu fjölmiðlafyrirtæki landsins eru líkleg til að fá þorra þeirrar upphæðar styrkja sem Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra úthlutar. Samtals töpuðu Árvakur, Torg og Sýn rúmum 2 milljörðum króna í fyrra samkvæmt ársreikningum, en rekstur hins síðastnefnda snýr einnig að fjarskiptum. Taprekstur fjölmiðlafyrirtækja undanfarin ár telst ekki til fjárhagserfiðleika samkvæmt skilyrðum þar sem fjársterkir eigendur leggja þeim til nýtt hlutafé.

Fjölmiðlanefnd hefur nú skilað tillögum sínum til menntamálaráðuneytisins um hvernig úthluta skuli styrkjum 1. september til stuðnings einkarekinna fjölmiðla vegna COVID-19 faraldursins. Nefndin tekur afstöðu til þess hvort fjölmiðlar uppfylli skilyrði um að hafa ekki verið í fjárhagserfiðleikum síðustu áramót, en miðað við almenna túlkun á Evrópureglugerð sem byggt er á er taprekstur upp á hundruð milljóna ekki merki um slíkt hafi nýtt hlutafé frá eigendum komið á móti.

Í svari við fyrirspurn Stundarinnar til mennta- og menningarmálaráðuneytisins segir að vilji Lilju hafi staðið til að styrkja minni …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu